Google er vinur þinn

Ef þið viljið vita meira um skilyrði AGS og framvindu mála þarf ekki að leggjast í langan rannsóknarleiðangur.

Skoðið málið hér hér og hér.

Skohh! Var þetta ekki auðveldara en að láta hýða sig með leðuról? (Nema náttúrulega að það sé vilji fyrir hýðingunum, ég hef ekkert út á það að setja svosem)

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú lesið út úr þessu hvað gerist þegar kemur í ljós að við getum ekki endurgreitt lánið?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Aliber

Það er bara ekki víst Eva mín. Og ertu að tala um AGS lánið? Þetta sem liggur í geymslu í Bandaríkjunum og safnar vöxtum?

Aliber, 16.2.2009 kl. 23:25

3 identicon

Gott og vel, ég skal umorða þetta. Getur þú lesið út úr þessu hvað gerist EF kemur í ljós að við getum ekki endurgreitt lánið? Ég er þar að tala um lánið fá AGS sem enn hefur ekki verið notað en var að sjálfsögðu tekið vegna þess að ráðamenn telja nokkuð víst að við þurfum það.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Aliber

Jájá, eins og staðan er núna er gert ráð fyrir að við komumst út úr þessu um 2011. Við vinnum eftir áætlun sjóðsins, breytist eitthvað á leiðinni, kemur breytt áætlun.

AGS er ekki að fara að knésetja okkur, við erum stofnfélagar að þessum sjóð og margir íslendingar hafa starfað þar.

Ég geri mér grein fyrir því hversu auðvelt er að láta þennan sjóð líta illa út og myndir eins og Zeitgeist hafa farið eins og eldur um sinu, en það er því miður mjög margt vitlaust í þeim myndum báðum, sem ég nenni ekki að rekja í smáatriðum hér en sem dæmi má nefna að þessi bölvaða yfirtaka erlendra fyrirtækja sem er stundum nefnd hefur orðið til þess að hækka meðallaun og bæta aðbúnað starfsmanna í löndum sem hafa fengið aðstoð sjóðsins.

Sjóðurinn hefur gert mörg mistök og viðurkennt þau, og lært af þeim. Við skulum ekki mála skrattan á vegginn að óþörfu.

Aliber, 16.2.2009 kl. 23:53

5 identicon

Ég var að koma af borgarafundi þar sem hagfræðingur fór yfir stöðuna og samkvæmt hans útreikningum er útilokað að við ráðum einu sinni við að greiða vextina, hvað þá afborganir. Ég vil fá að vita hvað gerist ef hann reynist sannspár. Það er ekki hlaupið að því að fá þær upplýsingar.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:11

6 identicon

Við getum selt t.d. Landsvirkjum og Orkuveituna til að greiða vextina ef þeir reynast okkur of þungir. Svo gætum við selt framtíðartekjustreymi vegna einstaka virkjanaverkefna ef það dugar. Þá hrópa sumir að það væri aðför að sjálfstæði landsins, en einkavædd orkufyrirtæki eru rekin út um allan heim með góðum árangri. Hinsvegar þyrfti að vanda til rekguverks áður en farið væri út í slíkar aðgerðir eins og með alla einkavæðingu. Einnig væri hægt að selja veiðiheimildir út úr landinu.

Hinsvegar er afar ólíklegt að okkur takist ekki að greiða vextina af þessum lánum. Við gætum allt eins undirbúið okkur undir kjarnorkuárás eða risaloftstein. Það er endalaust hægt að velta fyrir sér ,,hvað ef" aðstæðum.

Ólafur (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:04

7 identicon

Hvernig finnur þú út að það sé líklegt að okkur takist að greiða vextina? Er líka líklegt að okkur takist að greiða afborganir?

En já, einmitt, við verðum að öllum líkindum neydd til að selja ríkisfyrirtæki, eins og kemur fram í  yfirlýsingu hópsins til fjölmiðla.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:34

8 identicon

Með því að draga úr ríkisútgjöldum t.d. með frestun vegaframkvæmda, byggingar 'hátækni'-sjúkrahúss, frestun óperuhússins og samdrætti í heilbrigðis og menntamálum verður nægur afgangur af skattekjum til að greiða vexti og einhverjar afborganir. Þetta er allt í áætluninni. Þetta verður sársaukafullt en gerlegt. Því fyrr sem niðurskurður hefst því auðveldar förum við í gegnum þetta.

Ef við af einhverjum ástæðum förum ekki eftir þessum leiðbeiningum þá gætu verðandi stjórnvöld 'neyðst' til að selja ríkisfyrirtæki. En það væri þá í kjölfar misheppnaðs niðurskurðar (t.d. með þvi að halda áfram með óperuhúsið) þar sem yfirvöld eyddu peningunum í einhverja vitleysu í stað afborgana. Því væru það í rauninni stjórnvöld sem 'neyddu' sjálf sig til að selja ríkisfyrirtæki, ekki sjóðurinn.

Þetta hljómar harkalegt en því miður er þetta raunveruleikinn sem við búum við. 

Ólafur (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:30

9 identicon

Samkvæmt útreikningum Haraldar L. Haraldssonar, dugar allur tekjuskattur Íslendinga ekki fyrir greiðslu af vöxtunum.

'Samdráttur' í heilbrigðis og menntamálum er sennilega ekkert annað en ávísun á einkavæðingu. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband