Sérkennilegur fréttaflutningur

Þessi fréttaflutningur af mótmælunum hefur oft á tíðum verið sérstakur hjá mbl.is.

Á vísi er talað við bæði Stefán Jónsson og Geir Jón, ef til vill gerir mbl það síðar en það er sérstakt að stilla þessu svona upp eins og hún Þóra gerir. Maður fær það á tilfinninguna að að allir hafi verið stöðvaðir og það megi ekki berja í potta og pönnur

en..

„Þessi samþykkt bannar mögnun hljóðs á almannafæri og það hefur hlotist mikið ónæði af þessu. Þetta truflar fólk þarna í nágrenninu þar sem þarna er hótel og skrifstofur. Þetta beindist því bara gegn þessum eina manni," segir Geir Jón. (tekið af visir.is)

Þetta er næg ástæða fyrir mig og útskýrir málið. Enda man ég eftir því síðan ég tók meiraprófið að við vorum beðin lengst allra orða um að vera ekki að blása í þessa þokulúðra innanbæjar.

Getur síðan einhver útskýrt hvað manninum gekk til sem hrinti lögreglumanninum?! Enn og aftur, er verið að mótmæla lögreglunni?

Að vísu virtist Hörður ekki vera með það á hreinu hverju hann væri að mótmæla núna nýlega, "út með Davíð og..... æ hvað heitir hann aftur þarna?"

m.b.k.

Sá gamli


mbl.is Sturlu bannað að þeyta lúðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verið að mótmæla því að menn sem bera ábyrgð á efnahagsstefnu sem leiddi til þess að þjóðin hefur misst fjárræði sitt, ásamt ábyrgð á því að upplýsingum hefur verið leynt fyrir þjóðinni, skuli enn sitja við völd. Það er ekkert flókið.

Maðurinn sem ýtti við lögreglumanninum var að svara fyrir sig, sjálfsagt orðinn langþreyttur á valdníðslu lögreglunnar sem með öllum ráðum reynir að koma í veg fyrir að mótælaaðgerðir skili árangri. Þótt við séum ekki í stríði við lögregluna sem slíka, eru þeir sem standa í vegi fyrir okkur að sjálfsögðu hluti af vandamálinu og væri óskandi að fleiri hefðu kjark til að standa uppi í hárinu á þessum valdníðingum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Aliber

Eva, þú segir:

"sjálfsagt orðinn langþreyttur á valdníðslu lögreglunnar sem með öllum ráðum reynir að koma í veg fyrir að mótælaaðgerðir skili árangri."

Ég man nú ekki betur en að lögreglan hafi einmitt aðstoðað mótmælendur t.a.m. með því að loka götum. Ég hef bara í engu og aldrei orðið var við valdníðslu lögreglunnar, hef mætt á mótmæli, staðið í fremstu víglínu m.a.s. og stend uppi ógasaður.

Sá gamli

Aliber, 11.2.2009 kl. 15:19

3 identicon

Mótmælendur þurfa ekkert aðstoð lögreglunnar við að halda uppi mótmælum. Ég hef verið mjög ötul í andspyrnustarfi og vil miklu frekar vera laus við afskiptasemi lögreglunnar. Ég hef margsinnis lent í piparúða, einu sinni í táragasi og mér hefur verið skellt í götuna algerlega af tilefnislausu. Aldrei hef ég þó staðið í neinni víglínu, enda aldrei tekið þátt í aðgerð þar sem markmiðið var að vega einn eða neinn.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband