Pólitísk ákvörðun hjá saksóknara að byrja á Kaupþingi?

Er sérstakur saksóknari að byrja á ákærum eftir pólitískri goggunarröð? Er Hreiðar már handtekinn og kærður fyrstur til þess að passa að aðilar tengdir Kaupingi séu örugglega fremstir á lista yfir grunaða menn, á undan Landsbankamönnum?

Sagan segir að húsleitir tengdar Al-Thanimálinu hafi verið ómarkvissar og tilefnislitlar, þær hafi einungis verið framkvæmdar til að fullnægja kröfu um að "eitthvað gerðist". Ekkert nýtt hafi komið í ljós og að á flestum stöðunum hafi starfsmenn embættisins rétt stungið nefinu inn til að geta sagst hafa gert húsleit á svooona (halda höndum fram eins og við lýsingar á laxastærð) mörgum stöðum.

Getur verið að sérstakur saksóknari ætli að beita sömu aðferð við ákærur og notaðar voru í húsleitum, kveikja á hríðskotarabyssunni og drita út um allt í von að einhver kúla hitti? Ég vona að ákærur vegna efnahagshrunsins séu vel ígrundaðar og byggi á föstum rökum.

Munum að menn eru saklausir uns þeir eru dæmdir, líka Hreiðar Már.

kv,


mbl.is Ekki boðaður til skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eitt er sem ég vil tjá mig um í sambandi við þessar handtökur, það er ekki farið að handtaka NEINA VIRKILEGA stóra einstaklinga, jú Hreiðar myndi sennilega teljast vera nokkuð ofarlega í GLÆPAPÝRAMÍDANUM en hann er nokkuð langt frá TOPPNUM. Getur verið að það eigi að taka svona einn og einn, sem "við" álítum stóran, en láta svo gott heita??

Jóhann Elíasson, 7.5.2010 kl. 09:30

2 identicon

Ég hefði viljað sjá Jón Ásgeir og Bjöggana handtekna á undan þessum mönnum.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband