Skrípaleikur saksóknara
11.5.2010 | 23:20
Sérstakur saksóknari hefur ekki lagt fram ákæru á hendur Sigurði og getur því ekki krafist framsals frá Bretlandi. Það er vel vitað hvar hann á heima og ekkert mál að fara til Sigurðar og handtaka hann ef rök eru fyrir því. Vandamálið er bara það að Bretar krefjast góðra ástæna fyrir handtökum og framsali. Það að menn séu einungis grunaðir dugar skammt þegar engin ákæra eða dómur hafa verið birt.
Þess vegna virðist sú ákvörðun hafa verið tekin að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði, til þess eins að sýna fram á að menn séu ,,ekki að gefa neitt eftir" og sefa þannig almúgann, og VG. Sigurður hefur sagst koma til landsins á fimmtudag og ekkert bendir til þess að hann standi ekki við það.
Á hinn bóginn er það þannig að menn með alþjóðlegar handtökuskipanir á sér geta ekki stundað viðskipti. Hreiðar, Magnús og félagar sem hafa verið handteknir síðustu daga eru úr leik í alþjóðlegum viðskiptum það sem eftir er.
Óþægilegur grunur leitar að mér að þetta sé runnið undan rifju SJS nokkurs, en hann lýsti því yfir að aðilar tengdir hruninu ættu ekki að koma að viðskiptum framar, hvernig svo sem því yrði komið við. Með því að þrýsta á Ólaf Þór að drita út handtökuskipunum hingað og þangað er verið láta þá kröfu Vinstri Öfgrænna rætast.
Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en allt lyktar þetta af einum stórum fjölmiðlasrikus - t.d. hvernig stendur á því að allar upplýsingar leka út jafn óðum til fjölmiðla, orðréttar tilvitnanir í leyniskjöl, nafnbirtingar á handteknum áður en fjölskyldumeðlimir vita af handtökum o.fl. Nú hafa 11 manns verið kærðir (ath kærðir, ekki grunaðir) fyrir vændiskaup. Ekki hafa þeir verið nafngreindir eða hnepptir í gæsluvarðhald. Er það vegna þess að ekki þarf að bola þeim aðilum úr viðskiptum? Eða er það ef til vill vegna þess að sérstakur saksóknari fer ekki með þeirra mál og getur því ekki lekið neinu í DV?
Er sérstakur saksóknari rangnefni? Ætti hann að heita sérstakur fjölmiðlafulltrúi óskhyggjuyfirvalda?
mbk,
Interpol lýsir eftir Sigurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það er greinilega ástæða fyrir því að þú skrifar ekki undir nafni. Þvílíkt rusl og kjaftæði.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 00:03
Sæll 'Þorgeir'. Þakka uppbyggilega athugasemd.
Ég er skráður ábyrgðarmaður síðunnar með kennitölu og nafni. Heiti Ólafur Stefánsson eins og þú getur séð með því að smella á 'um höfund', en þú varst ef til vill of æstur og móðgaður til að sjá þann hnapp.
ÓS
p.s. hver er annars þessi greinilega ástæða?
Aliber, 12.5.2010 kl. 00:14
Ef þetta er Ólafur Stefánsson fyrirliði handboltalandsliðsins og SJÁLFSTÆÐISMAFÍÓSI er þetta blogg stórfrétt því hann því þá að skipa sér í lið með varðhundunum sem Eva Joly sagði að myndu spretta fram um leið og handtökur á útrásravíkingunum hæfust.
Bubbi er húsbóndahollur hundur, Jakob Frímann og Ólafur Arnarsson líka auðvitað ásamt þessum sem allir vissu um.
Ertu Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í hanbolta?
Þór J. (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 01:44
Þú ert fífl. Interpol er ekki djók asninn þinn. Þetta eru mjög alvarlegir glæpir sem þessir skíthælar hafa framið.
Óli (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 02:19
Sæll Ólafur,
Sigurður er á alþjóðlegum handtökulista Interpol. Í því felst ekki dómur, hvorki af eða á. Handtökur fara yfirleitt fram áður en dómur fellur þar sem menn eru settir í gæsluvarðhald, ýmist vegna þess að það er í þágu rannsóknar eða þeir eru taldir hættulegir umhverfi sínu. Eftir því sem ég hef lesið þá var Sigurði gert að mæta í yfirheyrslu og hann mætti ekki. Þá var gefin út handtökuskipun á hann sem var síðan send Interpol. Þetta er hvorki ný aðferð né fréttnæm.
Á vef Interpol er sérstaklega fjallað um fjársvik og þar með talið pýramídasvik eins og þau sem íslensku bankarnir stunduðu. Þarf engum að koma á óvart að það verði farið að taka þessa menn föstum tökum, sem komu upp einni stærstu fjársvikamyllu sögunnar.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 12.5.2010 kl. 03:13
Vá !
Þvílíkt bull blogg !
Að vera að reyna að bera í bætifláka fyrir svona ræningja !
Lestu á Interpol hvaða ákjærur eru þarna á ferð !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 06:01
Þór J.: Hvað koma íþróttir málinu við? Nei ég efast um að ég verði valinn í landsliðið næst þegar það spilar.
Óli: Kannski er ég fífl, en ég sagði aldrei að Interpol væri djók. Hinsvegar benti ég á nokkur atriði sem benda til þess að sérstakur saksóknari sé að vinna í þágu pólitískrar rétthugsunar en ekki réttlætis.
Arnór og Birgir; Ég skoðaði síðu Interpol, þeir meta ekki lögmæti ákærurnar - sérstakur saksóknari hefði alveg eins getað sakað Sigurð um nammiþjófnað og andfýlu, það hefði allt farið á síðu Interpol.
Ég hef enga hagsmuna að gæta í máli Sigurðar og hinna bankamannanna. Málið er bara að ég er hræddur um að Ísland sé að breytast í land þar sem aðilar sem ekki eru þóknanlegir stjórnvöldum fái á baukinn án dóms og laga.
kv,
Aliber, 12.5.2010 kl. 08:11
Þú ættir að hafa vit á að skammast þín fyrir þetta bull í þér.
Þú eret kanski eithvað tengdur þessum skríl.
Guðni Sigmundsson, 12.5.2010 kl. 08:12
Arnór: Viðbót, eru menn eftirlýstir af interpol þegar vitað er um hvar þeir eru niðurkomnir? Nú hefur reyndar komið í ljós að Sigurður ætlar ekki að koma á morgun eins og hann hafði áður sagt og því rök fyrir alþjóðlegri handtökuskipun sterkari.
mbk,
Aliber, 12.5.2010 kl. 08:16
Það vill nú reyndar til að það er augljóst hverjum sem vill skoða það með hlutlausum hug að það eru lögmennirnir sem leka upplýsingum. Ef þér hefðuð nú skoðað bakgrunn þeirra sem starfa hjá sérstökum saksóknara og reyndar langflestra lögreglumann landsins þá hafa þeir allir óbeit á Steingrími J. eftir að hann mætti niður í bílageymslu Alþingis í janúar 2009 í mijum óeirðum og vildi fresla sitt fólk úr höndum lögreglu.
Þannig að þessi samsæriskenning þín heldur hvorki vatni né vindum. Ef þú skoðar kröfu sérstaks, sem var augljóslega lekið af lögmanninum Karli Axelssyni starfsfélaga jóns Steinars, þá sést um hvað málið snýs. Auðgunarbrot án hliðstæðu í íslensku réttarfari. Hvað er því til fyrirstöðu að réttvísin beiti þeim úrræðum sem hún getur beitt skv. lögum og kvittað er fyrir af 1 héraðsdómara og tveimur hæstaréttardómurum? Það eru miklir hagsmunir af því að þessir menn gangi ekki lausir og geti dreift því til annarra sakborninga hvernig sönnunargögnin í málinu eru borin undir þá og vitni í rannsókninni. Augljóslega var allur fjölmiðlasirkusinn í Baugsmálum til þess fallinn að hafa áhrif á rannsóknina sem á endanum eyðilagðist vegna þess að sakborningar samræmdu framburði sína með aðstoð lögmannanna og höfðu áhrif á vitni.
Grímur (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 09:19
Guðni: Eru þetta einu rökin gegn minni gagnrýni á sérstakan saksóknara? Að ég hljóti að vera e-ð tengdur þessum aðilum fyrst ég hafi eitthvað að setja út á störf saksóknara?
Ég er að gagnrýna sérstakan saksóknara og stjórnvöld, ekki verja einhverja sakborninga sem ég þekki ekkert til...
kv,
Aliber, 12.5.2010 kl. 09:33
Grímur: Loksins einhver sem svarar og reynir ekki að hlaupa undan með upphrópunum. Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér.
Aliber, 12.5.2010 kl. 09:38
samsæriskenningar eru alltaf skemtilega ruglaðar.
Sjír þú hóffar þá er rökrétt að álykta að um hesta sé að ræða EKKI sebrahesta.
Pétur Eyþórsson, 12.5.2010 kl. 11:40
Ólafur Stefánsson þetta er hvorki Já eða Nei svar: "Hvað koma íþróttir málinu við? Nei ég efast um að ég verði valinn í landsliðið næst þegar það spilar."
Viltu vinsamlegast svar mér með einföldu Já-i eða Nei-i.
Ertu Ólafur Stefánsson handhafi íslensku fálkaorðunnar og silfurverðlaunahafi frá því á Ólympíuleikunum.
Já eða Nei???
Þór J. (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 14:11
Þór J.: Hvað kemur íþróttaiðkun mín skoðunum mínum við? Á ég að gefa þér upp skóstærðina mína líka? Hverra manna ert þú annars, afhverju segir þú mér ekki hver pabbi þinn er fyrst?
Aliber, 12.5.2010 kl. 15:32
Ert þú á því að reiði almennings sé bæði vafasöm og kynduð af óréttlátum kröfum? Jafnvel óréttlát ?
Finnst þér að þessir herramenn eigi að halda áfram að fjárfesta eftir það sem á undan er gengið ?
Íslendingar töpuðu eigin fé, fengu verðbólgudrauginn í stóru veldi, töpuðu sparnaði í lífeyrissjóðum og landið missti stóran part af orðspori sínu erlendis.
Eru þessir upptöldu staðreyndir það léttvægar að handtökur orsakavaldanna hljóta að vera byggðar á annarlegum forsendum einmanna stjórnmálamanna í örvæntingafullri atkvæðaleit ?
Ef það er þín skoðun þá virði ég hana, en ég fullyrði að þú ert annaðhvort illa upplýstur eða vel fóðraður.
Bestu kveðjur.
runar (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:41
Það fylgir því gífurleg ábyrgð að vera opinber persóna og fyrirmynd barna í þessu landi og hafa svo svona sick skoðanir. Þú ert m.a. að gera lítið úr vinnubrögum sérstaks saksóknara með þessum afbökunum þínum og vörnum fyrir landráðamennina.
Ég held samt að þú getir ekki verið sá Ólafur Stefánsson því þótt hann sé Sjálfstæðisdindill og fremur barnalegur í misheppnuðum tilraunum sínum til að vera háfleygur og heimspekilegur að þá er hann ekki heimskur eins og sá sem hér skrifar er augljóslega.
Munurinn á mér og Ólafi er að það fylgir því samfélagsleg ábyrgð fyrir hann að tjá sig um þessi mál.
Annars barnalegt að geta ekki svarað einfaldri spurningu og sýnir í raun og veru bara hversu sorglegt eintak af manni þú ert.
Þór J. (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 17:45
Rúnar, ég geri einungis kröfu um það að fólk fái hlutlausa meðferð í dómskerfinu. Hvort sem það eru nauðgarar, fjárglæframenn eða saklausir og óháð almenningsáliti. Dómsmál eru ekki vinsældarkeppnir.
Þór J. Villtu ekki bara fara og kommenta á eyjunni eða barnalandi... Mér líður illa að lesa svona grenj og bull þar sem þú ræðst á persónu mína (sem þú veist ekkert um) vegna skoðana minna um réttarfar og málatilbúnað á Íslandi. Mér þykir frekar 'sick' að þurfa að lesa eftir þig athugasemdir um einhvern handboltamann og hans stjórnmálaskoðanir - sem greinilega fara ekki saman við þínar 'vinstrikommagrænuelítutrjáfaðmaraskoðanir' eða hvaða hjörð svo sem þú eltir í stjórnmálum.
Þakka þér fyrir, ég held að ég skrái mig úr greindarprófinu sem ég átti bókað. Því þú ert búinn að mæla greind mína mjög nákvæmlega fyrir mig, á ískyggilega nákvæman og fljótlegan hátt. Þú ættir að leggja þetta fyrir þig, annarsstaðar.
p.s. þú svaraðir ekki hvers son þú værir, hræsnari.
Aliber, 12.5.2010 kl. 20:21
Það er af og frá að SJS eða aðrir pólitíkusar séu að þrýsta á sérstakan saksóknara... samsæriskenning sem stenst bara alls ekki... barnaleg...
Ég er hinsvegar sammála þeirri skoðun að þeir útrásarvíkingar sem verða fundir sekir um glæpi fái ekki að reka fyrirtæki á Íslandi um ófyrirsjáanlega framtíð...
Brattur, 12.5.2010 kl. 21:42
Hvílíkt sorgleg mannvera sem þú ert.
Eyðir fullkomlega málefnalegri athugasemd af því þú getur ekki annað en svarað henni beint.
Þú ert augljóslega bara lítill kall. Aumur lítill auðvaldsdindill, rökþrota og mállaus afæta.
Þór J. (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 23:20
Þór Jóhannesson: Engum athugasemdum hefur verið hent, annars væru allar þínar í ruslinu...
En ég ítreka að þú ættir að athuga með þessa og þessa síðu, þar gætir þú fundið þig betur í kommentakerfinu. Með þín lýsingarorð og fýsibelgsorðalag.
Þú ert eflaust ágætis kall en það er greinilega eitthvað sem knýr þig til að ausa fúkyrðum yfir ókunnuga í skjóli nafnleyndar svo ég hvet þig til að gera það annarsstaðar nema þú getir fært rök fyrir máli þínu inn á milli fúkyrðanna.
kveðja,
Aliber, 14.5.2010 kl. 13:07
Hahah, engum athugasemdum eytt.
Lyginn í þokkabót. Jæja, útskýrir margt.
En ennþá hefur þér tekist að hegða þér eins og fimm ára óþekkum krakka og neitar að svara.
Einföld spurning. JÁ eða NEI?
Þór J. (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.