Andskotans barnaskapur er þetta!

Hverju á þetta að skila? Af hverju er ekki tekið almennilega á þessum skríl? Djöfulsins aðgerðadekur alltaf hreint.

Það er á hreinu að ég læt ekki sjá mig á mótmælum á meðan svona andskotans fíflagangur viðgengst. Ég vil sjá mótmæli, ekki skemmdarverk og fíflaskap.

Hvar er uppeldið á þessu liði? Já, djöfulsins fíflaskapur segi ég bara. Hreint ekki sáttur við þetta.

Sá gamli


mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér finnst s.s. allt í lagi að lítill hópur fólks fær óáreitt að leika sér að lífi fólksins í landinu? Hvort sem heldur bankamenn eða ráðamenn?

Af hverju er ekki tekið almennilega á þessum andskotum sem hafa drullað yfir þjóðina án þess að skeina sér?  Af hverju spyrðu ekki að því í staðinn fyrir að skammast út í fólk sem stendur fast á sínu og neitar að láta vaða svona yfir sig? 

Og hver ert þú að kalla þetta annað en mótmæli, ertu svona ofboðslega heimskur?!  Fólk er að sýna það í verki að því er ekki sama um hvað er að verða um landið okkar, sem er mun meira en hægt er að segja um þig!  Ef þetta eru ekki mótmæli hvað er þá mótmæli, vikulega samkundan á Austurvelli, sem er ekkert annað er útifundur?

Þú hefur áhyggjur af rökleysu netverja, rökstyddu þá fullyrðingu þína að þetta séu ekki mótmæli...

Illugi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Aliber

Mótmæli er orð sem nær yfir ansi margt. Þetta eru í besta falli barnaleg mótmæli, ofbeldisfull mótmæli. Þetta eru ekki mótmæli sem benda á óréttlæti heldur skemma hluti, grýta hús og brjóta rúður sbr. lögreglustöðina. Kemur engu á framfæri, skilar engu nema aukinni reiði og sundrung.

Aliber, 1.12.2008 kl. 17:22

3 identicon

Hvenær var ofbeldi beitt í dag?  Hvað var skemmt?  Voru rúður brotnar í dag?

Ekki rugla uppákomum saman og setja allt undir einn hatt, því ef þú gerir það má allt eins segja að þetta sé einmitt tilkomið af því að stjórnvöld og ráðamenn virðast hafa sofnað á verðinum við sín störf við að hafa hagsmuni og heilsu almennings að leiðarljósi... nei bíddu nú við, er það ekki einmitt það sem gerðist?  Skrýtið, það er eins og enginn hafi hugmynd um það!

Fólk ætti að gera eitthvað, t.d. að mótmæla því að það fólk sem stóð ekki sína pligt í þeim störfum, eða einfaldlega réð ekki við þau, sem snúast um það að viðhalda heilbrigðu jafnvægi í íslensku samfélagi skuli ekki sjá að sér og axla ábyrgð á þeim gjörningum sem við höfum orðið vitni að á undanförnum vikum, jafnvel mánuðum, ef ekki árum...

Það er einmitt það sem fólk gerir á Austurvelli á laugardögum og það er á nákvæmlega sama hátt það sem fólk gerði í dag.  Það sýndi Davíð Oddsyni og þjóðinni að andúð sína á honum og MÓTMÆLTI því að hann er ekki búinn að segja af sér! 

Fólk treystir honum ekki lengur til að sinna þessari stöðu, og þá á ég ekki bara við "þetta lið" eins og þú svo málefnalega kallar mótmælendur heldur líka fólk utan úr heimi og vinnur í, lifir og hrærist í bankageiranum og veit hvað það syngur.  Margt hvert sem varaði við því hversu stórt og óstöðugut bankakerfið, eða bankagerfið, hérna var orðið, og það ekki bara í haust, eða vor heldur í fyrra jafnvel.  Hvað gerði Davíð í því?  Hvað gerði Geir í því?  Fram á haust var því haldið fram að íslenska efnahagskerfið stæði traustum fótum og að krónan væri ósigrand, en annað kom víst á daginn...

Og þér finnst skrýtið að fólk sýni í verki að það vill ekki hafa þá í forsvari fyrir sig lengur??

Ég bað þig um að rökstyðja þá fullyrðingu þína að mótmælin í dag hafi ekki verið mótmæli, en fékk einungis útlistun á því hvað þér finnst þetta vera...

Svo segir þú að þetta skili engu nema aukinni reiði og sundrung.  Er það ekki einmitt það sem við þurfum til að hinir háu herrar skilji það að þeir eiga ekki Ísland??

Illugi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Aliber

Illugi þú ert kominn langt út fyrir efnið. Ég er að blogga við ákveðna frétt undir yfirskriftinni "Réðust inn í seðlabankann", það að ryðjast inn bendir til þess að hér hafi ekki verið farið eftir lögum, sem og viðbúnaður lögreglunnar. Ekkert kemur fram um hvað mér finnst um Geir og Davíð.

Ég kalla þá sem réðust inn í Seðlabankann og þá sem réðust inn í lögreglustöðina "þetta lið".

Ég ætla að biðja þig um að gera mér ekki upp skoðanir á ráðamönnum þjóðarinnar eða friðsömum mótmælum almennt. Haltu þig vinsamlegast við efnið.

Og af hverju þurfum við aukna reiði og sundrung? Sérstaklega sundrung?

Aliber, 1.12.2008 kl. 18:44

5 identicon

Mér sýnist þú jafnvel vera veruleikafirrtari en mér sýndist fyrst er ég las færsluna þína...

Ég er búinn að halda mér beint við við efnið allan tímann og ef þú sérð það ekki er ekki nema von að þú skulir senda frá þér slíka færslu.

Ef þú hefur þú hlustað á Geir Jón í fréttunum hefur þú einnig heyrt að enginn réðst inn í neitt, fólki var hleypt inn í fremra andyrið en óeirðarbúnir lögreglumenn stóður svo innan við það.  

Engin ofbeldisverk voru framin, sem sést bezt á því að Geir Jón fór inn í hópinn til að tala við fólk. Að sama skapi var ekkert skemmt á svæðinu.  Sem sagt, ekkert ofbeldi og engin skemmdarverk, eins og þú  heldur fram í þínum færslum og stimplar fólkið sem var þarna skríl og fífl.

Þú ert bitur of fordómafullur lítill kall.  Þú færir engin rök fyrir þínum fullyrðingum og heldur því fram að ég geri þér upp skoðanir, ég þarf þess ekki, þér tekst ágætlega að gera það sjálfur...

Eitt að lokum; Ekki aðhyllast fyrirsagnir á mbl.is sem heilagan sannleika. :D

Illugi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:22

6 Smámynd: Aliber

Það var ánægjulegt að sjá hvernig leystist úr þessu, fer ekki ofan af því.

En þetta leit ekki vel út í fyrstu, eggjum var kastað, málningu var slett og lögreglan stóð tilbúin með mikinn viðbúnað.

Það sem ég á við þegar ég segi þér að halda þig við efnið er að þú ferð að tala um Davíð og Geir, bankakerfið og fleira. Færslan sem ég kom með hefur ekkert með það að gera. Ég deili á aðferðafræðina ekki málstaðinn.

Kjarni færslunnar og eina innihald færslunnar er að ég er hreint ekki sáttur við þessa aðferðafræði sem hefur verið kölluð fallegu nafni, "aktivisti". Ég er ánægður með hin almennu friðsömu mótmæli á Austurvelli.

Ég vil bera þetta saman við mótmæli við virkjanaframkvæmdir á Austurlandi en þar fóru aktivistarnir mikinn á Austurlandi, hlekkjuðu sig við vinnuvélar og klifruðu upp í krana. Á sama tíma smalaði Ómar Ragnarsson tugþúsundum í friðsama göngu og Andri Snær skrifaði bók um málstaðinn, gegn virkjunum. Upplýsandi og málefnaleg umræða en ekki handahófskenndur aktivismi.

Og að lokum vil ég biðja þig aftur um að útskýra betur:

"Svo segir þú að þetta skili engu nema aukinni reiði og sundrung.  Er það ekki einmitt það sem við þurfum til að hinir háu herrar skilji það að þeir eiga ekki Ísland??"

Hvernig kemur aukin sundrung sér vel? Er það ekki samstaða mótmælenda sem myndi senda sterkari skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar? 

Aliber, 1.12.2008 kl. 19:47

7 identicon

Mjög stutt og skorinort:

Það er þörf á meiri reiði svo fleiri fylki sér saman gegn núverandi stjórnvöldum.  Það kemur að því að það verður svo mikill eldur í hinu rotnandi kerfisbákni að hinir háu herrar hafa einungis þann valkost að koma sér þaðan út.

Það er þörf á meiri sundrung, þ.e. það þarf að taka batteríið sem heldur samfélaginu saman og setja það saman á nýjan hátt.  Það þarf heildstæða hugarfarsbreytingu til að taka í sundur kerfið sem við lifum í og búa til nýtt.

Ég geri mér grein fyrir því að við túlkuðum "sundrung" á mismunandi vegu,og ef ég skil þig rétt þá stendur þú í þeirri trú að þeir sem láta til sín taka séu að fæla aðra frá málstaðnum.  Það hefur hinssvegar sýnt sig að útifundir á Íslandi gera bara ekki neitt, núverandi stjórnvöld sjá sig því miður ekki knúin til að bregðast við þeim kröfum sem þar hefur komið fram, eða getur þú gefið okkur dæmi um slíkt?

Sem sagt, með því að láta sem ekkert sé eru það því stjórnvöld, og fleiri, sem hafa att fólk út í mótmæli sem þessi í dag.  Þar af leiðandi má allt eins segja að Geir, Solla og Dabbi séu þau sem auka ósamstöðuna.

Að sama skapi mætti segja að þeir sem gagnrýna mótmælendur, aðra en þá sem mæta bara á laugardögum, séu valdir að sundrunginni, því ef allir tækju saman höndum og leituðu eftir viðbrögðum og breytingum, þá væri engin sundrung meðal mótmælenda.

Þú segist styðja málsstaðinn en sérð þig knúinn til að gagnrýna aðferðafræði ákveðinna mótmælenda, og um leið ertu búinn að skilja þig frá þeim og þar af leiðandi er orðin sundrung í röðum mótmælenda...

Margir hverjir halda því fram að það gagnist ekkert að henda eggjum og þess háttar, af hverju er þá ekki bara allt í lagi að fólk geri það?  Nú, það fælir annað fólk frá segja sumir.  Spyrjum okkur þá; hvers konar samfélag er þetta orðið ef það er til fólk sem ákveður að mótmæla ekki stjórnvöldum AF ÞVÍ að einhverjir sem eru líka að mótmæla stjórnvöldum ákveða að gera það með því að henda eggjum?? 

Hverjir kjósa að brjóta samstöðuna, þeir sem henda eggjum eða þeir sem vilja ekki láta setja sig undir sama hatt og þeir sem henda eggjum?

Þarna kristallast eiginlega sá íslenski hugsunarháttur að maður megi ekki segja eða gera neitt sem hægt sé að gagnrýna, því þá á maður jú einmitt á hættu að vera gagnrýndur.  Maður á að vera hlýðinn og undirgefinn borgari því að þeir sem stjórna vita jú best...  Og guð forði manni nú frá því að segja það sem manni finnst því að næsta manni gæti fundist maður asnalegur, jafnvel hlægilegur! Og þess vegna er bara best að þegja og gera ekki neitt...

Nei, þeir sem kjósa að gagnrýna aðra mótmælendur, það eru þeir sem búa til bilið sem gerir stjórnvöldum kleift að aðhafast ekki neitt, þ.e. komast hjá því að svara gagnrýni, einmitt vegna þess að dómstóll götunnar sér til þess að halda aftur af almenningi (skrílnum!), með skrifum á borð við þín.

Opnaðu augun maður...!!

Illugi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:49

8 Smámynd: Aliber

Gott og vel.

Þessi pæling með hvort þeir sem henda eggjunum eða þeir sem ekki vilja láta spyrna sér saman við eggjagrýtara valda sundrung er áhugaverð. Spurning um orsök og afleiðingu, hvort kom á undan eggið, eða eggjagrýtarinn.

Sjálfur er ég á því að mótmæli eigi að vera innan ramma laganna. Kröfugöngur og útifundir eru áhrifamiklir.

Fræðsla og umræða, rétt eins og bókaskrif Andra Snæs sem ég benti á fyrr, hygg ég einnig að skili miklu. Ég er raunar á því að Andri Snær hafi markað gríðarlega djúp spor í umræðu um álvers og virkjanamál, mun meiri en kranaklifrararnir.

Það sem knúði mig til að skrifa færsluna til að byrja með er þetta trend sem virðist vera að skapast, lögbrjótar fela sig í nafni aktivisma. Óhugnalegur málflutningur aftöku-liða og fleira sem lítill hópur virðist standa fyrir en fær gríðarlega fjölmiðla athygli.

Að mínum dómi dreifir þetta athyglinni. Vandinn sjálfur lendir í öðru sæti en aðferðin verður aðalmálið. Mig þyrstir í lausn mála og úrbætur og ég verð satt best að segja reiður þegar umfjöllunin snýst um skrílslæti (ég ætla að leyfa mér að nota það orð) en ekki stöðuna í þjóðfélaginu.

Og ekki skánar það þegar maður fær fréttir af því að hópur fólks sem lætur svona hefur hreint og beint gaman af þessu, "hey förum og grýtum seðlabankann, löggan getur ekki gert jack shit!"

Aliber, 1.12.2008 kl. 21:05

9 identicon

Ekki hef ég séð að útifundir og kröfugöngur séu kraftmikil tól.  Og það má vel vera að bókin hans Andra Snæs hafi markað djúp spor í umræðuna um álver, en það er því miður ekki að sjá að ráðamenn hafi lesið hana, og hafi þeir lesið hana þá hafa þeir að minnsta kosti ekki lært neitt af henni, s.b. nýtt álver í Helguvík, nýtt álver á Bakka, og enn og aftur umræðu um stækkun álversins í Straumsvík.

Málið er bara að núverandi ástand hefur aldrei verið uppi, við höfum aldrei þurft að kljást við svona stór verkefni áður, og það segir sig sjálft að sú tól og tæki lýðræðis sem við áttum voru gerð óvirk á meðan við sváfum á verðinum, eða öllu heldur að okkur óafvitandi að tjaldabaki Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkanna.  Fræðsla og umræða er nú til dags eins og að beita fótgönguliði vopnuðu rifflum gegn skriðdrekum, því við stjórntaumana situr fólk sem virðist ætla að víggirða sig inni í helgustu véum lýðræðisins og beita sér í sína þágu, koma sjálfu sér sem best út úr þeim ógöngum sem við erum í, en ekki í þágu alþjóðar.  Það er eins og forgangsröðin hjá þeim sé þannig að mikilvægast er að ríkisstjórnin hladi velli fyrst og fremst, að allar aðgerðir ehnnar miðist að því að svo gerist.  Þess vegna er alveg sama hvað fólk segir í ræðum á útifundum eða skrifar á spjöld, það nær ekki lengur til hinna háu herra. 

Þeir sitja inni í sínum skriðdrekum og sitja þar óhaggaðir vegna þess að þeim var falið til þess vald við síðustu kosningar, og þá má fólk bara eiga sig, það kaus jú svona og fær tækifæri til að kjósa eitthvað annað í næstu kosningum!  Þetta eru skilaboðin sem fólkið í landinu fær frá Geir og félögum, og áhrifin af því sjást kannski ágætlega á fylgishruni Sjálfstæðisflokksins.

Við Seðlabankann í dag var ekki samansafn af lögbrjótum, engin lög voru brotin og málstaður þeirra komst skýrt til skila.  Að sögn lögreglu voru engin skemmdarverk framin og ekki vottaði fyrir ofbeldi. 

Þeir sem stóðu fyrir mótmælunum í dag sköpuðu ekki umræðuna, það gerðu hins vegar fjölmiðlar og sjálfmiðlar, þ.e. bloggarar á fréttaveitutengdum bloggum...

Ekki dæma öll eggin í körfunni af því að nokkur þeirra eru stropuð. :)

Ég held að við tveir getum í hinu besta bróðerni ákveðið að vera ósammála og snúið okkur að einnhverju öðru og meira gefandi.  Sammála?

Illugi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:48

10 Smámynd: Aliber

Hehe já oft þarf að vera sammála um að vera ósammála. Áhugavert engu að síður.

Aliber, 1.12.2008 kl. 21:54

11 identicon

;)

Illugi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband