Bull og vitleysa

Krónan styrkist um 8% í dag.

Rangt! Það eru höft á krónunni og því ekki eðlileg verðmyndun. Þessi viðskipti gefa enga mynd af jafnvægisgengi krónunnar. Ég er reyndar afar vonsvikinn að hún hafi ekki styrkst meira, þessi niðurstaða staðfestir grun minn að jafnvægisgildi krónunnar er í raun óþægilega ódýrt.

Það má líkja þessum viðskiptum við einstefnu. Sjáum fyrir okkur ef það væri sett einstefna á Miklubrautina og allar leiðir inn í miðbæinn. Svo kæmi frétt um kvöldið þar sem talað væri um hve miðbærinn væri vinsæll og allir hefðu streymt í miðbæinn og enginn vildi fara. Bull og vitleysa. Það að krónan hafi hækkað um einungis 8% í viðskiptum þar sem allir meiga kaupa en aðeins 3 aðilar selja (og þeir hafa afar takmarkaðan lager) segir að varan sé ekki verðmikil.

 Gott fólk. Dragið hausinn upp úr holunni og opnið augun. 

 kveðja,

sá bitri.


mbl.is Krónan styrktist um 8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband