VG hnykklar vöðvana

Þingflokkur Vinstri Grænna heldur áfram með miðstýringarhyggjuna sem hefur komið meira og meira í ljós á síðustu vikum og mánuðum.

VG hækka skatta, VG banna erótískan dans, VG  setja aldurstakmörk á ljósabekki, VG vilja grípa fram fyrir hendur dómstóla eftir hentisemi og nú vilja þau koma í veg fyrir viðskipti á grundvelli þjóðernis. Hvað er næst á dagskrá? Fara pólitískir andstæðingar að hverfa?

Öfgavinstri-armur Vinstri Grænna hefur verið að lyfta lóðum. Hann er farinn að hnykkla og vill fá sínu framgengt. Mér er spurn, viljum við búa í landi þar sem ríkið handvelur þá sem mega stunda bissnes og þá sem mega það ekki? Viljum við að reglum um viðskipti og verslun sé hliðrað í þágu pólitískrar rétthugsunar og fegurðarskyni?

Fyrst búið var að leyfa einkaaðilum að fjárfesta í orkuiðnaði á Íslandi og nokkrir innlendir fagfjárfestar hafa átt hluti í orkufyrirtækjum, hver er þá munurinn að leyfa erlendum aðilum að gera slíkt hið sama? Eru útlendingar allir af hinu illa og ,þekkja ekki séríslenskar aðstæður'? Ég hreinlega sé ekki muninn að kanadískt fyrirtæki eigi hlut í fyrirtæki eða aðilar úr Kópavoginum.

Ég verð að viðurkenna það. Ég er orðinn virkilega hræddur við ríkisstjórn Steingríms. Þau eru að nýta sér þessa erfiðu tíma sem við erum að vinna okkur í gegn um, notfæra sér meðvirknina í þjóðinni, til þess að breyta reglum samfélagsins eftir sínu höfði. Ég er logandi hræddur um að samfélag eftir þeirra höfði verði samfélag hafta, banna, skatta og einangrunar. Allt í boði VG.

kv,

ÓS


mbl.is Óviðunandi að erlent fyrirtæki eignist HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tad stendur skyrt i rannsoknarskyrslunni ad nakvæmlega tessi hugsun vard bønkunum ad falli! SEB matti ekki kaupa hlut i bankanum tvi tad var ovidunandi ad gefa erlendu fyrirtæki of mikid vald i islensku fyrirtæki....

Hvernig fannst ykkur annars islendingarnir hafa styrt sinum fyrirtækjum sidastlidin 5 år? Svo vel ad enn se best ad loka utlendinga algjørlega uti?

Elsa (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 21:35

2 identicon

Elsa-- eh...

Það skaðar engan þegar banki fer á hausinn því þá er viðskiptamönnum gert kleyft að taka út peninginn sinn eða millifæra á annan banka ** úr höfuðbók þ.e.a.s. (það er á ábyrgð viðskiptavinarins ef hann notar sjóðsbréf).

Nóg með það. Fyrirtæki er fyrirtæki og ef það fer á hausinn þá fer enginn annar á hausinn en sjálft fyrirtækið og þá er möguleiki að gera tilboð í framleiðsluna fyrir annan aðila. Ef fyrirtæki er í einkaeigu þá mun fall þess ekki hafa áhrif á aðra nema það sé einokunarfyrirtæki, eða !! í eigu ríkis<-?????????????????? Ef svo er þá þarf ríkið að skera niður, oh shit, og hækka skatta, oh shit, o.fl. sérðu muninn núna Elsa eða ertu of þröngsýn að þú bara getur engan vegin skilið?

Því meiri einokun, því meiri vandamál. Því meiri ríkiseign, því hærri skattar, því meiri niðurskurður, því meiri gjaldeyrisjöft, því meiri óþarfa lagabreytinga og áfram heldur það. Hugsandi aðeins til Rússlands, það er enn í molum eftir einokuna sem ríkið þar hafði yfir öllu saman. Ef að eiinhver einokar stóran hluta af lífsþörfum þjóðar og lendir svo í vandamáli, skuldum til dæmis, þá máttu biðja til guðs þíns í þeirri von að þú lifir það af. En hey bíddu, erum við ekki ákkurat í þannig vandamáli nú þegar? Ó já ríkið átti Landsbankann og tók ábyrgð á skuldinni :S

Think with your brains people!

hfinity (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 22:42

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Hef aldrei skilið þá heimspeki að það sé betra fyrir almenning að borga aukalega fyrir eitthvað svo að einkafyrirtæki geti grætt á því.

En auðvitað er fólk svo helvíti heimskt og gráðugt að það talar með öllu svona, og gefur algjörlega skít í það hvernig það mun koma niður á hinum almenna borgara í formi hærra vöruverðs og verri þjónustu. Andskotans kapítalisminn er að ganga af siðmenningunni dauðri.

Tómas Waagfjörð, 17.5.2010 kl. 22:57

4 identicon

[quote]Hef aldrei skilið þá heimspeki að það sé betra fyrir almenning að borga aukalega fyrir eitthvað svo að einkafyrirtæki geti grætt á því.[/quote] ??? Hver á þá að framleiða vörur sem þjóðin þarf á að halda til að lifa? Ríkið? Það er enginn aukepeningur í gangi þó að þjónusta sé í eigu einkaaðila.

[quote]Andskotans kapítalisminn er að ganga af siðmenningunni dauðri.[/quote] Ath! Bandaríkin er ekki eina þjóðin sem til er, ehm. Til eru fleiri þjóðir sem ganga vel eins og til dæmis Japan.

Vandamál siðmenningunnar er Ríki og afskiptasemi ríkis í málum sem þeim kemur ekkert við. Ríki þetta ríki hitt, alltaf er það ,,æi látum bara ríkið gera það&#39;. Heilalaus maður kemst á þing án vandræða, á heilalaus maður að sjá um velferð þjóðarinnar? Nei, frekar skal láta lítinn hóp af vel færnum mönnum sem vilja vinna sína vinnu með ákafa og öryggi.

hfinity (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 23:39

5 identicon

Afsakið 2l post + afsakið BBcode æðið mitt.

Tómas, ég gleymdi að segja líka að þetta kemur ekki kapítalísma við. Ég vildi frekar að hann færi og að Liberty kæmi eða Free-Market kapítalísmi

hfinity (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 23:43

6 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ég skil þitt viðhorf, frá því að þú fæddist þá hefur þér verið talið trú um að núverandi ástand sé það eina sem geti gengið og allt annað sé af hinu slæma.

En eins og þú sérð þá er kerfið byggt upp til þess að hrynja reglulega eftir tímabil rosalegrar verðbólgu.

Er ekki tími til kominn að átta sig á því að þetta er einfaldlega ekki að ganga upp og fara að velta fyrir sér öðrum möguleikum í stað þess að vera berja hausnum við vegginn aftur og aftur.

Þó að við þekkjum ekkert annað þá er ekki þar með sagt að það sé best, það er ekki einu sinni gott.

Tómas Waagfjörð, 18.5.2010 kl. 00:11

7 identicon

Tómas ?, þú hlýtur að vera að misskilja eitthvað. Ég uppalinn að núverandi ástand sé best og bla, ha? Ef ég skil heiminn rétt þá hefur aldrei verið neitt til sem heitir frjáls markaður eða markaðsfrelsi og öll ríkisstefnu kerfi sem hafa verið prófuð farið í vaskinn.

Kannski þú hefur misskilið þegar ég minntist á Japan en það var bara til að minna á að það virðist vera eina kapítalísma ríki sem virðist ganga sem best og það er útaf því að þar er minna um afskiptasemi ríkis á markaðnum og meira um einkaeign.

Ég gaf upp að hægt væri að gefa markaðsfrjálsan kapítalísma eða hoppa yfir í líbertarísma, sástu það ekki, eða er ég að misskilja þig misskilja mig?

hfinity (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband