Bjöguð sýndarkosning
17.12.2009 | 19:01
Það er erfitt að taka mark á þessari kosningu. Kosningar á við þessa hafa alltaf innbyggða bjögun. Ég skal útskýra.
Það liggur í augum uppi að þeir sem eru hitamenn í þessu málefni flokkast í svona skoðanakannanir. Þeim sem er mikið niðri fyrir og hafa sterkar skoðanir á þessu máli fara því frekar í gegnum ferlið sem þarf til að koma atkvæði sínu á framfæri. Þannig að þeir 10% reiðustu fara í netbankana sína og kjósa. Hinum sem eru ekki eins mikið niðri fyrir (eða ekki eins miklir áhugamenn um þjóðmál) fara frekar á Leikjanet eða í bíó.
Þess vegna er svona skoðanakönnun ekki þversnið af þjóðinni og sýnir því ekki vilja þjóðarinnar sem heildar, heldur vilja þeirra sem heimsækja Eyjuna, nenna að skrá sig og kjósa. Óbjöguðustu skoðanakannanir sem hægt er að gera fela í sér úthringingar í fólk að handahófi úr þjóðskrá, þannig er náð (gefið að flestir eigi síma) sem bestu úrtaki. Skekkjumörkin eru það mikil að líklegt er að það sé ekki nærri svo mikill munur á já og nei. Líklegt er að fleiri myndu segja já en þetta er ekki eins afgerandi og ætla mætti.
Að lokum væri gaman að velta fyrir sér hverjar niðurstöðurnar ef kosningin hefði farið fram á Pressunni eða AMX já eða M5 - ætli sama niðurstaða hefði fengist?
kv,
ÓS
70% vilja hafna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Niðurstöður kosningar Eyjunnar eru samt í samræmi við ítrekaðar skoðanakannanir um Icesave-málið. Er s.s. ekkert að marka þær heldur?
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.12.2009 kl. 19:22
En eru ekki 'hitamenn' úr báðum áttum? Varla eru bara þeir sem eru á móti þessu sem kjósa?
Fregnir herma að samfylkingin hafi farið á fullt í að smala fólki í þessa könnun. Könnun viðskiptablaðsins um daginn sýndi nákvæmlega sömu niðurstöðu. En það er greinilegt að þú ert ósáttur því þú tilheyrir þessum 28 prósentum.
Joseph (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 19:54
Það sem mér finnst stóra fréttin að stjórnarsinnar skyldu ekki fjölmenna og kjósa með Icesave. Þeim hefði átt að vera það létt og löðurmannlegt verk. Það gerðist ekki. Það er fréttin. Spurningin er Hvers vegna?
Gunnar Skúli Ármannsson, 17.12.2009 kl. 20:00
Hún er með eindæmum kauðsk þessi gagnrýni sem aðrar sem Icesave vinir Breta og Hollendinga reyna að halda fram þessa dagana þegar spilið er gjörtapað. Þetta er 4 könnunin gerð á skömmum tíma sem sýnir nákvæmlega sömu niðurstöðu. 2 hafa verið gerðar með slembiúrtökum og 2 með að þátttakendur skrá sig inn til að taka þátt sjálfviljugir. Allar hafa sýnt sömu niðurstöður. 70% þjóðarinnar hafnar Icesave samningnum í þeirri mynd sem hann er. 30% vilja samþykkja nauðungarsamninginn óbreyttan. Allar fá einhver óvissuatkvæði eins og gerist í kosningum. Niðurstaðan er klár. Samt grenja þeir og góla sem hafa tapað. Gömul saga og ný. Aðferðafræðin eða trúverðugleiki framkvæmdaraðilana dregin í efa. Sennilega þó bara Samfylkingarmenn með einhverjum Vinstri grænum. Sömu aðilar fögnuðu öllum könnunum fyrir síðustu kosningar þegar útlitið var mjög gott. Engi efaðist um ágæti kannanafyrirkomulagsins sem þar voru notuð. Niðurstöður kosninganna sýndu að þær voru ágætlegar nákvæmar og áræðanlegar. Sömu aðferðir hafa verið notaðar og í 2. þessa dagana. 70% á móti Icesave samningnum og 30% með. Núna hljóta Icesave sinnar að fara fram á að setja málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu og "tapararnir" hafa tækifæri til að sýna og sanna að þeir höfðu "rétt fyrir sér" allan tíman, að "það er ekkert að marka skoðanakannanir".
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 20:35
Hjörtur: Ég var að tala um þessa könnun og ónákvæmni hennar. Aðrar og nákvæmari kannanir gætu gefið það sama eins og api gæti giskað á sama svar og eðlisfræðingur í krossaprófi.
Joseph: Ég hef ekki kynnt mér þennan samning nægilega vel til að geta tekið afstöðu til hans og skilaði því auðu. En það er ekki umræðuefnið. Auðvitað eru hitamenn í báðar áttir en 80% sem eru ekki hitamenn hafa meira að segja í raun og veru en háværi minnihlutinn.
Gunnar: Ég er ekki innundir hjá neinum flokki og veit því ekkert um smalanir.
Aliber, 17.12.2009 kl. 21:47
"Það sem mér finnst stóra fréttin að stjórnarsinnar skyldu ekki fjölmenna og kjósa með Icesave. Þeim hefði átt að vera það létt og löðurmannlegt verk. Það gerðist ekki. Það er fréttin. Spurningin er Hvers vegna?"
Hver segir að það hafi ekki verið gert? Ef að Íslendingar eiga eitthvað eftir að genum landnámsmanna þá kæmi það mér ekki á óvart að þessir 2144 sem kusu JÁ séu það eina sem hægt var að smala saman. Og samkvæmt þróunarkenninguni minni segir það mér að aðeins 2144 af okkur eru orðin úrkynjuð.
Stebbi (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 22:42
Það tók mig nú bara 5 mínútur eða svo að kjósa í þessu, með öllu. Og þetta var vel auglýst, þannig að ómarktækt er þetta ekki þó fæstir hafi viljað kjósa í þessu.
Erfiðast var að taka ákvörðunina.
Bjarni Ben (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 02:47
Stebbi:
Það sem mér þykir verst við þetta heykvíslakapphlaup í kringum ICESAVE er að það virðist enginn vita hvað við erum að samþykkja, samt eru allir (eða um 70% +/- 20%) á móti þessu. Þetta mál angar af fáfræði og múgæsingi.
Ég hef ekki lesið frumvarpið, ég hef ekki kynnt mér hvað við gætum mögulega samið betur. Hinsvegar er þessi töf orðin hressilega löng og kæmi mér ekki á óvart ef kostnaðurinn sem felst í öllum þessum töfum og vitleysisgang og áhrif þeirra á efnahag landsins verði að núvirði talsvert meiri en sá sem á endanum verður vegna ICESAVE.
Bjarni Ben:
"...ómarktækt er þetta ekki þó fæstir hafi viljað kjósa í þessu...." hressileg þversögn í einni setningu hjá þér, fæstir vilja kjósa en samt er þetta marktækur metill á vilja þjóðarinnar? auðvitað er þetta marktækt mat á skoðanir þeirra sem kusu en ekki þeirra sem kusu ekki, ég leyfi mér að efast stórlega um að þeir sem tóku þátt í þessari kosningu séu þversnið af þjóðinni.
kv,
Aliber, 18.12.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.