Hvaða frjálshyggja?
8.10.2009 | 13:09
Sá gamli verður að viðurkenna að hann fer að verða ansi þreyttur á þessari tísku upphrópun um að hér hafi frjálshyggjan hrunið og þar fram eftir götunum.
Í hverju fólst þessi blessaða frjálshyggja? Varla í því að fara í stærstu einstöku ríkisframkvæmd sögunnar á mesta góðæristíma sem við höfum séð.
Varla í ríkisvæðingu á tapi fyrirtækja.
Varla í sífellt umfangsmeiri opinberum geira.
Nú ber þó að slá þann varnagla strax að sá gamli er ekki gegnheill frjálshyggjugöltur og lætur málflutning slíkra oft fara í taugarnar á sér. Það þarf að skilja hugtakið markaðsbrestur (e. market failure) sem þýðir að markaðurinn er ófær um að dreifa takmörkuðum gæðum á sem hagkvæmasta máta og er það m.a. ástæða þess að samfélög reka löggæslu, heilbrigðisþjónustu og fleira fyrir almannafé (skatt).
En að halda því fram að hér hafi hrunið einhver frjálshyggja sýnir bara að menn skilja ekki hugtakið.
Það sem í raun og veru gerðist hér er ekkert svo ólíkt því sem gerðist víðast hvar annars staðar í kreppunni, það sem skilur að er að bankakerfið var tíföld landsframleiðsla og því var seðlabankinn ófær um að sinna sínu lögbundna hlutverki sem lánveitandi til þrautavara.
Það sem hefði þurft að gerast fyrir löngu er að koma bönkunum úr landi því það var orðið ljóst að ef eitthvað færi úrskeiðis hér á landi myndi það gerast með tilþrifum. Og helst hefði sá þrýstingur þurft að koma frá seðlabankanum sjálfum því ekki fara pólitíkusar að bola bönkunum burt þegar einn þeirra borgar fyrir menntakerfið eins og það leggur sig með skattgreiðslum.
m.b.k.
Sá gamli
Tilraunin mistókst með herfilegum afleiðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
held að hann sé að tala um það þegar landamæri fjármagns voru afnuminn og óvandaðir einstaklingar notuðu tækifærið til að flytja óheyrilegt magn peninga úr landi og skilja okkur eftir slipp og snauð.
Skríll Lýðsson, 8.10.2009 kl. 13:25
Skríll: eru millifærslur semsagt skilgreiningin á frjálshyggju?
Óli (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.