Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Jón sparkar í liggjandi bændur

Hvað eiga bændur sem nú eru að bregða búi vegna öskufalls að gera? Þurfa þeir að sitja á ónýttum kvóta sínum til áramóta vegna geðþáttaákvörðunar Jóns Bjarnasonar?

Þetta er ótrúleg ákvörðun, sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem eru í dag á landinu vegna náttúruhamfara, að leyfa bændum ekki að selja kvóta sinn þegar margir eru nauðbeygðir af náttúrunni að hætta búsap.  Jón er að bæta gráu ofan á svart hjá þeim sem eru í hvað verstri stöðu - maðurinn sem hefur sjáfur sagt að hann vilji auka matvælaframleiðslu á landinu.

Merkilegt.


mbl.is Öll viðskipti með mjólkurkvóta stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Sigurði?

Getur verið að Sigurður Einarsson hafi rétt fyrir sér?

Nú hefur öllum verið sleppt sem hnepptir voru í gæsluvarðhald og engar ákærur gefnar út. Nú hefur sérstakur saksóknari frest til  27. maí n.k. að kæra þá. Annars fer þetta að lykta illa af þeim sirkúsæfingum sem Sigurður lýsti.

Er þetta allt eitt leikrit þar sem mönnum er haldið í gæsluvarðhaldi til þess eins að sefa hefnarþorsta þjóðarinnar og stjórnvalda?

Ég vona svo sannarlega ekki,  tíminn mun leiða í ljós.

kv,


mbl.is Sleppt úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG hnykklar vöðvana

Þingflokkur Vinstri Grænna heldur áfram með miðstýringarhyggjuna sem hefur komið meira og meira í ljós á síðustu vikum og mánuðum.

VG hækka skatta, VG banna erótískan dans, VG  setja aldurstakmörk á ljósabekki, VG vilja grípa fram fyrir hendur dómstóla eftir hentisemi og nú vilja þau koma í veg fyrir viðskipti á grundvelli þjóðernis. Hvað er næst á dagskrá? Fara pólitískir andstæðingar að hverfa?

Öfgavinstri-armur Vinstri Grænna hefur verið að lyfta lóðum. Hann er farinn að hnykkla og vill fá sínu framgengt. Mér er spurn, viljum við búa í landi þar sem ríkið handvelur þá sem mega stunda bissnes og þá sem mega það ekki? Viljum við að reglum um viðskipti og verslun sé hliðrað í þágu pólitískrar rétthugsunar og fegurðarskyni?

Fyrst búið var að leyfa einkaaðilum að fjárfesta í orkuiðnaði á Íslandi og nokkrir innlendir fagfjárfestar hafa átt hluti í orkufyrirtækjum, hver er þá munurinn að leyfa erlendum aðilum að gera slíkt hið sama? Eru útlendingar allir af hinu illa og ,þekkja ekki séríslenskar aðstæður'? Ég hreinlega sé ekki muninn að kanadískt fyrirtæki eigi hlut í fyrirtæki eða aðilar úr Kópavoginum.

Ég verð að viðurkenna það. Ég er orðinn virkilega hræddur við ríkisstjórn Steingríms. Þau eru að nýta sér þessa erfiðu tíma sem við erum að vinna okkur í gegn um, notfæra sér meðvirknina í þjóðinni, til þess að breyta reglum samfélagsins eftir sínu höfði. Ég er logandi hræddur um að samfélag eftir þeirra höfði verði samfélag hafta, banna, skatta og einangrunar. Allt í boði VG.

kv,

ÓS


mbl.is Óviðunandi að erlent fyrirtæki eignist HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er gaman?

Eftir að hafa orðið vitni að aðferðum ákveðins hóps mótmælenda get ég ekki annað en lýst yfir stuðningi við lögregluna og hennar störf.

Markmiðið virðist vera það eitt að ögra, æsa upp og skapa glundroða en ekki koma málstað á framfæri. Þessir títtnefndu nímenningar sitja fyrir dómi vegna þess að þeir brutu af sér, simpelt. Opinber starfsmaður lá slasaður eftir aðfarir þeirra.

Þegar salur er fullur þá er salur fullur, sama hvort er ókeypis inn í hann eða ekki. Það er minn réttur að njóta útiveru í Laugardalnum en ef Laugardalurinn er fullur af fólki nýt ég útiverunnar ekki eins mikið og jafnvel þarf lögreglan að vakta svæðið til að hafa eftirlit með fólksfjöldanum.

Og hvað á ég að gera?

Æsa lögregluna upp?

Manni virðist þessi hópur sækja í lætin og þar með dregur maður óhjákvæmilega þá ályktun að þau hafi gaman af þessu, sem gerir aðgerðir þeirra þeim mun ótrúverðugri.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Mikill mannfjöldi í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikur saksóknara

Sérstakur saksóknari hefur ekki lagt fram ákæru á hendur Sigurði og getur því ekki krafist framsals frá Bretlandi. Það er vel vitað hvar hann á heima og ekkert mál að fara til Sigurðar og handtaka hann ef rök eru fyrir því. Vandamálið er bara það að Bretar krefjast góðra ástæna fyrir handtökum og framsali. Það að menn séu einungis grunaðir dugar skammt þegar engin ákæra eða dómur hafa verið birt.

Þess vegna virðist sú ákvörðun hafa verið tekin að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði, til þess eins að sýna fram á að menn séu ,,ekki að gefa neitt eftir" og sefa þannig almúgann, og VG. Sigurður hefur sagst koma til landsins á fimmtudag og ekkert bendir til þess að hann standi ekki við það. 

Á hinn bóginn er það þannig að menn með alþjóðlegar handtökuskipanir á sér geta ekki stundað viðskipti. Hreiðar, Magnús og félagar sem hafa verið handteknir síðustu daga eru úr leik í alþjóðlegum viðskiptum það sem eftir er.

Óþægilegur grunur leitar að mér að þetta sé runnið undan rifju SJS nokkurs, en hann lýsti því yfir að aðilar tengdir hruninu ættu ekki að koma að viðskiptum framar, hvernig svo sem því yrði komið við. Með því að þrýsta á Ólaf Þór að drita út handtökuskipunum hingað og þangað er verið láta þá kröfu Vinstri Öfgrænna rætast.

Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en allt lyktar þetta af einum stórum fjölmiðlasrikus - t.d. hvernig stendur á því að allar upplýsingar leka út jafn óðum til fjölmiðla, orðréttar tilvitnanir í leyniskjöl, nafnbirtingar á handteknum áður en fjölskyldumeðlimir vita af handtökum o.fl. Nú hafa 11 manns verið kærðir (ath kærðir, ekki grunaðir) fyrir vændiskaup. Ekki hafa þeir verið nafngreindir eða hnepptir í gæsluvarðhald. Er það vegna þess að ekki þarf að bola þeim aðilum úr viðskiptum? Eða er það ef til vill vegna þess að sérstakur saksóknari fer ekki með þeirra mál og getur því ekki lekið neinu í DV?

Er sérstakur saksóknari rangnefni? Ætti hann að heita sérstakur fjölmiðlafulltrúi óskhyggjuyfirvalda?

mbk,


mbl.is Interpol lýsir eftir Sigurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðsmisnotkun

Bíðum hæg.

Seðlabanki Evrusvæðisins lánar seðlabönkum aðildarlanda peninga til að kaupa grísk, pórtúgölsk og spænsk ríkisskuldabréf. Þetta er gerrt til þess að halda niðri fjármagnskostnaði þessara landa. Það virðist virka því hlutabréfa- og skuldabréfavísitölur hafa rokið upp um allan heim í dag. 

Nú veltir maður, vanfróður, fyrir sér. Hver er munurinn á þessum aðgerðum og því sem Kaupðþing og hinir íslensku bankarnir gerðu síðustu vikurnar fyrir hrun? Eru seðlabankar hafnir yfir lög um markaðsmisnotkun? Hvar liggja þá mörkin? Mega einungis stjórnvöld hafa áhrif á markaði til að bjarga vinum sínum frá gjaldþroti en bankar hafa ekki leyfi til að draga úr fjármögnunarkostnaði sínum með sama móti?

Nú skil ég ekki.

kv,

ÓS


mbl.is Gríðarlegar hækkanir á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sömu leið og Landsbankinn?

Ritstjórn Morgunblaðsins passar sig að tala eins og Kaupþing hafi verið eini bankinn sem fór á hausinn árið 2008. Það að Landsbanki bláu handarinnar hafi farið enn hressilegar á hausinn, og tekið hina tvo með sér í fallinu er ritstjórn Moggans óviðkomandi.

Eða er þetta e.t.v. vel dulbúið hrós til Kaupþingsmanna, að Bretar óttist að Santander fari ,,bara" á hausinn eins og Kaupþing en ekki eins hressilega og Landsbankinn sem kallaði yfir sig hryðjuverkalög og ónýt samskipti gamalla vinaþjóða.

Maður spyr sig.

kv,

ÓS


mbl.is Santander sömu leið og Kaupþing?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk ákvörðun hjá saksóknara að byrja á Kaupþingi?

Er sérstakur saksóknari að byrja á ákærum eftir pólitískri goggunarröð? Er Hreiðar már handtekinn og kærður fyrstur til þess að passa að aðilar tengdir Kaupingi séu örugglega fremstir á lista yfir grunaða menn, á undan Landsbankamönnum?

Sagan segir að húsleitir tengdar Al-Thanimálinu hafi verið ómarkvissar og tilefnislitlar, þær hafi einungis verið framkvæmdar til að fullnægja kröfu um að "eitthvað gerðist". Ekkert nýtt hafi komið í ljós og að á flestum stöðunum hafi starfsmenn embættisins rétt stungið nefinu inn til að geta sagst hafa gert húsleit á svooona (halda höndum fram eins og við lýsingar á laxastærð) mörgum stöðum.

Getur verið að sérstakur saksóknari ætli að beita sömu aðferð við ákærur og notaðar voru í húsleitum, kveikja á hríðskotarabyssunni og drita út um allt í von að einhver kúla hitti? Ég vona að ákærur vegna efnahagshrunsins séu vel ígrundaðar og byggi á föstum rökum.

Munum að menn eru saklausir uns þeir eru dæmdir, líka Hreiðar Már.

kv,


mbl.is Ekki boðaður til skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins góðar fréttir af íslensku bönkunum!

Frábærar fréttir berast úr öskunni. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2007 sem nokkur fjárfestir annar en aðilar tengdir stærstu eigendum bankanna sýnir íslenskri fjármálastofnun áhuga.

Mikið er merkilegt hve reynt er að baða þennan áhuga í neikvæðu ljósi. Hér eru erlendir fagfjárfestar sem sýna íslenskum banka áhuga. Er það alslæmt? Er nú ólíðandi og óviðeigandi að erlendir aðilar sýni íslenskum eignum áhuga og bjóði eigendum þeirra gott verð fyrir? Hví í ósköpunum er Hlíf Sturludóttir að amast yfir því að menn falist eftir að kaupa hennar kröfu? Vill hún frekar þurfa að sitja uppi með hugsanlega verðlausa kröfu með engin tilboð og enga möguleika á að losa fjármuni? Ég hreinlega skil hvorki upp né niður í kjökrinu í henni.

Erum við komin á það plan að allir sem vilja stunda viðskipti við Íslendinga hljóti að vera hrægammar sem séu í leit að feitum bita á góðu verði?

Það er öllum ljóst að kröfuhafalistar liggja fyrir þeim sem eiga kröfur, þ.a. aðilar sem eiga kröfu í bankann geta séð hverjir aðrir eigi kröfu í bankann líka - þetta vita allir og viðskiptanefnd líka.

Vonum að þessi áhugi sé upphafið á auknum áhuga á Íslandi eftir þriggja ára skógargöngu.

mbk,

ÓS


mbl.is Sitja um kröfur í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að loka á ferðamenn.

Það fer óneitanlega saman, vinsældir ferðamannastaða og mikill ágangur.

Er þá rétta lausnin að loka á svæðið? Eigum við að loka Geysissvæðinu? Gullfossi? Dimmuborgum?

Sá gamli verður að viðurkenna að honum finnst þetta alveg hreint arfavitlaus hugmynd. Nær er að auka á upplýsingar á svæðinu og stýra flæðinu, í stað þess að loka eða girða af eins og hugmyndir virðast vera uppi um.

Við þurfum bráðnauðsynlega á ferðamönnunum að halda og þurfum að taka vel á móti þeim, ekki loka á þá.

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Gosstöðvarnar friðlýstar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband