Alvarlegur misskilningur

Það ríkir alvarlegur misskilningur um ICESAVE meðal almennings og sumra stjórnmálamanna, í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, varðandi greiðslu á skuldinni. Hvernig sem fer þá verður að greiða þessa reikninga, einu ,,samningarnir" sem fara fram eru varðandi framkvæmd að greiðslunni og lán erlendra þjóða fyrir greiðslunni.

Það var ljóst frá upphafi að íslenska ríkið þurfti að greiða þessa skuld. Stjórnmálamenn hafa dregið almenning á asnaeyrunum með því að gefa í skyn að við hefðum eitthvað að semja um. Töf þessa máls veldur því að uppbygging hagkerfisins tefst og mikilvægari mál sitja á hakanum. Gott fólk, takið af ykkur sólgleraugun og sjáið málið eins og það er.

Við getum sleppt því að borga IceSave, rétt eins og aðili sem tekinn er fyrir ölvunarakstur getur sleppt því að greiða sektina og skila inn ökuskírteininu. Vandamálið við að greiða ekki er hinsvegar að þá yrðum við útskúfuð úr EES, öll viðskiptasambönd lokast til útlanda og við neyðumst til að taka upp sjálfsþurftarbúskap að mmiklu leiti og hafa inn- og útflutningshöft á flestar vörur. Lífsgæðin detta 40 ár aftur í tímann og klósettpappír verður aftur munaðarvara. Á sama hátt væri fyllibyttan færð í fanglesi vegna ógreiddra sekta.

Það er sárt að horfa upp á þennan blekkingarleik stjórnmálamanna og enn sárar er að sjá hvernig almenningur gleypir við þessu bulli. Auðvitað verður þungt fyrir okkur að greiða þessar skuldir en greiddar skulu þær og eins gott að byrja sem fyrst því illur er best af lokið.

kv,

sá bitri

 


mbl.is Opnast Icesave-málið að nýju?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband