Jón sparkar í liggjandi bændur
17.5.2010 | 22:47
Hvað eiga bændur sem nú eru að bregða búi vegna öskufalls að gera? Þurfa þeir að sitja á ónýttum kvóta sínum til áramóta vegna geðþáttaákvörðunar Jóns Bjarnasonar?
Þetta er ótrúleg ákvörðun, sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem eru í dag á landinu vegna náttúruhamfara, að leyfa bændum ekki að selja kvóta sinn þegar margir eru nauðbeygðir af náttúrunni að hætta búsap. Jón er að bæta gráu ofan á svart hjá þeim sem eru í hvað verstri stöðu - maðurinn sem hefur sjáfur sagt að hann vilji auka matvælaframleiðslu á landinu.
Merkilegt.
Öll viðskipti með mjólkurkvóta stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Takið eftir því að Jón segist vilja geta ákveðið hámarks bústærð hjá bændum. það er ekki logið upp á kommana með forræðishyggjuna, vilja drepa niður duglega bændur enginn má skara framúr allir eiga að vera litlir og lepja dauðan úr skel. Já VG er flokkur fullur af fólki sem þolir ekki duglegt fólk eins og þeir bændur eru sem reka stór bú.
HH (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 23:48
Bændur sem reka stór bú eru þrælar bankana vegna skulda sem þeir hafa stofnað til út af kvótaverði.
Sigurður Haraldsson, 18.5.2010 kl. 01:55
Það er ekki hægt að bera saman mjólkurkvóta og fiskveiðikvóta. Annað er réttur til að framleiða en hitt er réttur til að nýta náttúruauðlind.
Það er mörg stórbýli á landinu sem skulda ekki krónu. Einnig eru margir bændur sem eiga ekki líter af mjólkurkvóta sem eru þó þrælar bankanna. Því er hæpið að kvótanum sé um að kenna.
Aliber, 18.5.2010 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.