Af tilgangsleysi...
24.9.2009 | 13:52
Sá gamli er orðinn all vígalega pirraður á fréttum af skemmdarverkum.
Það eina sem pirrar hann meira er réttlætingarkórinn sem finnst þetta "skiljanlegt" eins og svo margir segja til þess að réttlæta þetta án þess að taka undir aðgerðirnar án þess að gera greinarmun á því að þó svo að reiðin sé að einhverju leiti skiljanleg þá eru þetta með öllu óskiljanlegar aðgerðir.
Svona fyrir utan það hvað þetta er gjörsamlega tilganslaust og skaðlegt að þá er þetta orðið veeeeeeeheeerulega þreytt.
Að lokum ætla ég að kasta einu fram.
Við fáum núna fleiri fréttir af innbrotum og tilgangslausum skemmdarverkum. Besta vídjóleiga bæjarins var brennd, bílar sem þykja flottir eru skemmdir af handahófi og fleira.
Getur verið að þjóðfélag sem réttlætir skemmdarverk á eigum meintra glæpamanna tengdri útrásinni ali af sér fleiri skemmdarverk? Þó þetta virðist á yfirborðinu vera ótengdir atburðir, er þá mögulegt að réttlætingin skapi andrúmsloftið? Erum við ekki að tapa örlítið áttum?
M.b.k.
Sá gamli.
Rauðri málningu slett á hús Hreiðars Más | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég held þú hittir naglann á höfuðið þarna.
Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.