Frábærar fréttir af Arion

Fyrstu góðu fréttirnar í langan tíma af efnahagsmálum landsins. Nú verða starfræktir tveir bankar sem eru ekki í rekstri ríkisins og lausir undan fingrum stjórnmálamanna í stjórnarskipanir og stjórnarhætti. Maður var farinn að hafa áhyggjur af því að reka ætti íslenska banka eins og stjórnmálaflokka eða góðgerðarbatterí á kostnað almennings.

Nú verða eflaust gerðar breytingar á rekstri í kjölfar nýs eignarhalds og ákvarðanir teknar á forsendum viðskipta en ekki geðþótta og skyldurækni við stjórnmálamenn.

Aðal gleðiefnið er að við fáum u.þ.b. 40 þúsund milljónir til baka til ríkisinssem hægt er að nota í önnur og þarfari verk en að  reka banka illa.

bestu kveðjur,

ÓS


mbl.is Kröfuhafar eignast Arion
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já, ég elska einkarekna banka því þeir eru svo góðir fyrir þjóðarbúið. Ríkisbankar áorkuðu á 70 árum samanborið við það sem einkareknir bankar áorkuðu á 4 árum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.12.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband