Kastað til höndum

Sá gamli hefur alla tíð verið mótfallinn því að senda inn uppgjafar stjórnmálamenn inn í seðlabankann. Einnig er hann lítt hrifinn af bankaráði þar sem þar sitja fulltrúar stjórnmálaflokkanna.

Það þarf að taka pólitík úr dæminu.

Seðlabankinn býr yfir nokkrum verkfærum. Eitt þeirra er trúverðugleiki hans. Þ.e.a.s. að markaðurinn trúi aðgerðum hans og markmiðum og hagi sér í samræmi við það. Fyrrverandi stjórnmálamenn sitja alltaf uppi með það að a.m.k. 60% (hér á landi) manna kusu þá ekki og trúa þeim því tæplegast. Það er því mikilvægt að í þetta starf veljist flekklaus (óflokksbundinn) embættismaður sem ráðinn er til lengri tíma þar sem markmið seðlabanka er langtíma stöðugleiki.

Ég hélt í fyrstu að markmið núverandi ríkisstjórnar væri að skapa trú og traust á seðlabankanum en það er ekki að reynast rétt, allavega tekst það afskaplega illa til.

Seðlabankinn og umræða um hann hefur breyst í málfundarfimleika og það á að keyra lög um hann í gegn með látum líkt og vatnalögin eða fjölmiðlafrumvarpið. Slíkt dægurþras er ekki til þess fallið að senda traustvekjandi skilaboð út í heim.

Annars finnst mér núverandi ríkisstjórn fara af stað með fullmiklu offorsi. Það er farið í hysterískar embættismannahreinsanir í eltingaleik við einhvern "rétt fyrir kosningar" popúlisma en ekkert gefið út um hvað breytist í raun og veru, annað en nöfn embættismanna.

Og dægurþrasið er með endemum. Íhaldið reynir að leika VG eins og þeir láta í andstöðu, fúlir og á móti öllu, en VG hefur ekkert hætt að vera í andstöðu gegn íhaldinu og samfylkingin tekur þátt í þeim leik. Svona líkt og þessir flokkar kunni ekkert annað en að ráðast á íhaldið.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Menntunarkröfur rýmkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband