Nýju fötin keisarans
27.11.2008 | 20:44
Jáh, viðskiptaráðherrann er sniðugur.
Tökum upp haftastefnu aftur. Haftastefnan hefur einmitt reynst okkur einstalgega vel hingað til. Vinur okkar viðskiptaráðherra leggur til að veita seðlabankanum (já sem er stjórnað af manni með frábæra reynslu í hvernig á ekki að stunda gjaldeyrisviðskipti) leyfi til að hafa ,,tímabundnar takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum" til að hindra fjármagnsflótta. Með öðrum orðum á að halda áfram að skammta gjaldeyri. Nýju fötin keisarans endurfædd í formi lagafrumvarps.
Nú er mikil hætta á að Frón verði fast í árinu 1990 um ókomna tíð (a.m.k. til 2010) og almennileg gjaldeyrisviðskipti geti ekki átt sér stað. ,,Fjármagnsflótti" er einmitt það sem þarf til að koma jafnvægi á hérlendis, til þess að losna við kvefið þarf að leyfa sjúklingnum að fá hita í nokkra daga (í tilfelli Íslands jafnvel nokkra mánuði), ef ekki þá þarf greyið að vera að snýta sér að eylífu. Ég segi leyfum þessum erlendu fjárfestum að rjúka út með peningana sína, kýla krónuna tímabundið í gólfið, svo hún geti nú komið sér á fætur aftur sem fyrst. Með gjaldeyrsihöftum verður krónan aldrei söm við sig og gengi hennar haldið fjarri jafnvægisgengi (líklega of háu) sem í framhaldinu hefur áhrif á viðskiptajöfnuð og bankaviðskipti.
Ef krónan fær ekki að fljóta verðum við ekki þáttakendur á alþjóðlegum fjármálamarkaði, sem leiðir af ser lakari kjör banka sem áfram leiðir til lakari kjara fyrirtækja o.s.frv.
Hættum þessu bulli og gerum nú einu sinni eins og kenningar hagfræðinnar leggja til, það getur ekki skaðað að fara einu sinni eftir ráðleggingum læknisins, hann er nú einusinni læknir. Flestir sem btjóta bein fara í gips, hví ætti það ekki að virka á handleggsbrotið okkar?
kv,
sá bitri
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.