Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Smekkleg umræða á netinu?

Þeim gamla er létt að allt fór vel að lokum. Fréttaflutningur af þessari öryggislendingu voru ef til vill ýktir og er það umræða sem mætti að skaðlausu taka en eitt furðaði sá gamli sig á þegar hann flakkaði á netinu meðan á þessu öllu stóð.

Á meðan vélin hringsólaði úti fyrir Reykjanesinu og alls var óvíst um hvernig færi (ja nema fyrir þá sem sjá fram í tímann) gekk vitaskuld umræða um þetta mál á fésbókinni. Fólk gagnrýndi m.a. þennan æsifréttastíl. Ein þeirra sem gerði athugasemdir við fréttaflutning af þessu máli var sjálfskipaður siðferðispostuli netumræðunnar Hildur Lilliendahl sem tók saman albúm með ummælum manna á netinu undir heitinu "karlmenn sem hata konur". Æðislega krúttleg tilvísun í bókaheiti. Ummælin voru margskonar, mörg hver viðbjóðsleg, ósmekkleg en önnur öllu sakleysislegri. En þó öll sett undir sama hattinn. Hildur hins vegar lét fara í taugarnar á sér lagaval RÚV á meðan beðið var frétta af lendingu, ekki vel við Eagles virðist vera. En ein ummæli hennar stungu gamla meir en önnur, og dæmi nú hver fyrir sig.

HildurLill

Kannski er gamli óþarflega viðkvæmur og gamaldags en ummælin ,,Ég er eiginlega komin í fýlu og hætt að vera spennt fyrir flugslysi." eru í besta falli ósmekkleg þegar vélin er enn á hringsóli og alls óvíst um stöðu mála.

Sá gamli


mbl.is Lent heilu og höldnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæðamat áramótaskaupsins og pólitísku línurnar

Núna þegar nokkurra daga umræða hefur farið fram um skaupið, ágæti þess og húmor fer maður að taka eftir ákveðnum línum.

Ánægja/óánægja með skaupið virðist skiptast eftir pólitískum línum.

Er það gæðastimpill á skaupið? Þýðir það að einn hópurinn er hörundsárari eða að einhverjir sluppu betur en aðrir?

Sá gamli var annars heilt yfir ekkert ósáttur við skaupið en ekkert himinlifandi heldur. Svona í meðallagi gott skaup bara sem er ekkert slæmt. Margar góðar hugmyndir en vantaði kannski eilítið upp á að "klára" þær, fullvinna djókið ef svo má segja.

Hvað sem því líður má allavega ljóst greina að hatursmenn íhaldsins sem safnast gjarnan saman til hóprúnks á dv.is virðast í skýjunum með skaupið og jafnvel ennþá ánægðari með kveinstafi sjálfstæðismanna.

m.b.k.

sá gamli


mbl.is Ónotatilfinning sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangur Bankasýslu ríkisins

Nú er ég bara að skrifa eftir minni en er það ekki rétt að Bankasýslan var stofnuð til þess að rjúfa tengsl stjórnmálanna við meðferð á eignahluta ríkisins í bönkunum? Er það ekki ástæðan fyrir því að Bankasýslan er sjálfstæð stofnun en ekki herbergi á skrifstofu fjármálaráðherra?

Fer nú ekki að minnka tilgangur fjárausturs í þessa stofnun?

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Þingmenn vilja ekki Pál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokum litlum fyrirtækjum

Varla sjálfbært að standa í rekstri sem skiptir litlu máli í hinu stærra efnahagslega samhengi.

Eru þessar hvalveiðar ekki annars stundaðar af einkafyrirtækjum? Þessu er sjálfhætt ef þetta borgar sig ekki, óþarft að ráðherran tali greinina niður í erlendum fjölmiðlum.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Efast um að hvalveiðarnar séu sjálfbærar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20% fjármagnstekjuskattur keyrir upp leiguna

Einföld skýring; ég þarf að leigja út íbúðina mína 20% yfir kostnaðarverði til að geta greitt fjármagnstekjuskatt... Ég myndi glaður rukka minna ef ég gæti en ríkið þarf víst að fá sitt frá okkur 'fjármagnseigendum'.

Við sem getum ekki selt íbúðir á stundinni þurfum því að rukka leigu fyrir ríkið líka.

kv,


mbl.is Einbýlishús til leigu á tæpar 6 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin og lögmál Godwin's

Utanríkisráðherran fyrrum fór mikinn í Silfrinu, hraunaði yfir valið fólk úr Samfylkingunni en afsakaði hana á sama tíma og tók heilshugar undir orð ISG um að helstu mistök Samfylkingarinnar hefðu verið að ganga til samstarfs við íhaldið, það var og. Þá vitum við að Samfylkingin er valdalaus og óákveðinn flokkur í stjórnarsamstarfi og reiðir sig eingöngu á ákvarðanir og gjörðir samtarfsflokksins.

En gott og vel.

Eitt sem ég hjó eftir í þessari eldmessu Baldvins (sem eru nokkrar þessa dagana og messuvínið virðist hressandi). Honum tókst með mikilli röksemdafærslu að halda því fram að Sjálfsstæðisflokkurinn væri á nasískum brautum þessa dagana, það er naumast.

Þessi ræða hans minnti mig á þetta lögmál sem er upphaflega ætlað internet rökræðum (eins og þessum bloggsíðum) en mér finnst eiga vel við hér en það segir að allar rökræður muni á endanum snúast upp í umræður um nasisma og þá sé rökræðunum sjálfhætt, enda komnar út í tóma vitleysu.

Annars var þetta "skemmtileg" byrjun á Silfrinu. Fyrsti viðmælandi fréttamaður sem þurfti að éta ofan í sig langa fréttaskýringu ekki alls fyrir löngu.

Er ekki hægt að segja sig úr RÚV?

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Jón Baldvin hrósar rannsóknarskýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og ég skildi Björgvin...

Nú voru ummæli hans gríðarlega óheppileg, á því leikur enginn vafi.

En, hvað er því að minna fólk (og þá sérstaklega ungar stúlkur) á að vera meðvitað um þá hættu sem er til staðar? Ég er alls ekki að segja að sá sem lendir í því að vera nauðgað beri á einhvern minnsta hátt ábyrgð á því, en maður getur samt hagað sér í samræmi við þá hættu sem er til staðar.

Ef þú sest upp í bíl og setur ekki á þig belti, og það er keyrt á þig á meðan þú ert í fullum rétti sem veldur því að þú örkumlast fyrir lífstíð, er það þá þér að kenna? Nei, alls ekki. En hefðir þú getað gripið til fleiri ráða til að koma í veg fyrir örkumlun? Já.

Nú eru kynferðisafbrot gríðarlega viðkvæmt málefni sbr. það að brotaþolar koma svo gott sem aldrei fram undir nafni í viðtölum vegna þess að þeir upplifa skömm. Af hverju þurfa þeir að upplifa skömm þegar svo klárlega var brotið á þeim án þess að þeir beri ábyrgð á því? Af hverju er samfélag okkar ekki komið lengra í viðhorfi sínu og umræðu um þessi mál? Af hverju getur yfirmaður kynferðisbrotadeildar ekki minnt fólk á að haga sér í samræmi við þá hættu sem því miður er til staðar út í samfélaginu án þess að missa vinnuna fyrir það? (þó svo hann hafi orðað það klaufalega, og kannski það sem ennþá klaufalegra er, sagt þetta í DV sem er nú ekki alltaf það heiðarlegasta í vinnslu frétta).

M.b.k.

Sá gamli.


mbl.is Björgvin hættir sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekjukast áhættufíkla

Nú er það bara þannig að þeir sem tóku lán í erlendri mynt tóku meðvitaða gengisáhættu.

Það var varað við henni, það man ég vel og því tók ég ekki lán í erlendri mynt. En ef að það á að ríkisvæða áhættuna þá kannski fer maður bara að dauðsjá eftir því að hafa ekki drekkt sér í skuldum til að fjármagna æðisgengið neyslufyllerí.

Tilmæli Seðlabankans og FME eru sanngjörn og eðlileg og góð millilending á meðan enn ríkir réttaróvissa í málinu. Lántakendur erlendra lána munu njóta svipaðra kjara og þeir sem fóru varlegar og tóku lán í þeirri mynt sem þeir hafa tekjur í (ISK).

Ég veit að það er gríðarlega óvinsælt á meðal háværra seggja að tala svona en það er samt þannig að skuld hverfur ekki, og eigi að afskrifa gríðarháar upphæðir af þessum lánum verður það sótt til m.a. mín, skattgreiðanda sem tók ekki lán í erlendri mynt.

Að lokum vil ég benda á að Seðlabankinn og FME eru einfaldlega að fara eftir lögum sem gilda í landinu, 18. og 4. grein laga um vexti og verðtryggingu þannig að hysteríska dramakastið sem margir bloggarar eru að taka núna um lögbrot ríkisvaldsins til handa fjármögnunarfyrirtækjanna gildir ekki alveg.

M.b.k.

Sá gamli.


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsakasamhengi?

Svona rannsóknir eru oft mjög villandi. Athugum að það sem mælt var er fylgni tannhirðu og hjartasjúkdóma. Það sem var ekki mælt eru hvort orsakar hvað.

Út frá svona rannsóknum er ekki hægt að segja að með því að bursta tennurnar oftar dragi maður úr hættu á hjartasjúkdómum. Heldur er ekki hægt að draga þá ályktun að þeir sem fá hjartasjúkdóm fari að hugsa verr um tennurnar.

Möguleg skýring væri að þeir sem hugsa almennt vel um helisuna borða hollari mat og stunda heilbrigða líkamsrækt, eru einnig síðri til að fá hjartasjúkdóma og bursta tennurnar oftar. 

Blaðamenn (og allir) verða að passa sig að draga ekki rangar ályktanir út frá fylgnirannsóknum.

mbk,


mbl.is Góð tannhirða er hjartans mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrós

Björgunarsveitirnar sanna sig einu sinni enn. Maður er stoltur að vita af því að ef eitthvað kemur upp hvar sem er á landinu, hvenær sem er og við hvaða aðstæður sem er þá eru alltaf nokkrir tugir ef ekki hundruðir manns tilbúnir að rjúka til án fyrirvara og aðstoða.

Ég er að hugsa um að kaupa mikið af flugeldum í ár.

mbk,


mbl.is Á börum á leið niður Vífilsfell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband