Hvað er að hvatakerfum?

Hver er munurinn á hvatakerfi bankamanna og hvatakerfi fyrir fiskvinnslufólk?

Ef kerfið er gegnsætt og rétt upp sett þá sé ég ekkert að því að hafa bónusa fyrir þá sem standa sig vel og skila meiri tekjum en ella. Hvað er að því að hámarka tekjur banka? Er það ekki það sem öll fyrirtæki snúast um, að hámarka hagnað? Eða er nú allt í einu orðið rangt að skila hagnaði og allir eigi að vera í örlátri samvinnu um að búa ,,umgjörð um enduruppbyggingu" og launalausri ,,samfélagshagsmunavinnu"?

Væri þá ekki réttast að banna banka og einkarekstur fyrirtækja?

Og ekki koma með þetta spjald að bónusakerfið hafi ollið hruninu og þetta sé allt einhverjum millistjórnendum að kenna... það er jafn mikið bull og að segja að allir hestamenn séu fyllibyttur og allir prestar séu barnanýðingar.

kv,

ÓS


mbl.is Fulltrúar bankanna spurðir út í bónuskerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munurinn er sá að í fiskvinnslunni er stór hluti bónussins tengdur gæðum og nýtingu. Þannig að sá fljótasti fær ekki endilega mest. Ef gera ætti eins í bönkunum þyrfti að meta bónusana frá fleirum en einni hlið.

Birgir St (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Í fiskvinnslunni eru bónusar líklega eingöngu greiddir út á fyrirliggjandi augljós afköst og eða gæði. 

Í bankakerfinu reyndust bónusarnir í reynd yfirleitt byggðir á væntingum sem kerfið síðan stóð ekki undir.

 Semsagt þegar upp var staðið höfðu þessir menn ekki skilað í raun því sem þeim var greitt fyrir held ég.  Fjöldagjalþrot bankanna er skýr sönnun þess!

Kristján H Theódórsson, 16.3.2010 kl. 14:55

3 Smámynd: Aliber

Já, ef hvatakerfi er eins útfært í bankakerfinu og í fiskveiðum, er þá samt sem áður eðlilegt að banna það?

Hvaða rök eru fyrir því?

Þá er ég ekki að leggja mat á hvatakerfi bankanna eins og þau voru hér áðurfyrr...

Aliber, 16.3.2010 kl. 15:02

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvatakerfi bankana kom okkur í skítinn og ef það á að verða aftur þá stend ég  ekki hjá!

Sigurður Haraldsson, 17.3.2010 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband