Jón Baldvin og lögmál Godwin's

Utanríkisráðherran fyrrum fór mikinn í Silfrinu, hraunaði yfir valið fólk úr Samfylkingunni en afsakaði hana á sama tíma og tók heilshugar undir orð ISG um að helstu mistök Samfylkingarinnar hefðu verið að ganga til samstarfs við íhaldið, það var og. Þá vitum við að Samfylkingin er valdalaus og óákveðinn flokkur í stjórnarsamstarfi og reiðir sig eingöngu á ákvarðanir og gjörðir samtarfsflokksins.

En gott og vel.

Eitt sem ég hjó eftir í þessari eldmessu Baldvins (sem eru nokkrar þessa dagana og messuvínið virðist hressandi). Honum tókst með mikilli röksemdafærslu að halda því fram að Sjálfsstæðisflokkurinn væri á nasískum brautum þessa dagana, það er naumast.

Þessi ræða hans minnti mig á þetta lögmál sem er upphaflega ætlað internet rökræðum (eins og þessum bloggsíðum) en mér finnst eiga vel við hér en það segir að allar rökræður muni á endanum snúast upp í umræður um nasisma og þá sé rökræðunum sjálfhætt, enda komnar út í tóma vitleysu.

Annars var þetta "skemmtileg" byrjun á Silfrinu. Fyrsti viðmælandi fréttamaður sem þurfti að éta ofan í sig langa fréttaskýringu ekki alls fyrir löngu.

Er ekki hægt að segja sig úr RÚV?

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Jón Baldvin hrósar rannsóknarskýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Ég er bara t.t. sammála þér. Þetta með rökræðuna var mjög góður vinkill og mikið til í þessu. Ótrúlegt hvernig haldið er áfram að gera lítið úr skoðunumk stórs hluta þjóðarinnar að ósekju.

Helgi Kr. Sigmundsson, 5.9.2010 kl. 14:25

2 identicon

Sæll.

Jón Baldvin er bara að reyna að koma sér á framfæri, hann langar að komast á þing eða eitthvað slíkt. Hann segir t.d. að hrunið sé að stærstum hluta Sjálfstæðisflokknum að kenna. Á hann bara við hrunið hér eða líka t.d. í Bretlandi?

Þeir sem hengja hrunið á stjórnmálaflokka hafa í raun talað sig út úr allri vitsmunalegri umræðu um þessi mál því þeir hafa þar með auglýst eigin vanþekkingu á þeim vandamálum sem leysa þarf. Við þurfum ekki fleiri lýðskrumara í valdastöður, af þeim er nóg fyrir.

Jon (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 14:56

3 identicon

en hvað með 'Árna og allt hans lið eru þeir ekki með á mogganum

gisli (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 15:52

4 Smámynd: Aliber

Þakka innlit og athugasemdir. En ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara Gísli? Hvað áttu við með þessari athugasemd?

Aliber, 5.9.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband