Bullum saman með gildishlöðnum orðum og haldlausum staðhæfingum

,,Ingólfur segir að það eina sem þyrfti að tryggja væri að raunvextirnir yrðu þeir sömu." Hvað eru raunvextir? Jú það eru einmitt þeir vextir sem eru umfram verðbólgu. Ef raunvextir eiga að haldast þeir sömu eftir þessa ,,leiðréttingu" þá þarf hann að breyta skilgreiningunni á verðbólgu og verðlagi. Ætlast hann til að alþingi breyti verðlagi með lagasetningu?

Mög ólíklegt er að einhver banki sé tilbúinn að taka þá áhættu að hafa fasta vexti til 20-40 ára án uppsagnarákvæðis. Þegar lán eru veitt með föstum vöxtum þá eru endurskoðunardagsetningar eða uppsagnarákvæði á 2-3 ára fresti. Þannig að ef vextir hækka eða lækka má bankinn breyta vöxtunum eða segja upp láninu. Þá þarf að taka annað lán með tilheyrandi kostnaði og flækjum.

Svo eru að sjálfsögðu til lán með breytilegum vöxtum, en þeir bíta enn harðar en verðtryggingin svo ekki er hægt að mæla með þeim. Þess má geta að ég athugaði óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum fyrir einu og hálfu ár, og mér buðust 27% vextir með veði í fasteign. Góð kjör ekki satt?

Almenningur í landinu virðist ekki átta sig á því að verðtryggð lán eru þau hagstæðustu sem völ er á í þessu umhverfi hárra vaxta og mikillar verðbólgu hér á Íslandi. Hagstæðari lán væru í rauninni gjöf til lántakenda - og hver á að borga þær gjafir? Ekki ég takk fyrir.

kv,

bitri.


mbl.is Rök fyrir verðtryggingu brostin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þarna er blandað saman raunvöxtum og nafnvöxtum. Óverðtryggt lán með 9% nafnvöxtum er ALLS EKKI það sama og verðtryggt lán með 5% vöxtum + 4 % verðbótum.

Ef lán er óverðtryggt þýðir það að höfuðstóllinn rýrnar á lánstímanum. Í 40 ára láni þýðir það að tekjur lánveitanda rýrna um 38 milljónir í dæminu sem sýnt er í fréttinni. Það lánar enginn banki upp á þau kjör.

Til þess að nafnvextir einir tryggi 5% raunvexti í 4% verðbólgu, þurfa þeir að vera tæp 14% á svona 40 ára láni eins og í fréttinni, ekki 9%.

Ef þetta eru rökin fyrir afnámi verðtryggingar verður hún aldrei afnumin. Það þarf að gera miklu betur, t.d. að finna skynsamlegir leið til verðtryggingar heldur en að nota vísitölu sem ætluð er til að mæla neysluverð.

Haraldur Hansson, 23.11.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Aliber

Sniðugast væri líklega að leyfa verðtryggingunni að vera, en koma stöðugleika á þetta sker sem við köllum hagkerfi. Vinna markvisst í að ná verðbólgu og vöxtum niður lengur en 2-3 mánuði í senn. Þá væru lán með óverðtryggðum breytilegum vöxtum hagstæðust, bæði fyrir lántakendur og lánveitendur.

Aliber, 23.11.2009 kl. 13:18

3 identicon

Það er löngu tímabært að afnema verðtryggingu. Þeir einu sem halda því fram að það sé ekki hægt eru þeir sem eiga fjármagnið og halda auðvitað fast í sitt, mikið vill meira og þannig verður það alltaf.

Allir heilvita menn sjá að það er ekki raunhæft að; séra Jón sem erfði 10 milljónir og lagði þær á banka hagnist jafn mikið og hinn vinnandi Jón sem lagði 10 milljónir í íbúð. Á séra Jón að fá jafn mikið í hagnað og vinnandi Jón fær þegar hann selur íbúðina sína? Auðvitað ekki. Það hefur alltaf gleymst að draga frá honum séra Jóni þá upphæð sem hinn vinnandi Jón þurfti að leggja út í kostnað á tímabilinu. Tryggingar, fasteignagjöld, rafmagn og hiti svo íbúðin skemmdist ekki. Viðhald eins og þrif og málning kosta bæði tíma og peninga. Ef þetta væri reiknað út og dregið frá honum séra Jóni þá færi dæmið kannski að breytast í rétta átt. Þeir sem eiga peningana hafa hingað til séð um að reikna og reikna sér í hag og þeir hafa líka reynt að heilaþvo þjóðina svo þeir geti grætt meira. Nú er komið að því að krefjast afnáms verðtryggingar og setja bönkunum einfaldlega lög sem banna þeim að setja á verðtryggingu, verðbætur, stimpilgjöld og sv.fr. Bankarnir ættu að hafa einfaldar reglur, fasta inn-og útlánsvexti. Vaxtamunur ætti að vera 2-3% og fyrir þennan mismun ættu bankarnir að reka sig. Í allflestum löndum er þessi mismunur 1,5%, svo það ætti að vera leikur einn fyrir bankana hér að reka sig á 3% mismun.

Ásta Óla (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 13:39

4 Smámynd: Aliber

Ásta, ég skil ekki alveg hvað þú meinar en ég skal svara því sem ég skildi.

Ef séra Jón (köllum hann Nonna) leggur 10milljónir inn á banka þá ræður hann hvort það sé á verðtryggðum reikning eða ekki. Ef hann velur verðtryggða reikninga þá eru peningarnir hans bundnir samkvæmt lögum í 3 ár.

Ef vinnandi Jón (köllum hann Gunnu, svona til að hafa kynjamisrétti líka) kaupir sér hús og leggur 10 milljónir í það á han möguleika að selja húsið hvenær sem er. Ef Gunna vill vera eins og Nonni þá getur hún sleppt því að kaupa húsið og leigt í staðinn og fjárfest fyrir 10 millurnar og þanig komin í sömu spor og Nonni.

Rekstur húsnæðis kemur verðtryggingunni ekkert við, sé ekki tenginguna þar á milli. Það að búa í húsi kostar peninga og eðlilegt að það kosti meira en að búa ekki í húsi, ekki satt? Af hverju á að draga peninga af þeim sem eiga þá til að borga fyrir málningu á húsi sem þeir búa ekki í?

Stimpilgjöld renna til ríkisins og því ólíklegt að ríkið efnemi þau á næstunni, bankarnir myndu glaðir sleppa þeim ef þeir mættu. Verðbætur og verðtrygging er sami hluturinn.

Þú virðist ekki átta þig á því að þegar Nonni leggur 10 milljónir inn á banka þá eru það einmitt sömu milljónirnar og eru notaðar til að lána systir Gunnu til að kaupa íbúð. Ef sett eru lög sem valda því að Nonni vilji ekki setja peninginn sinn í bankann þá fær grey systir Gunnu ekkert lán. 

kv,

Aliber, 23.11.2009 kl. 14:05

5 identicon

Menn kalla thetta rok fyrir afnami verdtryggingar, thessi frett studdi fyrst og fremst alit mitt a Ingolfi spara.is, mer finnst hann vitleysingur.

Blahh (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:11

6 identicon

Mér sýnist Ásta mín að þú hljótir að vera af yngri kynslóðinni. Allavega man ég vel þá tíma þegar verðtrygging var óþekkt fyrirbæri hér á landi á sparifé. OG ÞÁ TÍMA VIL ÉG EKKI UPPLIFA AFTUR.

Ástæðan fyrir því er einföld. Þegar sparifé var ekki verðtryggt þá voru allir þeir sem áttu sparfé að kasta fé sínu á glæ, með því að vera leggja þetta inn á banka og reyna að byggja sér upp sparnað. Vextir bankakerfisins voru einfaldlega allt of lágir til þess að peningarnar héldu verðgildi sínu. Ef þú lagðir t.d. andvirði meðalbíls inn á bestu mögulegu ávöxtun í bankakerfinu í dag máttir þú reikna með því að eftir ár gætir þú í besta falli keypt þér smábíl að ári liðnu. Vegna þessa voru menn ekki að leggja neitt meira í bankann en þeir mögulega komust af með og eyddu öllum sínum peningum jafn óðum í staðinn. Á þessum tíma var því nær ekkert lánsfé í boði. Þetta voru þeir tímar sem alþekkt var að fara í banka og sækja um tvöfallt til þrefallt hærra lán hjá bankanum en þú þurftir á að halda þannig að þegar bankinn væri búinn að skera niður lánsfjárhæðina til þín (ef þú yfir höfuð gast fengið eitthvert lán) þá sætir þú eftir með ca það sem þú þurftir. Til viðbótar þessu var 2ja til 3ja ára bið eftir láni frá Húsnæðisstofnun ríkisins og jókst biðtíminn hægt og bítandi og þar að auki nam hámarkslán frá Húsnæðisstofnun um 30 - 40% af kaupverði 2ja herbergja íbúðar og mun minna af hlutfall af stærri íbúðum.

Verðtryggingin er því ekki eitthvert gymmik sem sparifjáreigendur hafa fundið upp eða eru með einhverjar bakhandaraðgerðir til að verja. Það að sparifjáreigandi fái til baka það fé og þann kaupmátt sem hann leggur inn á bankareikning er minnsta forsenda þess að hann leggi féð yfir höfuð inn á reikning. Frekari hvatning liggur svo í þeim vöxtum sem hann fær umfram þessa verðtryggingu sína. Við getum svo rætt fram og aftur um það hvað séu eðlilegir vextir ofan á verðtrygginguna en það er allt annað mál.

Svo skil ég ekki þessa tilvísun þín í rekstrarkostnað íbúðar og sparnað. Á að skilja það svo að ef þú tækir lán til að kaupa bíl og gætir svo 3 árum síðar selt bílinn á helmingi þess sem þú keyptir hann á, þá ætti sá sem lánaði þér fyrir bílnum aðeins að fá helming lánsins síns endurgreitt. Spyr sá sem ekki veit og ekki skilur þessi rök þín.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:56

7 identicon

Laukrétt Sigurður, verðtryggingin hefur nefnilega fengið ósanngjarna umfjöllun og þá helst frá Agli Helga og heykvíslahernum. Ég er nefnilega ekkert viss um að fólki myndi lítast á aðra valkosti í þessu árferði eins og t.d. breytilega vexti.

M.b.k.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband