Smekkleg umræða á netinu?
18.5.2012 | 21:27
Þeim gamla er létt að allt fór vel að lokum. Fréttaflutningur af þessari öryggislendingu voru ef til vill ýktir og er það umræða sem mætti að skaðlausu taka en eitt furðaði sá gamli sig á þegar hann flakkaði á netinu meðan á þessu öllu stóð.
Á meðan vélin hringsólaði úti fyrir Reykjanesinu og alls var óvíst um hvernig færi (ja nema fyrir þá sem sjá fram í tímann) gekk vitaskuld umræða um þetta mál á fésbókinni. Fólk gagnrýndi m.a. þennan æsifréttastíl. Ein þeirra sem gerði athugasemdir við fréttaflutning af þessu máli var sjálfskipaður siðferðispostuli netumræðunnar Hildur Lilliendahl sem tók saman albúm með ummælum manna á netinu undir heitinu "karlmenn sem hata konur". Æðislega krúttleg tilvísun í bókaheiti. Ummælin voru margskonar, mörg hver viðbjóðsleg, ósmekkleg en önnur öllu sakleysislegri. En þó öll sett undir sama hattinn. Hildur hins vegar lét fara í taugarnar á sér lagaval RÚV á meðan beðið var frétta af lendingu, ekki vel við Eagles virðist vera. En ein ummæli hennar stungu gamla meir en önnur, og dæmi nú hver fyrir sig.
Kannski er gamli óþarflega viðkvæmur og gamaldags en ummælin ,,Ég er eiginlega komin í fýlu og hætt að vera spennt fyrir flugslysi." eru í besta falli ósmekkleg þegar vélin er enn á hringsóli og alls óvíst um stöðu mála.
Sá gamli
Lent heilu og höldnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Flugslys lá aldrei í loftinu eins og RÚVarar hefðu mátt vita ef þeir hefðu tekið mark á viðbragðaðilum í staðinn fyrir að hæpa upp óvissu og óöryggi hjá landsmönnum.
. (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 22:02
Fréttaflutningur af þessu atviki er vissulega gagnrýniverður en það er kannski önnur umræða. Færslan snýst um hvort þessi ummæli hafi verið smekkleg á meðan viðkomandi vissi ekki meira frekar en aðrir sem fylgdust með fjölmiðlum.
Aliber, 18.5.2012 kl. 22:05
Já ég nenni ekki að spá í siðferðis- og smekklegheitalöggum. Hvort sem það ert þú eða Hildur.
. (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 22:14
Enda áhugasvið mannanna misjafnt eins og gengur og allt gott um það að segja.
Aliber, 18.5.2012 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.