Skattahækkanir eru verðbólgufóður
24.3.2010 | 11:35
Gylfi Arnbjörnsson segir að ekki sé "hægt að sjá að eitthvað verðbólgufóður sé í gangi". Hvað með allar skattahækkanirnar? Ég hefði nú haldið að skattar myndu hækka vöruverð talsvert, ekki satt?
Gylfi vill líka að fyrirtæki taki á sig alla kostnaðaraukningu án þess að velta því út í verðlagið. Veit hann ekki hvernig fyrirtæki virka? Vill einhver reka fyrirtæki í góðgerðarstarfsemi? Ef fyrirtæki mega ekki hækka verð vegna aukins kostnaðar þá geta þau alveg eins hætt starfsemi í stað þess að vera rekin með enn meira tapi og fara á endanum á hausinn. Staða fyrirtækja í landinu er ekki beint sú besta þessa dagana - og hverjir vinna hjá fyrirtækjunum, jú einmitt fólkið í landinu.
mbk,
ÓS
Gagnrýnisvert hvernig fyrirtækin hegða sér" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Gylfi er eitt hallærislegasta skoffín í seinni tíð. Nautheimskur framapotari sem hugsar eingöngu um eigin hag. Þvílíkur bullari og hálfviti.
Guðmundur Pétursson, 24.3.2010 kl. 11:52
Jú, mikið rétt. Hann Gylfi karlinn er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni.
Jón (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.