Ástæða lækkunar FED

Fólk furðar sig hvers vegna FED lækkar stýrivexti á meðan þeim er haldið háum hér á landi. Skýingin er sú að í BNA eru menn að berjast við að örva hagkerfið og koma því upp úr þeirri lægð sem er skollin á. Það er gert með því að gera lánsfjármagn ódýrara og aðgengilegra fyrir banka og fyritæki. Ótrúlegt en satt þá er nú mikil hætta á verðhjöðnun í BNA sem er að sumu leiti jafn slæm og verðbólga.

Hér á landi er hinsvegar verið að berjast við verðbólgu, það er gert með því að hækka vexti í þeim tilgangi að styrkja gengi gjaldmiðilsins. Hærri vextir draga til sín fjárfesta sem vilja ávaxta peninga sína á háum vöxtum en taka á sama tíma gengisáhættu. Verð á innfluttum vörum ber ábyrgð á um 40% af neysluverðsvísitölunni og því er reynt eftir fremsta megni að styrkja gengi krónunnar í baráttunni við verðbólgu.

kv,

sá bitri


mbl.is Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á sama tíma hækkar verðbólgan með vöxtunum, því þeir fara beint út í verðlagið.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.12.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Aliber

Ég er ekki að leggja mat á stefnu seðlabankans, ég er einfaldlega að benda á að þessar stofnanir eru að nota sama stýritækið til að hafa áhrif á verðbólgu, önnur þeirra er að reyna að lækka hana á meðan hin að hækka.

kv, sá bitri

Aliber, 16.12.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband