Veit enginn hvað orðið afskrift þýðir?

Þó að lán séu færð yfir á afslætti er það ekki það sama og að það sé búið að afskrifa þau. Við verðum að muna að lánin voru færð yfir á þeim tíma þegar óvissan var hvað mest og enginn vissi í raun hvað væri framundan í samfélaginu. Sumir gerðu jafnvel ráð fyrir að hér myndi allt (þá meina ég ALLT) fara á hausinn.

Bankar eru með ákveðinn afskriftareikning sem safnað er í og greitt af honum og inn á lánasöfn sem skila sér ekki að fullu, m.a. þegar einstaklingar lenda í vændræðum með afborganir. Þegar lánasöfn eru flutt milli banka fer afskriftareikningurinn ekki með og því þarf að veita afslátt á safninu.

Bókhaldshugtakið afskrift er ekki það sama og skuldaniðurfelling. Það er eins og að segja að maður yrði að selja notaðan bíl á sama verði og nýjan því hann keyri ennþá... Einnig þykir mér eðlilegt að fólk greiði þær skuldir sem það efnir til og hætti að kvarta undan varfærnislegum bókhaldsaðgerðum hjá bönkunum. Enginn veit hverjir það eru sem geta ekki greitt þessi lán fyrirfram og því þýðir ekki að ætla að færa niður lán hjá einhverjum og einhverjum í von um að peningarnir skili sér betur.

Þessar ,,afskriftir" skipta litlu máli núna þegar Arion og Íslandsbanki sameinast aftur gömlu þrotabúunum, þá verður virði þeirra líklega fært upp aftur að einhverju leiti og allt komið á upphafsreit.

mbk,

ÓS


mbl.is Lánin færð yfir á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Jú það er fullkomlega eðlilegt að greiða þá skuld sem fólk stofnar til, en það er ekki eðlilegt að fólk sem tekur 15 milljón króna lán skuldi í dag 30. Og bara vegna þess að bankarnir fóru að leika sér og ákváðu að græða á kostnað íslensk almennings.

Í góðu lagi að fólk borgi sín lán, en lánin þarf að leiðrétta og það ekki seinna en í GÆR.

A.L.F, 12.3.2010 kl. 14:57

2 identicon

Sammála þér að afskrift er ekki rétta orðið yfir það sem gera þarf. Það þarf að leiðrétta lán heimilanna. Ekkert athugavert við það að borga skuldir sínar...ef þær þróast þá á eðlilegan máta. Er búinn að borga 48 afborganir af mínu húsnæðisláni...sem er íslenkt...og það hefur hækkað um tæpar 6 milljónir ! ! ... það er það sem þarf að leiðrétta....og til þess að gera það þarf ekki að afskirfa neitt !

Sigurður (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 15:41

3 Smámynd: Aliber

Hvenær á að leiðrétta og hvenær ekki? Hvað er eðlileg hækkun vísitölu og hvað ekki? Hvenær byrjar forsendubresturinn sem allir tala um, er það við 10%, 20%, 3ö% hækkun eða meira? Það er bara svo erfitt að setja puttann á það sem 'ætti' að gera...

Hverjir eiga svo að borga þessar leiðréttingar? Ég setti allan minn sparnað í húsbréf fyrir nokkrum mánuðum (eftir að mesta hækkunin var komin inn) á ég að taka þessar afskriftir á mig? Hvernig á að velja þá sem borga?

Einhver verður að borga.

Aliber, 12.3.2010 kl. 17:54

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Lánið mitt hefur hækkað um 130%.   Á mannamáli heitir það okur !!!

Og ég sé ekki fram á að fá leiðréttingu vegna þess að ég greiddi 500 þús. inn á bílinn við kaup.

Anna Einarsdóttir, 15.3.2010 kl. 11:58

5 Smámynd: Aliber

Ég er ekki að segja að þetta sé eðlilegt eða gott fyrir neinn, ástandið á krónunni. En spurningin er bara hver eigi að borga lánin hjá þeim sem tóku gengisáhættu. Eru það þeir sem tóku ekki áhættuna eða þeir sem tóku hana?

Aliber, 15.3.2010 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband