Frekjukast áhættufíkla

Nú er það bara þannig að þeir sem tóku lán í erlendri mynt tóku meðvitaða gengisáhættu.

Það var varað við henni, það man ég vel og því tók ég ekki lán í erlendri mynt. En ef að það á að ríkisvæða áhættuna þá kannski fer maður bara að dauðsjá eftir því að hafa ekki drekkt sér í skuldum til að fjármagna æðisgengið neyslufyllerí.

Tilmæli Seðlabankans og FME eru sanngjörn og eðlileg og góð millilending á meðan enn ríkir réttaróvissa í málinu. Lántakendur erlendra lána munu njóta svipaðra kjara og þeir sem fóru varlegar og tóku lán í þeirri mynt sem þeir hafa tekjur í (ISK).

Ég veit að það er gríðarlega óvinsælt á meðal háværra seggja að tala svona en það er samt þannig að skuld hverfur ekki, og eigi að afskrifa gríðarháar upphæðir af þessum lánum verður það sótt til m.a. mín, skattgreiðanda sem tók ekki lán í erlendri mynt.

Að lokum vil ég benda á að Seðlabankinn og FME eru einfaldlega að fara eftir lögum sem gilda í landinu, 18. og 4. grein laga um vexti og verðtryggingu þannig að hysteríska dramakastið sem margir bloggarar eru að taka núna um lögbrot ríkisvaldsins til handa fjármögnunarfyrirtækjanna gildir ekki alveg.

M.b.k.

Sá gamli.


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gengisáhætta er ekki það sama og áhætta vegna fasískra vinnubragða kommúnistastjórnarinnar á Íslandi. Fjármálastofnanir geta ekki farið eftir þessum tilmælum án þess að brjóta lög.

Kristinn (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:05

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú ert djarfur að birta svona skoðanir innan um alla bullukollana sem hoppa og skrækja um bloggheima.

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.6.2010 kl. 14:05

3 Smámynd: Sveinn Sigurður Kjartansson

Magnað hvað þú ert hugrakkur að taka svona stórt uppí þig... ó, alveg rétt, þú kemur víst ekki fram undir nafni. Ég held að skrif þín segi meira um þig en fólk sem tók gengistryggð lán og dæmi sig sjálf.

Sveinn Sigurður Kjartansson, 30.6.2010 kl. 14:22

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sérkennilegt hvað margir stuðningsmenn þessara glæpsamlegu stjórnsýslu þora ekki að koma fram undir nafni.

Líklega eru þetta bankamenn með drulluna uppá bak, eða "stórfjármagnseigendur" sem þáðu allt sitt fulltryggt á kostnað almennings/skattgreiðenda, í boði fyrri ríkisstjórnar.

Kristján H Theódórsson, 30.6.2010 kl. 14:24

5 Smámynd: Aliber

Bloggið er á nafni ábyrgðarmanns og ég heiti Þórður Ingi Guðmundsson.

Væri til í að fá athugasemdir sem snúa beint að innihaldi færslunnar.

Takk fyrir pent.

Aliber, 30.6.2010 kl. 14:28

6 identicon

Það er kannski ekkert skrítið að þú fáir engin svör sem snúa að innihaldi færslunnar.

Þú segir að þeir sem tóku erlend lán séu allir vitleysingjar á neyslufylleríi?  Þú segir að þetta sé frekjukast áhættufíkla?  Bíddu, gilda ekki lög í þessu landi, og á ekki að fara eftir þeim?   Ef ég kaupi mér heróín og sprauta mig með því og drepst, er ég þá bara hálfviti og á að verðlauna þeim sem seldi mér heróínið því þetta var jú bara allt mér að kenna?  Nei minn kæri það eru lög sem gilda og ber að fara eftir.

 Svo veit ég ekki betur en að þeir sem tóku þessi erlendu lán hafi bara verið að fylgja skynseminni.  Af hverju ekki að taka lán á lægstu mögulegu v öxtum, er það ekki skynsamlegast?  Áttu fólki að óra fyrir því að sama stofnun og sór fyrir það að það væri ekkert skynsamlegra en að taka erlent lán væri að taka stöðu gegn krónunni og væru vísvitandi að upphefja afurð sem þeir sjálfur bjuggu til vitandi að hún væri ólögleg? 

 Hmmm... þú minn kæri ættir að draga höfuðið út úr rassgatinu á þér, því þú ert uppfullur af skít.

Hér gilda lög og reglur, og ef þér finnst að lögin gildi bara yfir suma og þegar henta þá hefur siðferðið eitthvað klikkað í uppeldinu hjá þér? 

Nenni ekki að eyða meiri orku í þessa vitleysu sem gubbast upp úr þér.

Hilmar (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:48

7 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Ríkisstjórn sem brýtur vísvitandi á Stjórnarskránni er fallin, henni ber tafarlaust að víkja þvi hún getur ekki haft umboð til að starfa fyrir þjóðina þvi umboðið felst í þvi að starfa skv Stjórnarskránni.

Því er það mitt mat sem lögdindils að Ríkisstjórnin hafi nú með þvi að samþykkja tilmæli Seðlabanka og Fmr sagt af sér

Steinar Immanúel Sörensson, 30.6.2010 kl. 14:49

8 identicon

Það er greinilegt að þegar rök þrjóta þá er reynt að skipta um umræðuefni... 

Ég persónulega er orðinn langþreyttur á vælinu í fólki sem tók gegnislán og segja að tapið sé ekki þeim sjálfum að kenna.

Það má benda á það að gjaldeyrislán í eðli sínu lækka gengi gjaldmiðilsins, fall krónunar er því að hluta til vegna okkar sem tókum slík lán. Þetta á helst við um neyslulán eins og bílalánin. 

Þegar lánið er tekið þá eru keyptar krónur fyrir gjaldeyri og því hækkar gengi krónunnar vegna aukinnar eftirspurnar. Þegar kemur svo að því að greiða lánið þá þarf að kaupa gjaldeyri aftur sem veldur lækkun krónunnar vegna söluþrýstings. Þannig að þegar fólk hætti að taka lánin og fór að greiða af þeim fór krónan að síga og lánin að verða óhagstæðari.

Smá pæling.

Ólafur S (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:49

9 Smámynd: Aliber

Hilmar.

Já, ef þú kaupir þér heróín þá ertu ekkert sérstaklega skynsamur. Er neyslufíknin jafn sterk og heróín fíkn?

Almennt gilti það einnig að það voru bílasalar sem seldu fólki þessi lán, en þar fyrir utan að þá er fólk fjárráða og á að kynna sér til hlýtar áhættur sem fylgja jafn mikilli skuldbindingu og milljóna lántaka er. Það sama gildir um lán og innlögn inn á reikninga með háa vexti samanber peningamarkaðssjóðina, ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það sennilega of gott til að vera satt.

Vitna síðan í athugasemd Ólafs S. til að svara restinni frá þér.

Aliber, 30.6.2010 kl. 15:00

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kanski ert þú Aliber einn af þessum skelfilegu einstaklingum sem hafa lagt eitthvað inn á bók gegnum árin. Að skulda er dyggð að spara er synd á Íslandi nútímans. Þeir sem eiga eitthvern sparnað á bók eru nú kallaðir fjármagnseigendur. Gott að fá eina færslu sem styngur í stúf við kórinn.

Finnur Bárðarson, 30.6.2010 kl. 15:38

11 identicon

Það er ekki nema sjálfsagt, Þórður Ingi Guðmundsson, að reyna að ræða þetta mál á vitrænum nótum.

Þú segir réttilega að það hafi verið varað við gengisáhættu varðandi verðtryggð lán. Þú getur þess hins vegar ekki að áhættan var metin á bilinu 10 - 20% - og þótti það í flestum tilfellum viðunandi fórnarkostnaður.

Þú nefnir ekki heldur að það voru íslenskir bankar sem tóku meðvitaða stöðu gegn krónunni og keyrðu hana niður um 40 - 50% 2008, til að sýna sýndarhagnað bankanna. Þetta gerðu bankarnir án þess að meðvirkar ríkisstofnanir hreyfðu hönd né fót til að koma í veg fyrir atlöguna.

Þú lætur þess einnig ógetið að vanhæf ríkisstjórn hljóp til og setti bráðabirgðalög í skjóli nætur til að bjarga fjármagnseigendum í Hruninu 2008 meðan lántakendur máttu eta það sem úti fraus. Þessi gjörningur kostaði íslenska ríkið 200 milljarða og setti Seðlabankann á hausinn.

Að sjálfsögðu lætur þú þig engu varða þó að tæplega tveggja ára þrotlaus barátta lántakenda gegn ofurvaldi löggjafarvalds og framkvæmdavalds skilað að lokum sigri í Hæstarétti með óvéfengjanlegum fullnustudómi. Þessi dómur tekur af öll tvímæli um rétt lántakenda.

Þér gæti ekki staðið meira á sama þótt inngrip ríkisvaldsins í dóm Hæstaréttar sé á skjön við stjórnarskrána og grófleg atlaga að dómsvaldinu í landinu.

Mótmæli lántakenda gegn augljósu broti ríkisvaldsins á nýfengnum rétti þeirra afgreiðir þú sem "frekjukast áhættufíkla" og svo kallar þú eftir "athugasemdum sem snúa beint að innihaldi færslu þinnar."

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 17:27

12 Smámynd: A.L.F

Ég sé það að spilltri stjórninni hefur tekist vel upp með þig þar sem þú sýnir ekki samstöðu með samþegnum þínum heldur setur þig á háan hest.

Hvernig er að vera hengdur upp á þráð spiltrar stjórnar og dansa eftir því hvar hún tosa í spottana?

A.L.F, 30.6.2010 kl. 17:33

13 Smámynd: Aliber

Finnur: Jájá, hef nurlað saman örlitlu sparifé frá því um fermingu og sat á mér á meðan fasteignamarkaðurinn þandist út og var greinilega í óeðlilegu ástandi, mér er grimmilega refsað fyrir þessa hegðun núna.

Hilmar: Þrýstingur á krónuna var ekki að öllu leyti bönkunum að kenna, þó svo að þeir hafi verið þátttakendur á gjaldeyrismarkaði. Það hafði verið talað um það í langan tíma að krónan væri alltof sterkt skráð, þó svo að svo mikil gengislækkun hafi ekki verið í kortunum en alþjóðlega kreppan átti sinn skerf í umfanginu. Bráðabirgðalögin skelfilegu björguðu sparifé t.d. sparnaði ellilífeyrisþega, eða átti að segja þeim að éta það sem úti frýs?

Þú kallar dóminn óvéfengjanlegan, hví þá þessi réttaróvissa? Hvað með 18. og 4. grein laga um vexti og verðtryggingu? Ég reyndar veit ekki hvort þú ert lögfræðingur en gríðarlega lögfróðir menn virðast poppa upp eins og gorkúlur um gervalla bloggheima þessa dagana.

Þegar fólk sem spennti bogann um of með því að skuldsetja sig í botn til að fjármagna utanlandsferðir og dótakaup hverskonar heimtar niðurfellingar og afslátt af öllu saman kalla ég það frekjukast. Þessi hópur er til en einhverra hluta vegna er gjörsamlega bannað að minnast á það. Og þegar athugasemdir snúast um meint nafnleysi og ekkert annað hlýt ég að kalla eftir efnismeiri umræðu.

A.L.F.: Ég er ekki á nokkurn hátt tengdur einum einasta stjórnmálaflokki og kaus hvorugan þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn, en mér finnst meiriháttar að láta toga í minn spotta.

Aliber, 30.6.2010 kl. 17:44

14 identicon

Menn sögðu að krónan væri of hátt skrifuð og ætti eftir að leiðrétta sig, samt tók fólk þessi lán. Ég verð að viðurkenna að ég er bæði með verðtryggt og gengistryggt lán, en glætan að ég ætlist til að fá skuldina niðurfellda eins og mér sýnist fólk vera væla um. Fólk lætur eins og það hafi dottið í lukkupottinn og ætlast til að almenningur taki á sig 100 miljarða svo hægt sé að afskrifa skuldir þess. Það vill sem sagt sitja eftir með bílana, fellihýsin, hjólhýsin, raðhúsið og hlutabréfin allt skuldlaust, og almenningur á að borga.

Fólk hefur farið varlega í að gagnrýna þessa frekju af því maður veit að margir hafa farið illa út úr hörku lánadrottna, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera frekjan og yfirgangurinn í þessu fólki. Ef samningur er ólöglegur, þá þýðir það að það verður að gera annan samning, þú getur ekki bara valið að hafa samninginn þannig að allur skaðinn lendi bara öðrum aðilanum í skaut. Ég er annars hissa á að fleiri skuli ekki taka til máls. Pétur Blöndal var hreinskilinn, Mörður Árna sömuleiðis, en aðrir þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu þora ekki að segja það sem þeim finnst, ja nema þeir séu hluti af þessu fólki sem vill fá lánin niðurfelld og halda eignunum sem þau keyptu fyrir lánin.

Valsól (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 17:48

15 identicon

Rétt Valsól, fólk þorir ekki að segja hug sinn í þessu máli að ótta við að vera tekið af lífi. Heikvíslahjörðin vill brenna bankana og sparifjáreigendur í leiðinni.

Bjöggi (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 18:32

16 Smámynd: A.L.F

Þórður ég spurði ekkert um hvaða flokki þú fylgdir.

Heldur hvernig væri að vera einn af þeim sem hefur látið stjórnin blekkja þig. Þó svo að 5% lántakenda hafi verið að spenna bogann of hátt á það ekki við um hnn 95%.

Ég borgaði t.d. hlemingin út í mínum bíl, 900þ og tók svo  900þ. kr lán. Ég er ekki að fara fram á að fá neitt gefins eða neina niðurfellingu enda hef ég borgað mitt lán allan tímann þó svo að afborganirnar hafi tvöfaldað sig og lánið standi núna í 1700þ.

En það er búið að dæma gengistrygginguna ólöglega og því verða lánin LEIÐRÉTT. Það fær engin neitt gefins við þessa leiðréttingu.

Og nú komum við að því sem mér finnst mikilvægast. Ég stóð allan tímann við minn hluta lánasamningsins, ALLAN TÍMANN. Því eru engar forsendur fyrir því að breyta neinu nema því sem var dæmt ólöglegt í samningnum, önnur ákveðið eiga að standa óbreytt nema dómstóll dæmi annað.

Verði það dæmt að hægt sé að breyta vöxtunum fer ég í mál, hvers vegna?

Jú því þá lít ég svo á að samningnum við mig hafi verið sagt upp án þess að ég hafi brotið minn hluta og því engar forsendur fyrir því að rifta samningnum.

 Það er tími til komin að þessi þjóð standi saman ósundruð og hætti að óttast það að Gunna eða Jón í næsta húsi "græði" meira en einhver annar.

Það er komin tími til að íslendingar hætti að láta spillta stjórnmálamenn sundra okkur svo hægt sé að stunda rányrkju á landinu áfram.

A.L.F, 30.6.2010 kl. 19:39

17 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Voru það ekki bankarnir sem voru áhættufíklar? Voru það ekki bankarnir sem komu á markaðinn með þessi lán? Voru það ekki bankarnir sem sáu fljótlega eftir að lánin voru markaðssett að hagnaðurinn væri lítill og tóku stöðu gegn krónunni þannig að hún féll og bankarnir græddu á tá og fingri? Voru það ekki bankarnir sem komu öllu hér á kaldann klakann þannig að fjölskyldur þurftu að hrökklast frá heimili og eigum, fyrirtæki fóru á hausinn vegna þeirra, fólk missti vinnuna í þúsundatali o.s.frv. Voru ekki eigendur bankanna með ýmsar lánaflækjur fyrir sig og sína, rændu og rupluðu eigum almennings? Hæstiréttur hefur dæmt, en nú á að verja ræningjana. Svo skrifar þú og þínir líka um lántakendur sem áhættufíkla og tillögu Seðlabankans eðlilega og sanngjarna! Hvernig samfélag er þetta eiginlega sem við búum í?

Edda Karlsdóttir, 30.6.2010 kl. 19:47

18 identicon

Ótrúlegt! fólk er að væla yfir þessum vöxtum... veit ekki betur en að ég hafi tekið lán í íslenskum þar sem ég lét ekki bílasalann segja mér e-ð um lán frekar en ég lét píparann taka út rafmagnið hjá mér. Þetta varð til þess að ég þurfti að taka á mig 20,1% vexti þegar það var verið að reyna að hægja á neyslusýki bjánana sem keyptu sér tjald eða þ.e.a.s. fellihýsi á margar millur jú eða fjórhjól á nokkrar til að draga það :)

Segjum að einhver kaupi sér þriggja ára gamlan Land Cruiser á 7 millur hvað er það mikið á mánuði miðað við 0% vexti óverðtryggt næstu sjö árin?
Það eru rúmar 83.000.- á mánuði? Hver eru svo meðallaun?

Segiði svo aftur að þjóðin hafi ekki verið á neyslufylleríi og þeir sem hengu í þessum gengistryggðu hafi ekki verið á mesta fylleríinu...

Erlent lán = meiri áhætta og þess vegna lærri afborganir til að byrja með = kaupa meira... mikklu meira!

Kristján (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 21:16

19 identicon

Hilmar, Aliber Valasól.

Það gætir misskilnings í máli ykkar.

Það var als engin gjaldeyrir nokkurntíma keyptur í sambandi við þessi myntkörfulán og áhrifin á krónuna því engin.

Munið svo að lögin frá 2001 sem að fjármagnseigendur reyndu að setja útá og fá felldar út málsgreinar í eru að langmesti leyti eftir Davíð Oddson.

 Fjármagnseigendur taka þrátt fyrir það áhættuna á að lána peningana þó þeim sé ljóst að slíkt sé ólöglegt.

 Bankarnir taka svo stöðu gegn krónunni, fella gengið að reikna sér ofsalegan gróða á kostnað lántakendanna.

 Valasól.

Ekki er hægt að gera annann samning nema að gera þá upp núverandi samning og þar stendur hnífurinn í kú.... nei almenningi.

 Eins og margsinnis hefur komið fram í dag að þá eiga lántakendur að njóta vafans skv hæstaréttardómi, reglum EES og stjórnarskránni og allar ályktanir er máttminni ráðamenn setja nú eru þessvegna í hættu við að stríða gegn stjórnarskrá og skapa því ríkinu beint skaðabótaskildu.

Ekki láta út úr ykkur að bankarnir egi á hættu að falla ef þeir fá ekki uppgreiddann stökkbreyttann höfuðstól sem aldrei var gert ráð fyrir (allavega ekki í samningum sem lántakanda voru birtir).

Einnig verður fólk að muna að þó að verðtryggingin sé óréttlát er hún enn sem komið er lögleg.

 Það eru gengistengd lán og útreikningar þeirra ekki!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 23:04

20 identicon

Þó svo gengistryggð lán séu ólögleg, þá hverfa ekki lánin. Þannig að það verður að gera annan samning eða breyta þessum. Ef fjármálafyrirtækin una ekki við þessa niðurstöðu og lántakendur una heldur ekki við hana, þá verður að semja upp á nýtt og eðlilegt að það verði á grunni venjubundinna lána sem býðst öðrum almenningi í þessu landi. Eða finnst þér það sanngjarnt að einn hópur í þjóðfélaginu, fái sérstaka sérmeðferð?

Valsól (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 00:29

21 identicon

Þórður (Aliber) greinarnar sem þú vísar í (18.gr og 4gr. laga 38/2001) taka einmitt til núverandi stöðu (3gr. kemur með):

3. gr. Almenna vexti skal því aðeins greiða af peningakröfu að það leiði af samningi, venju eða lögum. Vexti skal greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjalddaga.

4. gr. Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.

18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt. 

Varðandi 4gr: Engar upplýsingar skortir um hundraðshluta eða vaxtaviðmiðun samninganna. Ekki var fundið að neinu í samningsgerðinni nema tengingunni við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Í svokölluðu Þráinsmáli þar sem dómur féll 16. Júní 2010 í hæstarétti kom þetta einmitt svo klárlega fram, enda staðfesti hæstiréttur dóm héraðsdóms.

Varðandi 18.gr: Greinin snýr að skyldum kröfuhafa skuldarinnar gagnvart skuldara við oftöku vaxta eða endurgjalds. Hún hefur ekkert með skuldara að gera að öðru leyti.

Valsól: Lánin sem slík eru ekki ólögleg, tengingin við dagsgengi erlendra gjaldmiðla er það. Samningarnir voru ekki dæmdir ólöglegir eða ógildir, hvorki að hluta né í heild sinni. Lánin hverfa einmitt ekki, kröfuhafar fá allt sitt og sýnt hefur verið fram á að með afsláttum "nýju" fínu bankanna okkar á einmitt gengistryggðu lánunum úr þrotabúum "gömlu" bankanna hafi þessu nýja áfalli verið mætt fyrirfram.

Georg Friðriksson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 08:30

22 Smámynd: Aliber

Georg. Þannig að það eitt ólöglegt ákvæði fellir bara það ákvæði niður en ógildir ekki samninginn? Þar fyrir utan, hefur ekki mikið verið rætt um sanngirni og réttlæti síðustu misserin? Hvernig er þetta sanngjarnt http://www.visir.is/fimmtiu-milljardar-faerast-a-neytendur/article/2010402622484 ?

Það sem knúði mig til að skrifa færsluna er að með þessari aðgerð væru þeir sem tóku mestu áhættuna að fá stærstu verðlaunin.

Það er hvorki sanngjarnt né er réttaróvissunni algerlega eytt.

Aliber, 1.7.2010 kl. 09:28

23 Smámynd: Billi bilaði

Þú ert dálítill bullukollur.

Billi bilaði, 1.7.2010 kl. 10:12

24 identicon

en viðbrögð stjórnvalda hafa einnig verið hysterísk, þá sérstaklega tilmæli SB og FME. Mér er einnig spurn hverju það breytir að hafa peninginn í mínum vasa heldur en hjá lýsingu?

Ég er engin hagfræðingur eða viðskiptfræðingur heldur sé þetta ef til vill bara með augum barnsins.

Sá afgangur sem yrði á milli nýju afborgunarinnar og þeirrar gömlu munu flestir ef ekki allir nýta til neyslu hjá íslenskum fyrirtækjum sem munu þar af leiðandi geta staðið við sínar skuldbindingar gagnvart þessum fjármögnunarfyrirtækjum sem annars þyrftu að sækja í þrotabú fyrirtækjanna sem færu á hausinn því þau eru að sligast undan afborgunum þessara sömu fjármögnunarfyrirtækja.

arnar (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 10:43

25 identicon

Óskar Guðmundsson: Það voru reyndar mikil viðskipti með gjaldeyri, þótt einstaklingarnir sem tóku lánin hafi ekki verið látin sjá um það.

Auðvitað voru gjaldeyrislán á bakvið samningana. Hvernig áttu lánafyrirtækin annars að bjóða svona lága vexti þegar stýrivextir í krónum voru eins háir og þeir voru?

Við hverja afborgun tóku lánafyrirtækin krónurnar og skiptu þeim í gjaldeyri til að greiða af sínum lánum - sem hefur sömu áhrif og ef einstaklingarnir hefðu gert það...

kveðja,

Ólafur S (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 11:06

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

18.gr. vaxtalaga gefur augljóslega heimild til að endurreikna lán og miða við vexti á hverjum tíma sem getið er í 4 gr.  Má sjá alveg í athugasemd við 18 g.:

Um 18. gr.  Fyrri málsliður þessarar frumvarpsgreinar er samhljóða 1. málsl. 28. gr. gildandi vaxta laga. Hér er mælt fyrir um það að teljist samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lán veitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti ólögmætur sé sá samningur ógildur og hafi endurgjald verið greitt beri kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Þá segir að við ákvörðun endurgreiðslu skuli miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við geti átt."

Sjá má að vísað er í 28 gr. fyrri vaxtalaga frá 1987.  Þar kemur alveg kristalskýrt fram hvað átt er við með ákvörðun endurgreiðslu.  Nefnilega að miða eigi við það sem er umfram opinbera útgefna lágmarksvexti.  þ.e. gefin heimild til að endurreikna lánið. (er þarna 29.gr. var breytt 89 í 28.gr.  Skiptir engu)

[27. gr.]1)

     Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ólögmætur er sá samningur ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Oftekna vexti fram að gjalddaga skuldar skal þá miða við það sem er umfram hæstu auglýstu útlánsvexti viðskiptabanka og sparisjóða á hliðstæðum lánum á þeim tíma er til skuldar var stofnað."

Lagatæknar eiga nú leik.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2010 kl. 11:35

27 Smámynd: Aliber

Vel spilað Ómar. Sýnist þetta staðfesta réttmæti aðgerða Seðlabankans og FME.

Billi. Takk!

Aliber, 1.7.2010 kl. 11:52

28 identicon

Sjáiði nú til Ómar og Þórður, 18.gr. laga 38/2001 snýr að skyldum kröfuhafa gagnvart skuldara við endurgreiðslu oftekinna vaxta en hefur ekkert með skuldara að gera að öðru leyti. 18.gr vísar í 4.gr. þar sem einmitt kemur fram að seðlabankavexti skuli nota þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin. Allir þessir samningar sem um ræðir hafa tiltekna vaxtaviðmiðun.  Sanngirni er huglæg. Það sem einum finnst sanngjarnt þarf öðrum ekki að finnast, og allra síst í peningamálum. Ég minnist þess ekki heldur að farið hafi mikið fyrir sanngirnisumræðunni þegar gengið gossaði og lán tugþúsunda fóru til fjandans. Lög eru ekki huglæg, eftir þeim er dæmt og eftir þeim er okkur uppálagt að fara. Varðandi punktinn: "Þannig að það eitt ólöglegt ákvæði fellir bara það ákvæði niður en ógildir ekki samninginn?" þá kemur til gr. 36 í lögum nr. 7/1936 um samninga:  36. gr. [Samningi víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig, [sbr. þó 36. gr. c].1) Hið sama á við um aðra löggerninga. Í 36.gr.c kemur fram: "Við mat á því hvort samningur skv. 1. mgr. sé ósanngjarn skal líta til atriða og atvika sem nefnd eru í 2. mgr. 36. gr., m.a. skilmála í öðrum samningi sem hann tengist. Þó skal eigi taka tillit til atvika sem síðar komu til, neytanda í óhag."                                                   Seinni tíma uppákomur geta ekki skert rétt neytanda samkvæmt greininni.
                                                                                                                     
Í 36.gr.b kemur svo fram: Komi upp vafi um merkingu samnings sem nefndur er í 1. mgr. 36. gr. a skal túlka samninginn neytandanum í hag. Það má kippa út hlutum samninga og láta restina standa. Hafi bankar og aðrar peningastofnanir samið af sér þá hlýtur það að vera þeirra vandi. Samninga skal túlka neytendum í hag og ekki er hægt að ganga á rétt neytenda vegna atvika sem gerast eftir að samningar eru gerðir.  Þetta með áhættusækni þeirra sem tóku gengistryggð lán í góðri trú virðist öðru fremur vera sagt af einhverskonar öfund margra, opnist möguleikinn á einhverskonar leiðréttingu í samræmi við nýfallna dóma. Ef gengistenginin er ólögleg þá er hún það einfaldlega. Ég hugsa að fáir mundu slá hendi á móti afnámi verðtryggingar á sínum gömlu krónulánum, ef hún reyndist ekki standast lög. Leitið álits lögfræðinga á títtumræddri 18.gr. laga 38/2001. Ég hef gert það.

Georg Friðriksson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 13:47

29 identicon

Takk fyrir að skrifa þessa færslu þótt það þyki dauðasök í netheimum að skrifa á þessum nótum.

Ég er einmitt á 14 ára gömlum bíl og maðurinn minn á 12 ára bíl sem við eigum að fullu og með mjög hóflegt íbúðarlán. Ég þorði ekki á sínum tíma að taka gengislán fyrir neinu þar sem allar mínar tekjur eru í ÍSK. Nánast allir sem ég þekki og eru í erfiðleikum vegna gengistryggðra lána spenntu bogann of hátt að mínu mati. Ég á pínu erfitt með að vorkenna þeim með að lánin þeirra verða reiknuð samkv. lágmarksvöxtum SÍ með eða án verðtryggingar. Þetta hef ég nefnilega þurft að búa við árum saman. Mér fyndist þó í lagi svosem að vextirnir sem samið var um á þessum lánum myndi halda sér enda erfitt kannski að breyta því en verðtryggingin reiknuð ofaná. Þá væri þetta fólk samt að borga minna en ég af mínu íslenska láni.

Anna (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 14:27

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei þetta er kolrangur skilningur á 18. grein.  það kemr fram í athugasemdum við greinina hvernig á skilja hana:

,,Hér er mælt fyrir um það að teljist samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lán veitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti ólögmætur sé sá samningur ógildur.."

Og í framhaldi að lánveitandi skuli endurgreiða það sem oftekið er og þá skli fara þannig að að:

,, við ákvörðun endurgreiðslu skuli miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við geti átt."

Þá byrj sumir að lesa bara 4.grein sem hefst á hvað skuli gera ef ekki eru tilgreindir % vextir o.s.fv.

Þetta r ekki rétt aðferðarfræði.  Tilvísunin til 4 greinar ber að skilja sem tilvísun almennt í lágmarksvexti sem tilgreindir eru í 4. grein.  Lágmarksvexti með eða án verðtryggingar.

Meginefni og andi laganna er augljóslega um þetta er að ofan er lýst. Endurreiknun láns og miða við lágmarksvexti.  Til að hæt sé að ákvarða hve mikið lánveitandi á að endurgreiða lántaka - er engin leið önnur en endurreikna lánið og miða við vexti er vísað er á í 4.grein vaxtalaga.  Þetta hangir allt saman.  Lánveitandi-lántaki.

Enda er það stafað fram í vaxtalögum frá 1987.  Stafað fram:

,, Oftekna vexti fram að gjalddaga skuldar skal þá miða við það sem er umfram hæstu auglýstu útlánsvexti viðskiptabanka og sparisjóða á hliðstæðum lánum á þeim tíma er til skuldar var stofnað."

Heldur fólk að ef átt hafi að fella eða gjörbeyta þessu ákvæði í vaxtalögum 2001 - að þá hafi ekki verið minnst á slíkt?!  Auðvitað hefði það verið gert. Orðalagið frá 2001 ,,ákvörðun endurgreiðslu"  ber að skilja á þann hátt sem stafað er fram í lögum frá 1987.

Varðandi það er kemur fram í 36.grein um samningalög eða ógildingu samninga og byggt á tilskipun 93/13, það met eg svo að eigi ekki við fyrirmælin í vaxtalögum um endurreiknun láns miðað við lágmarksvexti.  Við getum tekið aðra umræðu um það, afhverju svo er ekki.

Varðandi sérstaklega um ,,að túlka beri samninga neytendum í hag" þá á það ekkert við bara hvaða túlkun sem er!  það er átt við ef orðalag í samningi er óskýrt eða á torræðu máli og deilur rísa um hvernig skilja beri ákvæði samningsins.  Það á ekkert við i þessu tilfelli.

Menn eru að fara svo fram úr sér í þessari umræðu að það hálfa væri nóg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2010 kl. 15:07

31 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég vil að nöfn þeirra 100 einstaklinga sem að fengu hæðstu innistæðutrygginguna greidda verði birt. Sú litla prósenta fólks sem fékk mest af þeim fjármunum sem fór í trygginguna er skandall. Það þarf líka að vera fullvissa um að engir sem þar eru hafi komið að lagasetningunni því þá eru þeir vanhæfir til verksins. Ég óska síðan en og aftur þeim sem eru með gengistryggð lán til hamingju að hafa haft þolinmæði og kraft í baráttuna vona að við með verðtrygginguna öðlumst þennan þrótt líka. Síðan finnst mér alveg ótrúlegt að heyra í fólki sem er tilbúið að samþykkja lögbrot vegna þess að fé kemur við sögu.
Það er mikið talað um það að ef réttlætið nái fram að ganga þá þurfum við hinir að borga. Ef það nær ekki fram að ganga þá þurfa þeir lántakendurnir að borga allan brúsann. Ég veit ekkert um það enda ekki hagfræðingur og trúi auk þess ekki staf af því bulli sem að nú dynur yfir okkur.

En frá mínum bæjardyrum þýðir þetta einfaldlega að þeir sem ekki vilja að réttlætið nái fram að ganga eru tilbúnir að fórna því fyrir peninga. Við skulum aftur á móti minnast þess að réttlæti fyrir aðra í dag getur orðið réttlæti fyrir okkur á morgun

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.7.2010 kl. 17:37

32 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er algjörlega sammála þessari færslu Þórður Ingi.

Takk fyrir mig.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2010 kl. 17:41

33 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón A.

Fólk er almennt ekki að mótmæla dómnum sjálfum. Gengistryggðu lánin voru ólögleg. Það kom skýrt fram í dómi hæstaréttar.

Hinsvegar er álitamál hvaða vexti taka við. Og Þórður Ingi, Ég og fleirri eru sammála því að Íslensku vextirnir gætu verið sanngjörn lausn. Enda kemur þetta frá Seðlabanka Íslands þar sem starfa 150 manns og fjöldi hagfræðinga.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.7.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband