Afnám fjármagnstekjuskatts
22.3.2010 | 14:39
Hví er fjármagnstekjuskattur ekki afnuminn með öllu ef þetta reynist satt?
Hvað er það við kaup og sölu hlutabréfa sem veldur því að það flokkist sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur? Eru einhver rök önnur en þau að ríkið græði meira þannig?
Eru fjármagnstekjur ekki þegar maður hefur tekjur af fjármagni sínu og launatekjur þegar maður fær greitt fyrir vinnu? Hver er þá munurinn á því að fá greiddan arð úr fyrirtæki eða hagnað á sölu hlutans?
Þetta er gjörsamlega fáránlegt. Erfitt er að sjá tilganginn með því yfir höfuð að hafa fjármagnstekjuskatt, hví ekki að rukka 50% skatt á allar tekjur eins og laun? Það væri talsvert einfaldara að vera ekki með þennan málamyndaskatt sem ekkert fellur undir sem kallast fjármagnstekjuskattur.
Maður spyr sig, hví ekki að þjóðnýta allar jarðir, fyrirtæki og eignir á Íslandi og fara í sjálfsþurftarkommúnismabúskap og hætta þessum bölvaða feluleik. Ríkið er komið hálfa leið nú þegar - hvað á þetta hik að þýða? Drífið í þessu!
Ég kysi alvöru kommúnista fram yfir kommúnista í skítugri jafnaðargæru hvenær sem er.
bless,
ÓS
Hagnaðurinn skilgreindur sem launatekjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Athugasemdir
Rökin eru þau að hann var starfsmaður fyrirtækisins á þessum tíma og þessi hlutabréfakaup voru hlunnindi sem fylgdu starfinu. Þetta voru ekki almenn hlutabréfakaup, voru á gengi sem öðrum bauðst ekki og engin áhætta fyfir viðkomandi. Í raun var þetta kaupauki.
Guðný (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.