Millistéttin
24.2.2009 | 21:03
Nú þegar okkur netbúum hefur tekist að afhjúpa þá ríkustu í landinu ber okkur borgaraleg skylda til að viðhalda uppteknum hætti og ekki láta þá sem reynast meðsekir sleppa úr greipum okkar. Búsáhaldabyltingin heldur áfram. Ekki skal staðar numið á meðan hreyfiorkan heldur okkur gangandi.
Millistéttin á Íslandi ber mikla ábyrgð á hruni efnahags landsins. Svo mikla í raun að næst ber að nefna landráð!
Hvað með allt fólkið sem býr í tug- og hundruðamilljónakróna einbýlishúsum sínum víðsvegar um landið, þó helst á suðvestur horninu og þá sérstaklega á Arnanesinu og Ægissíðunni? Þetta fólk hefur í krafti auðs síns tekið heljarinnar gjaldeyrislán til bifreiðakaupa, í mörgum tilfellum fleiri tugi milljóna á hvern bíl. Þessi lán valda gífurlegri veikingu krónunnar, þegar fleiri hundruð þúsunda króna eru flutt úr landi í hverjum mánuði til greiðslu hvers láns. Þetta er drifkraftur mikillar veikingar krónunnar og heldur verði hennar niðri.
Tíðar utanlandsferðir þessa fólks og kreditkortavelta þeirra erlendis ollu því að íslensku kortafyrirtækin neyddust til að flytja miklar fjárhæðir í gjaldeyri út úr landinu í hverjum mánuði - og eins og allir Íslendingar vita þá veldur útstreymi gjaldeyris falli krónunnar.
Nú er mál að linni! Við verðum að grípa til okkar ráða!
Ríkisstjórnin þarf að taka völdin og gefa gott fordæmi. Frystum eigur allra sem búa í einbýlishúsum eða hafa 50 milljónir í eignir umfram skuldir. Gerum mublur þeirra upptækar og seljum til útlanda til að fá galdeyri inn í landið. Allar bifreiðir sem hafa erlend áhvílandi lán skulu gerðar upptækar hið snarasta og seldar úr landi til að stöðva þessa endaleysu!
Þessir glæpamenn hafa í krafti auðs síns staðið að samsæri og stöðutöku gegn íslenskri alþýðu og Íslandi sjálfu á kostnað okkar sem minna meigum okkar. Þetta eru allt glæpamenn sem hafa ekki rétt á að búa á Íslandi. Best væri að gera þetta fólk útlægt og svifta það ríkisborgararétti umsvifalaust.
lifi byltingin!
sá bitri
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.