Reynsla annarra þjóða.

Ætla að leyfa mér að vísa í þessa frétt sem birtist nýlega á Pressunni.

Ég nefnilega get ekki séð hvernig er hægt að veita einhverjum stöðu vegna þess af hvaða kyni hann er, í nafni jafnréttis kynjanna. Ég bara fæ það ekki til að ganga upp.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mun aðeins verða þess valdandi að við fáum aðra kreppu eftir c.a. 5-10 ár.

Ástæða hennar mun vera sú að vegna kynjakvóta hafa þessi félög yfirfyllst af vanhæfum konum í stjórnunarstöður.

Lucas (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:07

2 identicon

Alveg dæmigert eins og kemur fram í þessari grein í Pressunni. Kynjakvóti settur á til þess að koma óhæfari konum að á kostnað hæfari karla (geri ég ráð fyrir, þar sem menn leitast yfirleitt við að hafa sem hæfast fólk við vinnu og störf, nema hjá hinum opinbera þar sem flokksskírteini skiptir meira máli) og síðan þegar staðan snýst við að hæfari konum er ýtt til hliðar fyrir vanhæfari karla þá er allt í lagi að hafa ójafnræði.

Nei þetta er dæmigert fyrir vitleysuna sem er á Alþingi í dag, að í miðjum þessum vanda sem við erum í þá skuli vera mikilvægast að niðurlægja konur með því að setja í lög að þær séu svo vanhæfar og getulausar að koma sér á framfæri að þær þurfi sérstaka lagavernd, þ.e. verndaðir vinnustaðir fyrir konur.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:11

3 identicon

Besta orðið til að lýsa þessari þvælu er "skandinavískt". Í N-Evrópu þarf alltaf að lögfesta allt. Engin þróun má gerast af sjálfu sér, og aldrei nokkurn tíma má viðurkenna að mikilvæg málefni eins og jafnrétti kynjanna hafi gengið vel.

Það er kaldhæðnislegt að eina ástæðan fyrir því að svona þvættingur viðgengst, er vegna þess að stuðningur við jafnrétti kynjanna er nógu mikill til þess að gera þetta að raunveruleika.

Þetta er sama og með reykingabannið. Eina ástæðan fyrir því að reykingabannið náði fram að ganga var vegna þess að gríðarlegur meirihluti þjóðarinnar var hættur að reykja.

Aldrei má neitt gerast á Íslandi án þess að ríki taki sig til og BANNI eitthvað.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband