Brennum IMF lánið í vitleysu...
16.4.2009 | 10:44
Maður veltir fyrir sér hver tilgangurinn með því að verja gengi krónunnar gæti verið. Til þess að ,,verja" gengið þarf Seðlabankinn að nota gjaldeyri til þess að kaupa krónur og þannig búa til falska eftirspurn (líkt og sumir fjárglæframenn gerðu í fyrra með eignir sínar)
Vandamálið með flaska eftirspurn er að hún gengur bara í stuttan tíma, þ.e. þangað til gjaldeyrir Seðlabankans klárast og við sitjum uppi með stút fullan seðlabanka af verðlausum krónum - og hressilega skuld til IMF því láninu var eytt í vitleysu.
Þessi lækkun á krónunni er óumflýjanleg. Það eina mögulega í stöðunni er að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti og vera snögg á lappir aftur, ekki fresta sársaukanum og eyða aleigunni í leiðinni!
Vonum að þessir sérfræðingar sem mbl talaði við hafi rangt fyrir sér og krónan styrkist af ,,eðlilegum" ástæðum (eins eðlilegt og hægt er með gjaldeyrishöft í fullum gangi allavega).
kv,
Bitur ÓS
Seðlabankinn ver gengi krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Loftbóluviðskipti eru búið spil.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2009 kl. 12:39
Já, allstaðar nema hjá seðlabankanum greinilega...
Aliber, 16.4.2009 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.