Ályktun um ástandið
22.1.2009 | 08:08
Við hjá aliber-blogginu viljum koma á framfæri eftirfarandi ályktun:
Mótmælin við Austurvöll byrjuðu sem góð hugmynd og mættum við þangað til að fylgjast með og skoða aðstæður til að geta myndað okkur óháða skoðun. Hinsvegar hafa þessi mótmæli snúist upp í óeirðir og djöfulgang síðustu tvær nætur. Mótmæli þar sem mótmælendur og opinberir starfsmenn slasast og eru frá vinnu og fjölskyldu um skemmri eða lengri tíma eru ekki lengur mótmæli heldur óeirðir.
Við krefjumst þess að aðilar ábyrgir fyrir beinbrotum og gangstéttarhelluköstum og öðrum slíkum ,,aktivisma" verði færðir fyrir dóm og látnir taka út fulla refsingu fyrir sín brot ekki síður en strax.
Mótmæli eru eitt en aktivismi og óeirðir eru annað. Skýr mörk eru þar á milli og hvetjum við fólk til að fordæma þessar aðgerðir fárra afvegaleiddra einstaklinga sem bitna á fjöldanum sem vill koma skoðunum sínum friðsamlega á framfarir.
Lifið heil.
ÓS og ÞIG
(bitri og gamli)
Tveir lögreglumenn slasaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Gleymum svo ekki auka kostnainum af þessu öllu. Allur þessi lögregluher sem er væntanlega í aukavinnu er ekki ódýr og svo allar skemmdirnar á hlutum sem þarf að laga, bæði vinna og nýjir hlutir.
Hefur Ísland efni á þessum auka kostnaði?
Það þarf að taka niður kennitölur á þessu liði og senda þeim reikning fyrir þessu öllu.
-j (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 08:29
Ég fordæmi ofbeldi, hvort tveggja ofbeldi lögreglunnar og hinna sem svara ofbeldinu með meira ofbeldi. Langflestir mótmælendur mótmæla friðsamlega, meira að segja þótt þeir séu beittir ofbeldi af lögreglunni.
Ekki rugla "aktivisma" saman við óeirðir og ofbeldi. Beinar aðgerðir og borgaraleg óhlýðni "aktivista" geta verið óþægileg, hávær og stuðandi, en mega aldrei og eiga aldrei að snúast upp í ofbeldi.
Við megum ekki láta ofbeldi fáeinna vitleysinga skyggja á réttmætar kröfur mótmælenda og meiri hluta þjóðarinnar.
Því miður er líklegt að ástandið eigi eftir að versna enn meir á meðan stjórnvöld hundsa friðsamleg mótmæli síðustu 100 daga.
Svartagall, 22.1.2009 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.