Sá margt fínt, og margt ljótt þarna.
20.1.2009 | 17:46
Sá gamli mætti við alþingi til að sýna sig og sjá aðra.
Margir voru góðir í mótmælunum. Góð skilti og mikill hávaði. Var sérstaklega ánægður með gaurinn með trommusettið.
En, enn og aftur mætir fólk og grefur undan málstaðnum. Af hverju í ósköpunum þarf að hrinda lögreglumönnum og ögra þeim í sífellu? Er verið að mótmæla blásaklausum ríkisstarfsmönnum?
Ég sá grímuklædda einstaklinga hrinda lögreglumönnum, láta sér ekki segjast og almennt ögra þeim. Öskra síðan eins og krakki í frekjukasti þegar lögreglumaður grípur um handlegginn og reynir að draga viðkomandi í burtu. Hverju þjónar þetta?
Það sem var þó ljótast voru einstaklingar sem mættu með púðurkerlingar og kveiktu í og hentu í lögreglumenn. Það sá ég oft. Það er stórhættulegt, fólk slasar sig á þessu, þetta springur nefnilega. Af hverju að henda þessu í lögreglumenn?
En, að öðru leiti flott mótmæli. Mikill hávaði og það þurfti að fresta þingfundi.
M.b.k.
Sá gamli
Þjóðin var í Alþingisgarðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Skritið hversu þessar frásagnir af mótmælunum eru breytilegar. Sumir halda fram að þau voru eins og í himnaríki og að lögreglan réðust bara á mótmælendum á meðan þú virðist segja sannari frá og skoða þetta frá báðum hliðum. Það er ekki oft maðr sér þannig á þessu bloggi þannig ég segi bara kudos.
MacGyver, 20.1.2009 kl. 18:17
Sæll MacGyver.
Já, maður les blogg hjá sumum sem halda fram algeru sakleysi mótmælenda. En ef til vill stóðu þeir í miðjum hasarnum, í miðjum látunum getur verið erfiðara að sjá ljótu tilfellin, og sjálfsagt á það við um aktiva mótmælendur eins og ráðamenn þjóðarinnar að það getur verið erfitt að sjá bjálkan í eigin auga. Ég rölti mikið í kringum húsið og tók mér stöðu upp á girðingum eða steinum og horfði yfir og virti þetta fyrir mér. Lang lang flestir voru reyndar til fyrirmyndar. Háværir, gríðarlega háværir en beittu engu ofbeldi og voru ekki með þessar ögranir við lögreglu.
Sá gamli
Aliber, 20.1.2009 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.