Þjóðarhagur er ráðgátan
24.11.2009 | 14:02
Hvað er málið með þennan ,,þjóðarhag" ? Þessi hópur virðist hafa meiri áhuga á að komast í fréttirnar en að kaupa þetta fyrirtæki. Daglega koma yfirlýsingar frá þessum hóp sem eru hver annarri innantómari. Hvað kemur næst? "Skiptiborð Arion var lengur en 34 sek að svara í símann, líklega samsæri"
Það sem er skringilegt við þetta mál allt saman er að þessi hópur tók sig saman til að reyna að kaupa fyrirtæki sem var ekki til sölu. Jú, bankinn var búinn að leysa til sín hluta þess upp í skuldir, en eigendur þess hafa ennþá meirihluta. Jú, það er búið að flytja lögheimili fyrritækisins í höfuðstöðvar Arion, en það eru einmitt ,,verklagsreglur" þegar fyrirtæki eru endurskipulögð. Ekkert hefur verið gefið í skyn um að fyrirtækið sé til sölu og því skrítið að ,,þjóðarhagurinn" ætti að fá að reyna að kaupa það af eigendunum sem eru að dæla peningum inn í reksturinn.
Ef svo skringilega vildi til að 1998 væri til sölu, af hverju ætti þá að selja það sundurleitum hópi sem virðist ekki hafa neina þekkingu á rekstri smávöruverslana og greinilega hefur minnstan áhuga á því að hagnast á fjárfestingu sinni, ætla að kaupa fyrirtækið á miklu undirverði og stefnan virðist helst vera að gera fyrirtækið sem óhagkvæmast og minnka tekjur þess. Enginn heilvita maður vill kaupa fyrirtæki til að minnka markaðshlutdeild þess.
Ef þessir hugsjónamenn í þjóðarflokkinum, afsakið, Þjóðarhag vilja starfa í smásölu afhverju þá ekki að kaupa sig inn í Kost með Jóni Gerald? Þar væri örugglega vel þegið að koma með peninga í reksturinn þar og það myndi efla samkeppni hressilega. Þá gæti hópurinn líka verið ánægður með mun minni markaðshlutdeild en Hagar hafa í dag.
kv,
ÓS
Segja ákvörðun Arion ráðgátu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Athugasemdir
Þér finnst sem sagt alltílagi að afskrifa skuldir Jóns Ásgeirs og kó og leyfa þeim síðan að halda fyrirtækinu líka. Þeir eru gjörsamlega óhæfir í að reka fyrirtæki. Það sést vel á öllum klúðrinu í kringum þessa menn. Það er bara fáránlegt ef þeir fá a vera ennþá ríkir þegar þeir borga ekki skuldir sínar.
Óli (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 17:32
Hér er skrifað af einfeldni og kjánaskap.
Tilgangurinn með því að koma félaginu frá núverandi eigendum er ekki að fara í smásölurekstur. Megintilgangurinn er að tryggja samkeppni í landinu sem skort hefur gríðarlega undanfarin áratug a.m.k.
Eitt fyrirtæki ræður yfir 60% markaðarins. Það er ekki minni skaði á samfélagið til lengri tíma, en skattahækkanir og gríðarlegar erlendar skuldir.
Endilega kynntu þér málið. Ég skráði mig fyrir smá hlut hjá Þjóðarhag vegna þess að mér finnst gríðarlega mikilvægt mál að koma hér á aftur samkeppni og auka þar með hag okkar neytenda.
Baldvin Jónsson, 24.11.2009 kl. 20:36
Skv. síðustu fréttum stefnir í að ekkert verði afskrifað af skuldum Haga/1998. Það að fólk tengt þessu fyrirtæki hafi tapað miklum fjárhæðum í öðrum brönsum (t.d. banka- og fasteignarekstri) þá er erfitt að neita því að fáir eru færari að reka smásölufyrirtæki á Íslandi. Er hæfni ekki mæld út frá árangri?
Þess vegna finnst mér fullkomlega eðlilegt að Arion vilji halda í þessa eigendur.
Ótrúlega skrítið þykir mér að sumir ,,megi" ekki lengur vera ríkir. Það kemur þessu máli ekkert við. Á Arion að segja við Jóhannes ,,Nei því miður, okkur finnst að þú eigir ekki að vera ríkur lengur ... vegna þess að sonur þinn setti Baug á hausinn og japanskir bankar lenda í vandræðum vegna þess ... það væri hreinlega ósiðlegt og siðblint af okkur að leyfa þér að eiga fyrirtækið þitt áfram ... svona miðað við hvað japanirnir töpuðu miklu á þér og þínum..."
Svona tilfinningabull á ekki heima í viðskiptum.
Aliber, 24.11.2009 kl. 20:43
Baldvin: Ef markmiðið er að efla samkeppni, afhverju er þá ekki stofnað nýtt fyrirtæki til að keppa við þá feðga?
Ég veit ekki hvað það voru miklir peningar búnir að safnast í þennan hóp, en mér skilst að það sé yfir 10 milljarðar, getur það passað? Engar upplýsingar eru um það á heimasíðunni allavega.
Jón nokkur Gerald var með innan við 1% af þeirri fjárhæð og opnaði verslun frá grunni sem stefnir á samkeppni á matvörumarkaði. Þessi hópur gæti semsagt opnað 100 verslanir í hinum og þessum geirum og stofnað sitt eigið Þjóðarhagsveldi með mikilli markaðshlutdeild og aukinni samkeppni. Nú ef markaðshlutdeild er ekki markmiðið þá væri líka hægt að skipta hópnum upp og vinna hver í sínu horni.
Ekki misskilja, ég er ekki á móti samkeppni, mér finnst þessi þjóðarhópur bara fara kjánalega að þessu með fjölmiðlafulltrúum og hæstaréttarlögmönnum og guð má vita hvað. Það er eins og hópurinn hafi vitað að þetta væri vonlaust og farið beint í ímyndarstríð við eigendur Haga (Arion og 1998) með áróðri og gildishlöðnum yfirlýsingum í stað þess að einbeita sér að bissnessnum.
kv,
Aliber, 24.11.2009 kl. 20:53
Baldvin, einfeldni og kjánaskap? Merkilegt orðalag.
Ef að tilgangurinn er ekki að fara í smásölurekstur hvers vegna þá að kaupa fyrirtæki í smásölu? Ef þú vilt koma á samkeppni í smásölu en vilt ekki stunda smásölurekstur fellur dæmið um sjálfst sig.
Þetta þjóðarhagsdæmi virkar frekar mikið á mig sem rómantísk hugmynd sem er ekki alveg raunhæf.
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.