Undarleg útskýring Ögmundar

Sá gamli verður að viðurkenna að hann skilur ekki alveg hvað maðurinn er að fara með þessum útskýringum sínum. Þó svo að hann hætti sem ráðherra heilbrigðismála þá er hann eftir sem áður ennþá stjórnarþingmaður. Hann hefur sama atkvæðisvægi og áður þegar kosið verður um Icesave inn á alþingi en það sem helst breytist er að hann þarf ekki að taka á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.

Og það finnst þeim gamla líklegra að sé málið, að maðurinn hafi ekki þor í að leggja í það verk sem Guðlaugur ætlaði að byrja á áður en sú ríkisstjórn sprakk, og Ögmundur mótmælti svo svakalega.

Annað sem kemur til greina er afstaða hans til ESB en það er greinilegt að ríkisstjórnin er klofin í þeim málum. Og slikt er ekki sannfærandi í samninga viðræðum. Eitt að vera með klofið þing, annað að vera með klofna ríkisstjórn. Og það er engu líkara en að það eigi að hreinsa til í ráðherra liðinu og koma þeim í burtu sem harðast hafa staðið gegn ESB, þ.e. Ögmundi og Jóni Bjarnasyni.

En þetta eru auðvitað bara vangaveltur.

Svo virðist nú allt stefna í það að þessi ríkisstjórn springi.

Ein spurning að lokum. Hvar er búsáhaldabyltingin? Myndu þau kalla þetta hæfa ríkisstjórn??

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón V. Þorsteinsson

Góður - og Já, hvar er nú búsáhaldabyltingin, það er góð spurning!

kv. Nonni

Jón V. Þorsteinsson, 30.9.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband