F -> O?

Er Borgarahreyfingin að fara að taka sæti Frjálslyndra á þingi? Það svosem kæmi ekki á óvart. Ég lýsi þó enn eftir áherslumálum hreyfingarinnar, enn sem komið er hef ég ekki komist að neinu nema það má ekki kalla þetta flokk, frambjóðendurnir halda því statt og stöðugt fram að þeir séu ekki stjórnmálamenn og svo á víst að leggja þetta dæmi niður við fyrsta hentugleika.

Mesta hreyfingin er á fylgi frá hægri til vinstri en VG menn næstum tvöfalda þingmannafjölda sinn. Skulum þó ekki gleyma að VG var gríðarlega sterkur í könnunum fyrir síðustu kosningar en það fylgi hrundi síðan rétt fyrir kosningar.

Ég mun allavega ekki taka mark á neinu nema því sem kemur upp úr kössunum, það er slík sveifla á fylginu þessa dagana.

Þetta verður spennandi.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

þú hefur nú varla leitað ef þú hefur ekki fundið neitt um  Borgarahreyfinguna..  Hvernig væri að kíkja á heimasíðuna þeirra sem heitir því frumlega nafni borgarahreyfingin.is

Jóhannes H. Laxdal, 21.4.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband