Shit happens

Þetta er einstaklega athyglisvert frumvarp. Bankaleynd aflétt svona án nokkurra útskýringa. Nú getur hvaða starfsmaður þessara embætta fengið upplýsingar um hvaða aðila sem er á landinu án þess að hafa grun um neitt óeðlilegt.

Merkilegt að ríkisstjórnin skuli vera að aflétta bankaleynd sisvona - afþví bara.  Fólk heldur að hrunið á Íslandi hafi verið einhverjum að kenna. Einhver hljóti að hafa haft eitthvað óhreint í pokahorninu og staðið fyrir stórtækri hryðjuverkastarfsemi í skjóli bankaleyndar og þannig náð að setja þjóðina á höfuðið. Rangt. Fólkið í landinu virðist ekki átta sig á því (og stjórnmálamenn líka) að shit happens í litlum sem og stórum hagkerfum.

Við vorum að taka fyrstu skrefin á sviði opins hagkerfis og ekki er hægt að ætlast til þess að löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið ráði við hraðann á hlaupabretti heimsins í fyrstu tilraun.

En fólk er algerlega sannfært að einhver hafi brotið af sér og þannig fellt okkur á hlaupabrettinu. Við leitum stanslaust í öllum skápum að einhverjum til að hengja en finnum ekkert nema spegla. Þjóðin öskrar á blóð og áttar sig ekki á að þetta var ekki neinum einum að kenna, þótt einhverjir embættismenn hafi eflaust átt meiri sök en aðrir.

Ríkisstjórnin er leidd áfram af óskhyggju þjóðarinnar um að finna ,,sökudólginn" sem ber ,,ábyrgðina". Sérstakur saksóknari á að fara ofan í kjölinn á þjóðarskútunni og finna rotturnar. Hann á að geta sagt: "Þessi! já það var þessi hér! Hann setti Ísland á hausinn með skortstöðu upp á fimmþúsundkrónur og tuttugu aura gegn þorskverði!!!" Svo á að hafa opinbera aftöku fyrir framan stjórnarráðið og allir lifa hamingjusamir til æfiloka.

Sama hversu miklar heimildir þetta embætti fær þá verður ekkert meira kært en ella. Auðvitað er eðlilegt að einhverjir hafi sveigt og brotið lögin, þannig er það alltaf. Hinsvegar er ekki hægt að finna einn sökudólg (já eða tvo eða þrjá) því þeir eru miklu fleiri, eða um 300þúsund.

Kv,

Sá bitri


mbl.is Bankaleynd verður afnumin með öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband