20% fjármagnstekjuskattur keyrir upp leiguna
17.8.2011 | 13:19
Einföld skýring; ég þarf að leigja út íbúðina mína 20% yfir kostnaðarverði til að geta greitt fjármagnstekjuskatt... Ég myndi glaður rukka minna ef ég gæti en ríkið þarf víst að fá sitt frá okkur 'fjármagnseigendum'.
Við sem getum ekki selt íbúðir á stundinni þurfum því að rukka leigu fyrir ríkið líka.
kv,
Einbýlishús til leigu á tæpar 6 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Fyrir daga Steingríms í embætti fjármálaráðherra þá var greiddur 10% fjármagnstekjuskattur af leigutekjum. Þá greiddust kr. 10.000 af hverjum 100.000 í leigu en nú er sú fjárhæð komin upp í 14.000 af hverjum 100.000 þannig að hækkun fjármagnstekjuskatts á eigendur leiguhúsnæðis eru 40% Þetta bætist við þá óðaverðbólgu sem búin er að vera og er ennþá til staðar sem hækkar áhvílandi lán á íbúðum og afborganir þeirra verulega. Þessi hækkun er því algjörlega í boði Steingríms J. Sigfússonar sem á afar einfaldan hátt getur leiðrétt sinn þátt í þessu með því að í stað þess að 70% leigutekna sé stofn til fjármagnstekna þá verði það hlutfall lækkað í 50%
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.