Höfuðkreppa
8.3.2010 | 10:20
Glöggt er gests augað.
90% af þessari kreppu er í hausnum á okkur. Við erum öll svo upptekin af því að vorkenna sjálfum okkur og kenna öðrum um að við föttum ekki að lífið er alls ekki svo slæmt.
Jú atvinnuleysi hefur aukist, það kom verðbólguskot, fasteignamarkaðurinn settist á rassinn og ýmislegt. EN, eins og Sölvi sagði um daginn, það hefur enginn farist úr hungri og fólk virðist almennt hafa það gott.
Við þurfum að draga hausinn upp úr holunni og sparka í rassgatið á sjálfum okkur og hætta þessu kreppuvæli.
Staðan á Íslandi er svipuð og hún hefur verið á Spáni undanfarin 10 árin, staðan er svipuð og á Bretlandi núna, við erum betur sett en Grikkir, og ég er ekki einusinni kominn út fyrir evrópu...
Núna ætla ég að fara út í sjoppu og kaupa mér eitthvað sem ég þarf ekki á að halda til að auka landsframleiðslu og stuðla þannig að uppbyggingu sem allir virðast bíða eftir en enginn þorir að byrja á.
kveðja að handan
ÓS
Lítil ummerki um erfiðleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Já en HVAÐ MEÐ AFSKRIFTIRNAR?
Magnús M. (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 10:23
haha já Maggi.. ég gleymdi þeim
Aliber, 8.3.2010 kl. 10:32
Er sammála þér. Við höfum það enn gott og innviðir samfélagsins eru í góðu lagi. Nú þurfa Íslendingar að halda vel á spilunum næstu daga og mánuði. Ekki flýta sér að semja um Icesave. Við getum gert margt óháð því máli. Eitt sem allir geta gert er að styðja við framleiðslu innanlands, kaupa vörur sem eru framleiddar hér á landi, þannig er hægt að styðja við atvinnuuppbyggingu hér á landi. Sérstaklega matvörur, því meira sem er framleitt hér á landi, því betra og því meiri mataröryggi. Við þurfum líka að læra að spara og lifa ódýrara, það er minna mál en margir halda.
Karl Jóhann Guðnason, 8.3.2010 kl. 10:42
Ég er sammála.
Þessi kreppa er aðallega í fjölmiðlum og hausnum á okkur.
Jú, ég get keypt minna fyrir launin mín en áður, en ég reyni samt að kaupa íslenskt fyrst og fremst til að auka hagvöxt og styðja við atvinnuvegina hér heima.
Ég tók ekki þátt í góðærinu (keypti ekki splunkunýjan bíl, hús eða flatskjá) og því neita ég að taka þátt í þessari kreppu og held áfram eins og ég er vön :)
Andrea (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:04
Smá innskot, erlendar vörur eru ekki alslæmar. Viðskipti við útlönd eru ekki slæm og sérstaklega á meðan vöruskipti eru jákvæð er ekkert að því að versla innfluttar vörur. Lang mestur gróði vegna innfluttra vara verður hvort eð er eftir á Íslandi.
mbk,
Aliber, 8.3.2010 kl. 12:27
Ef 35-50% eign þín í húsnæðinu sem þú keyptir þér og hefur þurkast út í hruninu ásamt því að þú ert orðin skuldugur upp á milljónir og jafnvel milljónatugi er ekki þín persónulega kreppan, hvað er það þá?
Einhverstaðar sá ég að meðaltekjur landsmanna væru í kringum milljón. Kannast einhver venjulegur launamaður við þá tölu? Það er hægt að fara niður Laugaveginn og um borg og bí og sjá ríkidæmi sumra en það segir ekkert um ástandið hér. Þjóðin er í verulegum kröggum og þúsundir heimila hreinlega á bjargbrúninni. Þessi hollenski blaðamaður er bara dæmigerðu sögumaður hálfsannleiks. Hann á greinilega meðhlægjendur hér á landi.
Melur (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:35
Meðallaun á landinu eru undir 300.000 á mánuði.
Grátkórinn hérna heima er farinn að verða hálf hlægilegur og virðist farinn að grípa til þess ráðs að ýkja og ljúga til að geta vælt áfram. Auðvitað er sumt fólk fólk í vandræðum með húsnæðislán og atvinnu. Ég er ekki að segja að það sé gott, en hinsvegar er það ansi lítill hluti landsmanna, þótt þeir væru 1000 sem missa húsnæði sín þá er það samt minna en 0,5% þjóðarinnar. Það er alltaf til fólk sem tekur slæmar ákvarðanir í fjárfestingum, í góðæri og hallæri.
Vælið kemur okkur ekki út úr vandanum. Þeir sem vilja drukna á botinum á lauginni mega gera það í friði ef þeir kvarta ekki í okkur hinum á meðan. Ég ætla að synda upp á yfirborðið.
kv,
Aliber, 8.3.2010 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.