Ekki sömu leið og Landsbankinn?
9.5.2010 | 17:32
Ritstjórn Morgunblaðsins passar sig að tala eins og Kaupþing hafi verið eini bankinn sem fór á hausinn árið 2008. Það að Landsbanki bláu handarinnar hafi farið enn hressilegar á hausinn, og tekið hina tvo með sér í fallinu er ritstjórn Moggans óviðkomandi.
Eða er þetta e.t.v. vel dulbúið hrós til Kaupþingsmanna, að Bretar óttist að Santander fari ,,bara" á hausinn eins og Kaupþing en ekki eins hressilega og Landsbankinn sem kallaði yfir sig hryðjuverkalög og ónýt samskipti gamalla vinaþjóða.
Maður spyr sig.
kv,
ÓS
Santander sömu leið og Kaupþing? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.