Hvað næst?
27.2.2009 | 11:22
Segjum að þessar fárlanlegu kröfur um órökstudda frystingu eigna auðmanna gangi í gegn. Hvað á að ráðast á þá?
Er þá ekki kominn tími á að höggva millistéttina eins og Frakkar gerðu fyrir ,,nokkrum" árum? Þau liggja vel við höggi og augljóst er að þau beri mjög mikla ábyrgð á hruninu.
Því næst er tilvalið að snúa sér að sjávarútvegnum ekki satt? Þeir eru búnir að ofveiða fiskinn í sjónum. Arðræna okkur einu almennilegu náttúruauðlindinni sem við höfum, með öflugasta þrýstihóp landsins, LÍÚ. Er ekki kominn tími á að ríkið þjóðnýti allar útgerðir og felli niður skuldahala þeirra á kostnað skattborgara? Ég held það nú. Við eigum rétt á þessum verðmætum ekki þessir bansettu sjómenn!
Gott fólk, hvenar er komið nóg? Hvað viljum við ganga langt í þessum kröfum okkar um ,,aðgerðir" gagnvart hinum og þessum. Ætlum við kannski að taka upp merkingu bankastarfsmanna og auðmanna, svona til þess að við getum hrækt á þau á förnum vegi?
Það er verið að vinna í öllum þessum málum. Þetta kemur allt saman. Hvernig væri að koma saman og dansa eða spila bridge á laugardögum í stað þess að láta innri reiði sína bitna á ferðamönnunum sem dvelja á hótelunum við Austurvöll?
kv,
sá bitri
Mótmælt í 27. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.