Félagsfræðitilraun

Davíð er sauður í úlfagæru. Það er niðurstaðan sem ég hef komist að eftir miklar vangaveltur. Hann reynir eftir bestu getu, og það gengur einstaklega vel, að róta upp eins miklu fjaðrafoki og hann getur. Ruglar fólk í ríminu, hótar að koma aftur í stjórnmál, breytir frásögnum á hverjum degi og bætir alltaf agnar ögn af ,,upplýsingum" við í hvert skipti. Hann virðist vera afar skipulagður og hefur tekið sér langan tíma í að setja upp þessa stórskemmtilegu tilraun sem hann er að framkvæma núna.

Hann er eins og lítið barn sem er að gá hvað hann kemst langt án þess að láta foreldra sína öskra á sig. Svo koma stjórnarslit, IMF hætta við frekari lántöku, neyðarstjórn er þvinguð til að loka landinu tímabundið vegna gjaldeyrisskorts og óeirðir og blóðbað gýs upp á Ingólfstorgi. Þá stendur Davíð upp brosandi og segir: ,,Djók! Þetta var bara tilraun. Ég bara varð hreinlega að gá hvað ég kæmist upp með mikla vitleysu áður en fólk sæi í gegnum planið. Ég er ekki lögfræðingur og ég er í rauninni bara hobbý-stjórnmálamaður... Ég er félagsfræðingur og þið, elsku þjóð, eruð tilraunadýrin mín. Ykkur er öllum boðið í grillveislu í bústaðnum mínum sem þakklætisvott fyrir þáttökuna! Kveðja, Davíð Oddson"

Svo skrifar Davíð merkasta félagsfræðirit seinni tíma og fær nóbelsverðlaunin að launum. Og við þökkum honum fyrir afrek sín í þágu þjóðarinnar. Hver þarf alþjóðaviðskipti hvort eð er? Ekki ég!

 kveðja,

sá bitri....


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband