Fullkomlega eðliegt
2.2.2009 | 10:12
Það er gaman að rifja upp að fyrrverandi skattstjóri hefur bent á þessar skattasmugur í fjölda ára en ráðuneytið ekkert gert. Þetta er eflaust fullkomlega löglegt sem þeir voru að gera, þótt fólki blöskri að hægt sé að eiga viðskipti við útlönd til að lækka kostnað.
Það er ekki hægt að æltast til að fyrirtæki í samkeppnisrekstri velji næst-ódýrasta kostinn. Þannig virkar bisness ekki. Hinsvegar er ámælisvert að löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið hafi ekki séð að sér og lokað þessum leiðum ef þær þykja svo óæskilegar og ósiðlegar.
Ég er ekki talsmaður Landsbankans eða neins annars brennimerkts fyrirtækis en þó skil ég fullkomlega að þau hafi valið að nýta sér skattaparadísir, það er einfaldlega ódýrara. Ég þekki ekki eðli þessara fjögurra félaga né hvað þau græddu á að vera skráð annarsstaðar en á Íslandi. Því get ég ekki lagt mat á hvort þessi viðskipti hafi verið lögleg og hvort fangelsa skuli þessa aðila eða hreinlega hrósa þeim fyrir að vera snjallir í viðskiptum. Læt því aðra um slíkt.
kv,
sá bitri
Fjögur félög á Tortola | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það bendir til þess að þeir sem fóru með þessi völd hafi verið þátttakendur í svindlinu.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:37
Hættu að vera bitur, er ekki komin alveg glæný ríkisstjórn sem ætlar að ná í peningana og frysta eigur og fl og fl.Nú á nefnilega að taka til hendinni skilurðu og þetta á alls ekki að geta komið fyrir aftur. Nú skaltu bara taka gleði þína á ný og treysta því að þessir gleðigjafar okkar leysi allan vanda á þessum að mér telst til rúmlega áttatíu dögum,já vertu bara kátur og farðu út að ganga eða eitthvað svo þú getir brosað framan í heiminn.
birnas (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:42
Já er þetta eðlilegt -
Mér þætti nú samt betra að fá einhverja opinbera skýringu frá Landsbankanum -
hvort sem er frá landsþjófnum eða betrungum hans
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 12:17
Frægur hagræðingur heitir þessu nafni, Aliber, talar þú fyrir hönd hans?
Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 13:28
Þú ert greinilega alinn í eftirfarandi hugsunarhætti, ég um mig frá mér til mín og skítt með alla hina, eða hugsunarhætti þeirra sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn. það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við það að menn stundi það að koma fé undan og borga ekki skatta, nákvæmlega ekkert.
Valsól (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 14:24
Bárður, bloggarar þessarar síðu (þeir eru fleiri en einn) tala nú bara fyrst og fremst fyrir sig sjálfa.
Valsól, þessi samlíking við Sjálfstæðisflokkinn er furðuleg, við höfum ekkert með hann að gera og við vitum ekkert um uppeldið á þeim sem þar síðan enda. Það má nú geta sér til um að það sé nokkuð fjölbreytilegt á milli heimila. Varðandi "ég um mig frá mér til mín og skítt með alla hina" fullyrðinguna þína, þá ættirðu ef til vill að lesa færsluna aftur í rólegheitum. Þetta er gagnrýni á löggjafarvaldið. Fyrirtæki sem slík hafa ekki siðferði heldur hámarka þau hagnað. Samfélög hafa siðferði og löggjafarvaldið sér um að framfylgja því. Þess vegna snýr gagnrýni þessarar færslu að löggjafarvaldinu en ekki fyrirtækjunum sjálfum. Hvar viltu annars draga siðferðismörk fyrirtækja? Af hverju framleiða fyrirtæki sígarettur? Eða skotvopn?
Fyrirtækin setja ekki leikreglurnar, þau fara eftir þeim.
Aliber, 2.2.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.