Sigmar og allt Kastljósliðið á námskeið til Hard Talk
24.2.2009 | 21:21
Óundirbúinn Sigmar mætti í viðtalið. Sagði Þórhallur ekki í dag að hópur manna hefði verið að undirbúa þetta viðtal? Síðan stamar hann um einhverja bindiskyldubreytingar og Davíð þarf að segja honum hvað hann á við!
Berið þetta viðtal saman við viðtal Hard Talk við Geir H. Haarde. Þar tókst spyrli að fá viðurkenningu Geirs H. á eigin mistökum
"Maybe I should have"
Hversu mörgum íslenskum fréttamönnum hefur tekist það?
Það er ekki nóg að koma með orðróm og upphrópanir af bloggsíðum.
Davíð mætti með gögn og skjöl, hann undirbjó sig eins og Sigmar hefði átt að gera.
Hrokinn í Davíð var þó fullmikill, þarna fór greinilega langþreyttur og pirraður maður. Er ég svosem ekkert hissa.
M.b.k.
Sá gamli
Helgi Magnús: Davíð sendi bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég legg til að breski blaðamaðurinn sem talaði við Geir verði fenginn til að tala við Davíð Þetta var alveg vita gagnslaust viðtal hjá Sigmar Davíð stjórnaði viðtalinu að mínu mati.
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:27
Held samt að þetta skilji Davíð frá flestum andstæðingum sínum. Hann vinnur sína vinnu! Megnið af þessari svokölluðu "byltingu" öskrar bara út í vindinn og veit ekkert hvað það er að tala um!
Davíð komst bara vel frá þessu... hrokinn var ekkert meiri en venjulega... ívið minni ef eitthvað er ;)
Gylfi (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:31
Davíð kom mjög vel út úr þessu viðtali, að mínu mati.
Kóngurinn veit hvað hann syngur...
Ingi Þór Hallgrímsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:33
Þakka innlitin.
Já, Davíð er enginn nýgræðingur í því að sitja fyrir svörum. Sjálfsagt veitt fleiri viðtöl í gegnum tíðina en Sigmar hefur veitt.
Kastljósið klúðraði þessu að mínum dómi. Skil ekki hvað Þórhallur var að fara þegar hann sagði að hópur fólks hefði unnið að undirbúningi þessa viðtals.
Davíð teymdi viðtalið áfram og stýrði því sem var talað um. Gerði Sigmar meira að segja vandræðalegan þegar hann fór að vitna í samtal þeirra fyrir viðtalið og spurði hann hvort hann hefði ekki mátt það. Sigmar roðnaði og varð kjánalegur.
Bara illa unnið í alla staði.
m.b.k.
Sá gamli
Aliber, 24.2.2009 kl. 21:46
Sammála, það var pínlegt að sjá hversu ílla undirbúin Sigmar var.. Eigum við ekki til fréttamenn sem geta beitt hlutleysri hörku við svona mikilvægar "yfirheyrslur?"
Marinó Muggur (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 22:02
Langar að bæta því við að Sigmar spurði ekkert um gagnrýni Tryggva Þórs á yfirtöku Glitnis. Það hefði verið rakið fyrir hann að grípa það á lofti þegar Davíð fór að vitna í Tryggva.
M.b.k.
Sá gamli
Aliber, 24.2.2009 kl. 22:20
Ég vil nú meina að Sigmar hafi bara staðið sig með prýði og mun betur en oft áður. Það verður að hafa í huga að Davíð getur byggt sín svör á gögnum sem hann, og þeir báðir hafa undir höndum en Sigamar þurfti að byggja sínar spurningar á órökstuddum fullyrðingum úr fréttum undanfari misseri sem ljóslega er ekki auðsótt mál.
Guðmundur Jónsson, 24.2.2009 kl. 22:28
Guðmundur.
Sigmar þurfti ekki að byggja spurningar sínar á órökstuddum fullyrðingum, en hann kaus að gera það. Það er kveikjan að þessari gagnrýni minni. Maðurinn veit ekki einu sinni um hvaða bindiskyldulækkun hann er að spyrja. Flestar spurningar hefjast á orðunum "menn eru að segja" í stað þess að grafa upp gögn um aðgerðir seðlabanka og vísa í þau.
Þetta er val fréttamannsins en ekki úrslitakostur.
m.b.k.
sá gamli
Aliber, 24.2.2009 kl. 22:33
Sammála, Þetta var klassískt dæmi um vonda fréttamennsku, hvar var undirbúningurinn og að hlusta á viðmælandann. Davíð hefði eins geta verið að halda áramótaræðu eins og forðum, engin fyrirstaða.Tækifærin á að snúa viðtalinu í eitthvað bitastætt voru fjölmörg, s.s. ummæli Davíðs um að þjóðin væri stórskuldug ef seðlabankinn hefði aukið gjaldeyrisvarasjóðinn. Hmmm hvar erum við stödd núna.Bindiskyldan á útibúin sem var lækkuð í mars í fyrra, þegar Davíð var búinn að vara við þessu í nokkra mánuði. Og svo auðvitað tilvitnunin í Tryggva.Sigmar kaus að vera fúll á móti í stað þess að taka á móti Davíð.
Stefán Skúlason (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:01
Ég mótmæli. Sigmar kom vel frá þessu viðtali. Hann var kurteis og spurði t.d. oft "en hvað fynnst þér um þessar fullyrðingar" en fékk bara til baka skítkast og sjálfsvorkun Davíðs. þegar upp er staðið var Davíð ótrúverðugur
runar (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:20
Æ, Kastljós er svona "sjónvarps-popp-DV". Enginn hefur kaliber til að yfirheyra Seðlabankastjóra í 45 mínútur, hvað þá svona sleipan Machiavellista eins og DO.
Hefur spyrillinn Sigmar einhverja undirstöðuþekkingu á hagfræði eða peningamálum? Hver er hans menntun?
Berið saman almennt efnistök Kastljóss og t.d. Spegilsins.
Skeggi Skaftason, 24.2.2009 kl. 23:27
Þetta viðtal, ásamt fréttamennsku síðastliðna ára, sýnir bara hversu ílla Ísland stendur með fjölmiðlafólkið, enda þeir í eigu sömu aðila og stýrðu bönkunum.
Ég er allavega löngu hættur að taka nokkurt mark á 365 miðlum, hlutdrægni þeirra og áróðursmaskína hefur skinið svo sterkt í gegn. Hvar var Samfylkingin í síðustu ríkisstjórn?
kv
Dóri
Dóri (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:45
Runar.
Ég sagði aldrei að Sigmar hefði verið dónalegur heldur illa undirbúinn. Það er líka vafasamt að spyrja Davíð um álit hans á fullyrðingum. Frekar að spyrja hann um staðreyndir málsins. En þar sem Sigmar hafði ekki haft fyrir því að kafa ofan í staðreyndir málsins gat hann það ekki.
Skeggi.
Um menntun Sigmars veit ég ekki, annað en hann hefur starfað í fjölmiðlum í fjöldamörg ár, fyrst sem rokkplötusnúður. Finnst hann oft hafa staðið sig vel, sérstaklega í viðkvæmum viðtölum en þetta var honum ofaukið.
Dóri
Já ég er fyrir löngu hættur að taka mark á 365. Mér finnst dæmið um hann Stefán Ólafsson (eiginmann Eddu Andrésar ef ég man rétt) alltaf best. Hann fékk fyrstu frétt, trekk í trekk með skattaútreikningarfimleikana sína. En eftir að Samfylkingin komst í stjórn hvarf maðurinn. Einhverntímann var hann meira að segja titlaður hagfræðiprófessor þar, sem hann er alls ekki. Hann er prófessor í félagsfræði. En þetta var þó bara eitt dæmi af mörgum
m.b.k.
sá gamli
Aliber, 25.2.2009 kl. 00:01
Sigmar kom út eins og lítill strákur sem ekkert vissi í sinn haus. Davíð réði ferðinni og hafði lag á að snúa öllu sér í hag og komst vel frá því. Sigmar ræður greinilega ekki við þetta starf og ætti að finna sér eitthvað annað að gera. Hann gæti t.d. einbeitt sér að því að verða góður juróvisjón þulur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.2.2009 kl. 00:21
Já Svanur, Sigmar gerir nefnilega margt vel. Hann er góður í júróvisjón, góður í Útsvarinu og hann hefur verið góður í tilfinningalega erfiðum viðtölum í Kastljósinu.
En í þessu tiltekna viðtali sýndi hann okkur ekki fagmennsku og góðan undirbúning.
m.b.k.
sá gamli.
p.s. er að horfa á þetta í endursýningu og spurningin um bindiskylduna er örlagapunktur, eftir það gengur Davíð lengra og Sigmar verður vandræðalegri og missir tökin á viðtalinu.
Aliber, 25.2.2009 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.