Loksins góðar fréttir af íslensku bönkunum!
25.4.2010 | 21:46
Frábærar fréttir berast úr öskunni. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2007 sem nokkur fjárfestir annar en aðilar tengdir stærstu eigendum bankanna sýnir íslenskri fjármálastofnun áhuga.
Mikið er merkilegt hve reynt er að baða þennan áhuga í neikvæðu ljósi. Hér eru erlendir fagfjárfestar sem sýna íslenskum banka áhuga. Er það alslæmt? Er nú ólíðandi og óviðeigandi að erlendir aðilar sýni íslenskum eignum áhuga og bjóði eigendum þeirra gott verð fyrir? Hví í ósköpunum er Hlíf Sturludóttir að amast yfir því að menn falist eftir að kaupa hennar kröfu? Vill hún frekar þurfa að sitja uppi með hugsanlega verðlausa kröfu með engin tilboð og enga möguleika á að losa fjármuni? Ég hreinlega skil hvorki upp né niður í kjökrinu í henni.
Erum við komin á það plan að allir sem vilja stunda viðskipti við Íslendinga hljóti að vera hrægammar sem séu í leit að feitum bita á góðu verði?
Það er öllum ljóst að kröfuhafalistar liggja fyrir þeim sem eiga kröfur, þ.a. aðilar sem eiga kröfu í bankann geta séð hverjir aðrir eigi kröfu í bankann líka - þetta vita allir og viðskiptanefnd líka.
Vonum að þessi áhugi sé upphafið á auknum áhuga á Íslandi eftir þriggja ára skógargöngu.
mbk,
ÓS
Sitja um kröfur í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hvað meinar þú?
Skilanefndin lætur vogunarsjóð hafa upplýsingar um stöðu mála sem ekki einu sinni ráðherrar vita um er eitthvert vit í þessu?
Sigurður Haraldsson, 26.4.2010 kl. 01:57
Sigurður: svo ég endurtaki mig, ,,Það er öllum ljóst að kröfuhafalistar liggja fyrir þeim sem eiga kröfur, þ.a. aðilar sem eiga kröfu í bankann geta séð hverjir aðrir eigi kröfu í bankann líka - þetta vita allir og viðskiptanefnd líka."
mbk,
ÓS
Aliber, 26.4.2010 kl. 10:35
Skil bara ekki hvernig er hætt að vera með kröfu í banka sem er búin að gjalðþrotta. Ef eitthvað er dautt þá er ekkert eftir. Bara minningar.
Andrés.si, 26.4.2010 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.