"PR stönt" söngvara.
27.11.2009 | 23:45
Já þær eru misjafnar aðferðirnar sem menn nota til að vekja á sér athygli. (Ein þeirra er vitaskuld að blogga eins og vitleysingur)
Friðrik Ómar virðist hafa farið í einhverja fýlu af því að það var ekki gengið á eftir honum eftir að hann viðraði áhuga sinn á því að syngja þarna við einhverja sem tengjast söfnuðinum, svona miðað við sjónvarpsviðtalið. Og þá er náttúrulega best að hlaupa grenjandi í fjölmiðla og saka söfnuðinn eins og hann leggur sig um hommahatur. Ég reyndar tengist þessum söfnuði ekki á nokkurn hátt og hef ekki hugmynd um hugarfar þeirra sem honum tilheyra. En þetta birtist mér engu að síður sem frekar aumt PR stönt.
Hommar og lesbíur sem fara síðan og kjaftfylla kirkjuna til þess að fara í sleik minnir mig soldið á systkini að rífast. Þegar maður var lítill átti maður það til að gera nákvæmlega það sem fór í taugarnar á stóru systur, þetta minnir mig svolítið á það. Barnaskapur.
P.s. þeir sem vilja síðan svara mér með því að væna mig um einhverja fóbíu gegn samkynhneigðum geta sleppt því, ég á marga góða homma og lesbíu vini, þeir eru fólk eins og annað, kynhneigð þeirra kemur breytir akkúrat engu.
M.b.k.
Sá gamli
Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sammála. Reyndar leysist málið líklega þannig - að yfirleitt er uppselt mjög fljótt á þessa tónleika, alls ekki víst að samkynhneigðir mótmælendur fái miða. Nema þeir séu aðdáendur messunnar/tónleikanna og kaupi miða á stundinni, þegar þeir fara í sölu.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 28.11.2009 kl. 00:03
Blessaður. Einn samkynhneigður hérna og ég er sammála þér.
Annars skil ég ekki af hverju sumir samkynhneigðir vilja svona rosalega fá blessun frá trúarbrögðum sem hafa reynst okkur svona illa. Maður á bara að halda sjálfsvirðingunni og segja sig úr þessu drasli.
Geiri (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:06
Forstöðumaðurinn kom í útvarpinu og sagði málið ekki snúast um kynhneygð heldur eitthvað "siðleysi" sem hann fór síðan ekki nánar útí. Ég efast um að hann viti hvort að Friðrik Ómar sé lauslátur eða hvort að einhver af giftum kórmeðlimum er að halda framhjá, en hann gaf samt í skyn að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem siðleysingjum væri bannað að syngja þarna. Hommar eru sko bara siðlausir ef þeir stunda kynlíf saman (einhver útsendari safnaðarins hefur sumsé verið á glugganum hjá söngvaranum og kjaftað í forstöðumanninn) en samkvæmt gömlu bannhelginni er alveg jafn bannað að stunda gagnkynhneygt kynlíf utan hjónabands, en nútildags dettur engum til hugar að banna fólki að vera í kristilegum kórum bara vegna svoleiðis smáræðis, það er bara verið að halda í þetta með samkynhneygðina til þess að viðhalda einhverri smá skinhelgi í þessum harða og siðlausa heimi ;)
halkatla, 28.11.2009 kl. 00:17
Til Geira... Mér langaði bara að leiðrétta þig og segja þér að það hefur jú fólki verið bannað að vera með í kórnum ef það er í óvígðri sambúð svo þetta gengur enganvegin bara yfir samkynhneigða!!
Hannes (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 01:12
Fyrirgefið þetta átti að vera til pirrhringur
Hannes (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 01:13
Góð færsla og Geiri flottur
Heiða Þórðar, 28.11.2009 kl. 09:11
Sammála þessari grein hjá þér. Af hverju talaði Friðrik ekki við Vörðinn áður en hann hljóp með þetta í fjölmiðla? Var hann hræddur um að hann fengi jákvætt svar? Eins og kom fram hefur hann aldrei talað við Vörð. Friðrik er bara athyglisjúkur og sá tækifæri þarna fyrir smá athygli.
Siggi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 09:44
Það eiga allir að finna sig heima í kirkju Krists, Jesús fór ekki í manngreinaálit en hann tók hart á syndinni en var mjúkur við og elskaði syndarann, sem við erum jú víst öll, kannski fyrir utan mig, sem er alveg fullkominn, hef aldrei klúðrað neinu, er alveg rosalega flottur, svona til fyrirmyndar, get flogið eins og Superman . . .
Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 13:11
Ég hef aðeins verið að lesa blogg og svör í þessari umræðu.
Ég vil bara segja að ég er svo hjartanlega sammála Axeli Pétri.
Hann boðar frið innan kirkjunnar um þessi mál.
Það eiga allir að geta fundið sig í Guðs húsi.
Þar á fólk ekki að vera sett í manngreiningaálit.
Allir eru jafn fullkomnir í Guðs augum.
Sól (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:05
Allt illt byrjaði með krossferðunum og þessi saga trúar er blóði drifinn og látið ykkur ekki detta til hugar að þetta lið breytist eitthva;)
Óskar (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:50
Ég er mjög glöð að sjá það að fólk sér í gegnum það hvað þetta er bjánaleg umræða.. Ég tilheyri Fíladelfíu kirkjunni og hef gert það allt mitt líf. Við í Fíladelfíu eru og höfum aldrei verið á móti samkynhneigðum, við elskum fólkið en hötum syndina bara rétt eins og Guð almáttugur gerir. Við sem erum mannleg og gerum öll misstök höfum að sjálfsögðu ekki neinn rétt á að fara í manngreiningarálit. Fólk sem eru í kirkju gera misstök, enda erum við mannleg, við erum ekki neitt fullkomnari en fólk sem eru ekki í kirkjur. Það er engin neitt á móti Friðrik Ómari, hann hefur sjálfur ekkert beðið um að fá að syngja með kórnum, takið eftir MEÐ kórnum ekki Í kórnum ( heilmikill munur á), þannig að hann ætti ekki að vera að koma með yfirlýsingar um það að fólkið vilji hann ekki og að við lýtum á samkynhneigt fólk eins og þau séu holdsveik, þetta voru hans orð. en við skulum frekar gleðjast yfir því að fólkið sem standa á bakvið þessa jólatónleika eru að vinna við þetta allan nóvember, frítt, og eru að taka sér frí úr vinnu til að gera góðan hlut, það er að gefa þeim sem minna meiga sín allan þann pening sem safnast inn á tónleikanna. Guð blessi ykkur öll :)
Ragnheiður Lind (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 00:11
Ragnheiður Lind, þú elskar fólkið en hatar syndina já...
En hver er syndin? Þætti gaman að vita það!
Þetta er svona svipað og að elska manneskju en hata að hún sé örvhent...
Svo þykist þið vera mannvinir.....
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 29.11.2009 kl. 00:54
Elsku Adda, ég skal segja þér hver syndin er. það er að stela, ljúga, kynlíf fyrir hjónaband ( hvort sem þú ert gagnkynhneigður eða samkynhneigður), drepa, svo mætti lengi telja bara það að baktala er synd, veistu það er ekki verið að flokka synd hvað sé stór eða lítil synd, heldur er synd synd. Sko mágkona mín er lesbía, mér þykir svo óendanlega vænt um hana, en ég er ekki endilega sátt hvernig líferni hún vill lifa, en það er hennar ákvörðun og ætla ekki neitt að dæma hana fyrir það, mér mun samt alltaf þykja jafn vænt um hana.. og veistu að vera örvhentur er engin synd, bara fæðingargalli (djók). nei við elskum fólkið sama hvaða "flokki" það tilheyrir. ég vona að ég hafi nú svarað spurningu þinni, en málið er líka að við sem trúum á Guð reynum að fara eftir hans lögmáli, eins og að elska náungan eins og sjálfan okkur, það er það sem við reynum, auðvitað er það erfitt en hver sagði að það væri auðvelt, við erum bara mannleg og gerum misstök.
Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 12:23
Mér finnst gott að syndga. Ég syndgaði í gær og iðrast ekki. Kynlíf fyrir hjónaband er álíka eðlilegt og að læra að ganga. Hvað er rangt við það að njóta þess sem lífið býður upp á? Og hver segir að Jesú hafi ekki sofið hjá hægri vinstri? Þótt hann hafi kannski ekki blaðrað mikið um það...
Ólafur (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 18:16
Loksins les ég frá manni (Geira) sem virðist á sama máli og ég. Hef m.a.s. bloggað um það > HÉR
Ef söngvari frá Vottum Jehóva vildi fá að syngja með Vítisenglum, KSÍ eða einhverjum öðrum samtökum, og fengi ekki, - ætti hann að fara í fýlu og auglýsa málið í fjölmiðlum? Ágætis kenning þetta með PR-brellu-hugmyndina.
ES Ágæti síðueigandi. Ég vildi að ég ætti auðveldara með að lesa hvítt á svörtu (eða öðrum sterkum kontröstum)... : (
Eygló, 1.12.2009 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.