Cheerios hagfræði Lilju

Cheerioshagfræðingurinn Lilja Mósesdóttir virðist gengin af göflunum. Hún vill setja lög á banka sem meina þeim að innheimta skuldir sem viðskiptavinir þeirra hafa efnt til.

Ætlar hún þá einnig að setja lög á heildsala og önnur fyrirtæki um að einungis skuli innheimta 70-80% af þeim viðskiptaskuldum sem þeir eiga inni hjá viðskiptavinum sínum? Hvar endar þessi vitleysa? Þeir sem efna til skulda þurfa að borga - það er og hefur verið gegnumgangandi í viðskiptum. Það er ein helsta forsenda þess að fólk láni peninga, að fá þá borgaða aftur. Ég myndi ekki lána vinum mínum pening fyrir bíói ef ég mætti ekki samkvæmt lögum rukka hann um peninginn seinna.

Enn og aftur er sem SyndaflóðsLilja kunni ekki muninn á  eðlilegum reikningsaðferðum og hreinni niðurfellingu skulda. Lilja: afskrift er ekki það sama og gjöf, afskrift er niðurfærsla virðis (skulda) í samræmi við áætlaðar endurheimtur. Ef meira innheimstist en sem nemur bókfærðu virði þá reiknast mismunurinn sem hagnaður og bankinn borgar 18% fjármagnstekjuskatt af því. Sem ættu að duga til að borga nefndarlaun Lilju.

Á hinn bóginn ef Lilju tekst (án þess að brjóta stjórnarskrána, en sagan segir að stjórnarskráin hafi farið mikið í taugarnar á henni síðustu mánuðina í starfi hannar í viðskiptanefnd) að setja lög sem neyða banka til að afskrifa, þá gefur auga leið að fjármálafyrirtæki fara á hausinn á Íslandi í stórum stíl í annað sinn og enginn mun hafa áhuga á að reka fyrirtæki hérlendis, allavega á meðan hún hegðar sér með þessum hætti í viðskiptanefnd.

dómsdagskveðja,

ÓS


mbl.is Bankarnir hafa svigrúm til afskrifta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég veit ekki alveg hvaða skratti settist að í höfðinu á þér en stjórnarskráin virðist bara virka fyrir kröfuhafa í þinum huga og eignarréttur á ólöglegum kröfum ofar öllum öðrum rétti.

 Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta við lestur á þessu bloggi.

Vilhjálmur Árnason, 16.3.2010 kl. 15:37

2 identicon

Ég hefði ekkert haft á móti því að kaupa fasteignalánið mitt af gjaldþrota bankanum á 50% afföllum, hvers vegna ætti nýji bankinn að fá að kaupa fasteignalánið mitt á 50% afföllum en ekki ég sjálfur ???

Ólafur (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 15:37

3 Smámynd: Aliber

Villhjálmur: Stjórnarskráin er einmitt til þess að allir séu jafnir, ekki bara þeir sem eru í tísku hverju sinni. Ólöglegar kröfur á að fara með fyrir rétt og fá hnekt, en ef þær eru löglegar þá skal borga þær ekki satt?

Ólafur: Ég líka, en þetta virkar ekki þannig. Lánasöfn eru seld með ákveðnum afslætti venga óvissunar um heimtur. Við verðum að muna að þessar færslur voru gerðar í október 2008 þegar allt var í háalofti og enginn hafði hugmynd hvort nokkuð fengist greitt af þessum lánum.  Á þeim tíma hefur þetta eflaust þótt hátt verð.

Ef allir fá nákvæmlega þá niðurfellingu sem nemur raunverði lánasafnsins þá tapar bankinn enn meira því það eru alltaf einhverjir sem gætu ekki borgað  þrátt fyrir niðurfellingu. Þá þyrfti bankinn að afskrifa meira og þá værum við komin í hringavitleysu.

Ef þú keyptir 100 lán eins og þitt þá gætiru eflaust samið um magnafslátt :) en það er kannski óviðeigandi hugmynd miðað við ástand samfélagsins í dag...

Aliber, 16.3.2010 kl. 15:54

4 identicon

Aliber: Bankarnir 3 sem áttu húsnæðislánin áttu þau MEÐ áhættu. Þegar banki lánar 1000 manns til að kaupa hús gera þeir ráð fyrir einhverjum afföllum, vextir (og ávöxtunarkrafa )er til að greiða leigu fyrir peninginn og greiða áhættuþóknun á peningana.

Það var því ljóst að þegar þessi lán voru veitt voru þau veitt með áhættuþóknun (sem var sett í vextina). Það er því ekki eðlilegt að flytja þessi lán í nýjan banka með allt að 50% afföllum þegar ÖLL húsnæðislán eru með veðtryggingu og áhættuþóknun í vöxtunum.

Nýr kröfuhafi hefur þá, áhættuþóknun (vegna lágmarks affalla) sem er í vaxtaprósentunni, veð fyrir skuldinni (sem hefur s.s. rýrnað eitthvað, en það hlýtur að vera áhætta sem eigandi lánsins tekur á sig, að veðandlagið haldi verðgildi sínu) og svo líka 50% afföll af reiknuðu núvirði lánsins.

Ef húsnæðisverð hefur fallið svo mikið að það er réttlætanlegt að selja lánin með 50% afföllum er þá ekki kominn það mikill forsendubrestur að skuldarinn á rétt á að fá skuldina leiðrétta.

Ef menn gera ráð fyrir að 50% heimila í landinu fari á hausinn er þá ekki rétt að fara í róttækar aðgerðir til að bjarga landinu frá MEIRIHÁTTAR gjaldþroti.

Þetta er of mikil einstefna að lánin fari í nýju bankana með 50% afföllum, gleymum ekki hver mun eiga nýju bankana, verða það ekki fyrst og fremst ERLENDIR aðilar sem við erum þá í raun að GEFA 50% af fasteignum landsins (fyrir utan það sem fer í gjalþrot og þeir enda í raun á að tapa á ef ekki tekst að selja eignina fyrir skudinni).

Þetta er ekki alveg að ganga upp svona fyrir okkur íslendinga.

Ólafur (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 17:38

5 identicon

Við þetta má bæta að þar sem bankinn þarf að leysa til sín eignir þurfa þeir aðeins að selja eignina á 50% af skuldinni til að tapa ekki á hverju einstöku láni sem þeir kaupa.

Ólafur (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 17:41

6 Smámynd: Aliber

Já nafni, ég er sammála þér allavega fyrri helmingnum. Ég veit líka af afskriftareikningi bankanna sem var notaður til að fylla í götin ef lánin skiluðu sér ekki, en sá reikningur fór ekki með yfir og því þurfti að færa lánin niður í samræmi við þau afföll og vænt afföll. Þessar forsendur og forsendubrestir sem allir eru að gagga um eiga einmitt líka við um bankana.

Leyf mér að útskýra. Með aukinni áhættu hækkar ávöxtunarkrafa. Það er einmitt það sem gerðist. Þetta skuldabréfasafn (sama hvaða safn við veljum) hækkaði um nokkra áhættuflokka á 2-3 mánuðum og því jókst ávöxtunarkrafa þess umtalsvert. Þegar ávöxtunarkrafa hækkar á bréfum með föstum raunvöxtum lækkar endursöluverð þess í takt. Nú veit ég ekki hvaða duration var á hverju safni fyrir sig en ávöxtunarkrafa hvers safns hefur greinilega hækkað nægjanlega til að lækka verðið um helming.

Annað sem er áhugavert að benda á í þessu samhengi. Þegar lánin voru færð bjó svo við að ríkið þyrfti að færa öllum bönkunum nýtt eigið fé til að greiða fyrir þessi eignasöfn. Það held ég að sé aðal ástæðan fyrir því  verðið var eins lágt og raun ber vitni - ríkið samdi við sjálft sig um að borga kröfuhöfum bankanna lítið fyrir bestu lánin, í þeim tilgangi að þurfa að leggja minna eigið fé í bankana og láta þá rekast með hagnaði fyrstu árin til að gera þá söluvænni.

Eitt að lokum áður en ég gubba úr leiðindum. :) Nú munu bankarnir sameinast þrotabúum sínum og hvað sem þeir greiddu fyrir þessi lánasöfn núllast út (nema í tilfelli Landsbankans). Því er tilgangslaust að tala um að kröfuhafarnir hafi fengið afslátt á lánunum sem þeir keyptu af sjálfum sér. Hljómar þetta ekki kjánalega?

Aliber, 16.3.2010 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband