Ríkisstjórn að kaupa sér vinsældir?

Maður sér að Jóhanna er hissa, eðlilegt að hlutirnir komi henni á óvart, hún virðist ekkert fylgjast með.

En ef maður fer að skoða þessa kvótaaukningu örlítið betur kemur í ljós að hér á að auka kvótann um 80% þegar að Hafró lagði til að minnka hann úr 3.000 tonnum í 2.500 tonn frá síðasta fiskveiðiári. Það hlýtur að teljast undarlegt frá flokki sem kennir sig við umhverfisvernd að hann ætli sér að hjóla í Skötuselsstofninn með þessum hætti.

En einhverra hluta vegna er ekki hægt að tala um þetta á opinberum vettvangi heldur er þessu slegið upp sem væli í kvótakóngum.

Maður hlýtur fyrir vikið að spyrja sig hvort Ríkisstjórnin sé að kaupa sér "goodwill" og notfæra sér til þess óvinsældir LÍÚ og kvótakónga.

Er eðlilegt að draga störf líffræðinga og annarra vísindamanna Hafró í efa bara af því að maður er ósáttur við hvernig kvótaeigendur hafa skuldsett sig í gegnum tíðina og margir hverjir spilað rassinn úr buxunum?

M.b.k.

Sá gamli


mbl.is Hittu ráðherra að máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband