Undarlegur réttlætingarkór

Hér á bloggheimum fara margir mikinn til að bera í bætifláka fyrir hústökufólkið.

En hverjar eru staðreyndir þessa máls?

Fólkið braust inn í húsið, í óþökk eiganda.

Lögregla bað fólkið um að yfirgefa húsið, gaf þeim nægan frest og greip síðan ekki til aðgerða fyrr en þessi frestur var löngu liðinn.

Lögreglan fær síðan yfir sig ávexti, málningu og innihald slökkvitækis svo eitthvað sé nefnt.

Ég sé suma hrópa á að útrásarvíkinga ætti frekar að handtaka. En er ekki verið að rannsaka þau mál öll? Eða eigum við að handtaka fólk áður en grunur er staðfestur? Og hvernig kemur það þessu máli við? Fyrir utan að einn þessara meintu útrásarvíkinga á félag, sem á þetta hús. Má þá brjótast inn til hans? Hvar má brjótast inn? Hjá dæmdum glæpamönnum? Eða grunuðum eins og í þessu tilfelli?

Hversu göfugt sem markmiðið var, þá var þetta innbrot. Og móttökurnar sem lögreglan fékk eru til háborinnar skammar.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÉG BRÍST INN ÞAR SEM MÉR SÍNIST!!!

ÞESSIR DÓLGAR SEM SETTU BÖRIN  OKKAR OG BÖRNIN ÞEIRRA OG BÖRNIN ÞEIRRA Í SKULDASÚPU MEIGA EIGA VON Á FLEIRI HÚSTÖKUM!!! ÞEIR HAFA FORGERT RÉTTISÍNUM Á AÐ BÚA Á ÍSLANDI!!!!!!!

ÉG TRÚI ÞVÍ AÐ ÞÚ SÉRT TENGDUR ÞESSUM SIÐSPILLTU ÓGEMLINGUM ABIER! ÞÚ VERÐ ÞÁ VIÐ HVERT TÆKIFÆRI OG HYLMIR YFIR SANNLEIKAN!!

GEFSTU UPP OG SJÁÐU LJÓSIÐ!!

REBELL

REBEL (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:03

2 identicon

heyr heyr!

Magnús (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Þið eruð annaðhvort með okkur eða á móti réttlætinu.. Þvílík geggjun!

Viðar Freyr Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 19:20

4 Smámynd: Aliber

Viðar:

It´s called the O'Reilly factor, tröllríður öllu hér á landi þessa dagana.

Aliber, 16.4.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband