En hvað ef krónan styrkist síðan?

Nú verður sá gamli að viðurkenna að hann er orðinn ringlaður.

Nú stendur til að afskrifa lán niður að 110% af markaðsvirði bíla, og eins og fram kemur fá þeir sem þöndu sig mest, mest afskrifað.

En þessi erlendu lán, hvað gerist ef krónan styrkist síðan svo einhverju nemur (sem gæti vel gerst á næstu misserum) gengur þá þessi afskrift til baka? Eða tekur hinn almenni skattgreiðandi á sig gengistap og lántakandinn fær síðan gengishagnað í bónus ofan á afskriftirnar?

Ef þetta verður að veruleika ætla ég allavega að sitja um þennan markað því ef einhver getur ekki staðið undir afborgunum eftir afskrift og gengisstyrkingu ætla ég að grípa einhvern góðan bíl gegn yfirtöku á hressilega niðurfærðu láni.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Lán dýrra bíla afskrifuð mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Styrkist ? hvenær hefur það gerst í sögunni.allaveg svo eihverju nemi :(

Kristján Hilmarsson, 15.3.2010 kl. 11:55

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

1980 voru rekin tvö núll aftan af krónunni þannig að hundraðkallinn varð ein króna, jafnframt gilti ein ísl króna janft einni danskri, 2 árum seinna þurfti 1,5 ísl fyrir eina dkr. 20 árum seinna þurfti tíu ísl.kr. fyrir eina dkr. og nú hvað ' 24ísl f. eina dkr. gott að vera bjartsýnn en.....

Kristján Hilmarsson, 15.3.2010 kl. 12:04

3 Smámynd: Aliber

Og hvað Kristján, eigum við að miða allar okkar efnahagsaðgerðir við það að krónan geti ekki styrkst?

Miðað við þá krafta sem verka á hana núna eru allar forsendur til staðar til að hún styrkist í framtíðinni og þess vegna set ég fram þessa spurningu.

M.b.k.

Sá gamli.

Aliber, 15.3.2010 kl. 12:12

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já "Aliber" held það, því miður enda land sem lifir af útflutningi og getur leyft sér að draga allavega um tíma úr ýmsum innflutningi (bílar ofl.) hagnast á því að krónan haldist lág um tíma, svo verður bara bretta upp ermar og hjálpa þeim sem verst hafa orðið úti í hildarleiknum og það eru nú kannski ekki endilega bílakaupendur.

Kallaðu mig svartsýnann, en byggi þetta bara á sögunni, besta sem hægt er að vona er að gengið hrapi ekki meir og stöðuleikinn sem þrátt fyrir allt ríkti hér í nokkur ár 1990 til 2000 og reyndar aðeins lengur, komi tilbaka.

Kristján Hilmarsson, 15.3.2010 kl. 12:35

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Kannski kominn tími til að snara tveim núllum aftan af aftur, liti allavega betur út og tekur minna pláss á skjölum o.s.frv.s.

Bestu kv. tilbaka :)

Kristján Hilmarsson, 15.3.2010 kl. 12:44

6 identicon

'Kristján': Krónan var ekki á opnum markaði þegar hún var felld í þessi ~10 skipti, verðbólga á Íslandi á þeim árum var líka mjög mikil í langan tíma. Eftir fleytingu hinsvegar hefur hún styrkst og veikst reglulega.

Ef stöðugleikinn kemur til baka sem þú talar um þá er augljóst að gengið styrkist ekki satt? Svo það eru sem sagt líkur á styrkingu, sérstaklega ef yfirvöldum tekst að halda verðbólgu lágri og fleyta krónunni aftur.

ÓS (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 13:12

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Jú ég sé þetta, OS ! en hvorugur okkar getur slegið nokkru föstu frekar en aðrir, svo maður lítur alltaf tilbaka þegar maður reynir að spá, og þaðan kemur "svartsýnin í mér" ;) 

Kristján Hilmarsson, 15.3.2010 kl. 13:20

8 identicon

Ég held samt að spurningin sé ekki hvort krónan styrkist heldur hvað verður gert í málefnum þeirra sem þá hafa fengið niðurfellingu skulda ef það gerist.

Verðum við sem greiddum upp okkar gjaldeyrislán árið 2008 látin borga fyrir hina sem tóku áhættu?

ÓS (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 13:50

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslendingar þurftu evrur til að taka þátti í samvinnu um fjárfestingar í EU, þess vegna mælti t.d, Þýski Seðlabankinn með krónukaupum við sína séreignabanka. Þeir pöntuðu svo krónur hjá þeim Íslensku sem svo mættu á uppboðin hjá Seðlabanka Íslands [í hádeginu á hverjum degi], við það styrktist króna og EU græddi.

Hver segir að EU kaupi krónur af Íslendingu í framtíðinni? Það er búið að skuldfesta Ísland. Mikið hæfari fjárfestar standa til boða í EU en Íslenskir. 

Trúið þið á EU Jólasveininn?  

Júlíus Björnsson, 15.3.2010 kl. 14:21

10 identicon

Mér finnst mjög sérstakt að íslenskir bankar skuli hafa gert einstaklinga á Íslandi að gjaldeyrisspekúlöntum með því að taka lán í erlendri mynt.

Það er best að taka óverðtryggt lán í íslenskum krónum.  Það á að taka lán í þeirri mynt sem menn hafa tekjurnar sína í.

Krónan mun ekki styrkjast.  Það eru allavega eftirfarandi ástæður.  

1.  Ísland þarf jákvæðan viðskiptajöfnuð til að greiða niður erlendar skuldir. Í augnablikinu er að vera hæpið að viðskiptajöfnuðurinn sé nógu mikill.  Evran er um 173 kr.

2.  Það er engin erlend eftirspurn eftir íslenskum krónum.  Ég vil benda þér á að þeir sem keyptu krónur erlendis voru áhættufjárfestar.  Þetta voru ekki fjárfestar sem voru að fjárfesta með langtímaáætlanir.  Það þarf að skoða þetta betur.

Júlíus:  Það er alveg rétt hjá þér.  Ég bloggaði um þetta á þýska blogginu mínu árið 2008 rétt fyrir hrun og benti á að þýskir ríkisbankar væru að kaupa krónur, eða gambla með þær.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 17:28

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þú ert maður að mínu skapi Stefán og lætur ekki teyma þig þig eins og sauð til slátrunar.

Fyrir daga Seðlabanka EU og Selabankakerfis Meðlima Ríkjanna og allsherjar séreignarvæðingar fjármálageira meðlimaríkja EU um 1994. Þegar EES byrjaði að gangi í gildi: Regluverkið sem búið er að forrita sauðina á Alþingi m.a.  

Þá hefuðu [innlimar] samstarfsverki milli Íslands og t.d. Þýskalans gengið þannig fyrir sig að Fjármálaráðherra hefðu ræðst við og Seðlabanka Ríkjanna svo genið frá málum. Fréttirnar hefðu svo verið Ísland fékk lán hjá Þýskalandi.  

Þá kom séreignavæðingin, EES er samstarfsverkefni að hluta leynilegt. Nú mega Seðlabankar ekki lána beint og benda því á og gefa meðmæli fyrrverandi ríkisbönkum um hvað á að gera. Deuche banka er baktryggður af Þýska Seðlabankanum og leiddi eftirspurn eftir Íslenskum krónubréfum að mínu mati. Sauðir eins og Japanir fylgja svo í kjölfarið og minni áhættu fjárfestar.  Þetta var kallað erlendu fjárfestarnir í samræmi við að samþættingar verkefnið sem felst í EES samkvæmt stjórnskipunarlögum EU er viðkvæmt mál og gæti tafið samrunan ef um þjóðir með mikil auðæfi á haus er að ræða. Almenningur vill ógjarnan missa tækifæri og lækka lífsstandardinn með ódýru drasli og lélegri þjónustu. Í sumum ríkjum EU getur almenningur hins litið svo á að nýja draslið sé betra. 

Innlimun í EU tryggir Stóran Seðlabanka og marga hagstjórnarfræðinga og hærri skatta á okkur hin.

Júlíus Björnsson, 15.3.2010 kl. 19:04

12 identicon

Að ,,mínu mati" er þetta allt bull hjá ykkur, en það er bara mitt órökstudda mat.

Ef gjaldeyrishöftum verður aflétt þá myndast eftirspurn eftir krónum. Fólk þorir ekki að kaupa krónur nú því það má ekki selja aftur. Ef frjálsir fjármagnsflutningar eru hinsvegar leyfðir þá má kaupa og selja og fleiri geta nýtt sér háu vextina (ó nei, spákaupmenn!!) til þess að ávaxta fé sitt betur eða til fjárfestinga hérlendis. Þótt það væru ekki margir þá væru þeir samt sem áður fleiri en í dag - sem er einmitt sama og aukin eftirspurn sem veldur hækkun á verði.

Viðskiptajöfnuður er jákvæður og búinn að vera það í meira en ár. Verðbólga er á hraðri niðurleið ásamt stýrivöxtum. Allt þetta ýtir undir gengi krónunnar. Á hinn bóginn er augljóst að smæð krónunnar gerir hana líklegri til að sveiflast meira en flesta gjaldmiðla.

Ég skil ekki hvað  samstarfsverk og séreignavæðing hefur með þetta að gera?

ÓS (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 09:05

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég hélt að gjaldeyrishöftin væru til að "fólk" skipti ekki út krónum fyrir evrur og pund til dæmis. [halda eftir gjaldeyrir í skuldagreiðslur Ríkisins]

Þrír viðskiptabankar  bjóða í krónur á uppboðum hjá seðlabanka í hádeginu á hverjum degi. Það stjórnar eftirspurn. 2007 var 10% af veltu Íslenska Fjármálageirans innlands. Það er 90% sem skipta öllu máli.

Þegar verð á sambærilegri [innfluttri] lávöru endurspegla hærri raun vaxtakostnað  og flutningskostnaðinn frá til dæmis Hamborg, segjum eru um 10% dýrari hér en í Þýskalandi eða Danmörku t.d. þá má segja að gengisskráning sé í jafnvægi. 

Júlíus Björnsson, 16.3.2010 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband