Orsakasamhengi?

Svona rannsóknir eru oft mjög villandi. Athugum að það sem mælt var er fylgni tannhirðu og hjartasjúkdóma. Það sem var ekki mælt eru hvort orsakar hvað.

Út frá svona rannsóknum er ekki hægt að segja að með því að bursta tennurnar oftar dragi maður úr hættu á hjartasjúkdómum. Heldur er ekki hægt að draga þá ályktun að þeir sem fá hjartasjúkdóm fari að hugsa verr um tennurnar.

Möguleg skýring væri að þeir sem hugsa almennt vel um helisuna borða hollari mat og stunda heilbrigða líkamsrækt, eru einnig síðri til að fá hjartasjúkdóma og bursta tennurnar oftar. 

Blaðamenn (og allir) verða að passa sig að draga ekki rangar ályktanir út frá fylgnirannsóknum.

mbk,


mbl.is Góð tannhirða er hjartans mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur ekki fram í mbl fréttinni en á RÚV var tekið fram að rannsakendur tóku tillit til og stýrðu fyrir aðra áhættuþætti, t.d. ofþyngd/offitu.

Niðurstöðurnar staðfesta ennfremur eldri rannsóknir sem benda til tengsla milli hjarta- og munnholssjúkdóma.

Þetta er hins vegar alveg rétt hjá þér með orsakatengsl almennt en hér virðist hafa verið leiðrétt fyrir áhrifum lífsstíls.

SBB (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband