,,Leynimakk"

Hvað er að fólki?

Margir eru fúlir yfir því að geta ekki gramsað í reikningum annarra vegna hugsanlegrar sölu Kaupþings í Luxemburg. Ég bara skil ekki afhverju fólk langar að gera þetta? Hvað er að því að eiga pening erlendis? Ég persónulega væri með reikninga einhversstaðar erlendis ef ég ætti mikla peninga, til að dreifa kerfisáhættu. Fjármagnsflótti, hvað er það? Er það ekki þegar ég kaupi mér hlutabréf í IBM, eða hús í Frakklandi, já eða set peninga inn á reikning í Luxemburg?  Var það lögbrot? Fólk heldur að það að eiga pening sé glæpur nú til dags, og sérstaklega í löndum þar sem stjórnmálamenn geta ekki skoðað reikningsyfirlitin." Ólöglegur fjármagnsflótti og leynimakk!" er hrópað úti á götum og inni í  gömlum húsum í miðbænum. Einmitt. Hvað er ólöglegur fjármagsflótti? Ég fæ ekki betur séð en að ,,þessir menn" hafi farið að öllum lögum og flutt peningana sína úr landi á fullkomlega löglegan hátt. 

Ég vona bara að salan gangi í gegn í Luxemburg svo innistæðueigendur tapi ekki eignum sínum.

kv,

sá bitri


mbl.is Ekki ákvörðun um Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aliber

Andri, hvar kemur spilling inn í málið? Eru frjálsir fjármagnsflutningar spilling? Ég skil þig ekki... Bitrar innihaldslausar upphrópanir skila engu.

Aliber, 5.12.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sem betur fer ná þeir sem kostuðu fólk aleiguna og komu kreppunni svo kyrfilega í gang á Íslandi að fólk missir ofan af sér húsið, að koma sínum peningum undan.

Sem betur fer er þetta fólk verndað af bankaleynd því annars gætu þeir ekki borið af sér spillinguna og þyrftu að fara að sitja við sama borð og venjulegt fólk.

Sem betur fer getur Aliber fagnað spillingunni með vondri samvisku og talið sér trú um að hún sé góð.

Sem betur fer.

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.12.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Aliber

Rúnar heldur áfram þar sem Andri hætti. Talar um spillingu sem enginn veit hver er. Hvað meinaru með að ,,komast undan"? Er skylda að hafa öll eggin í einni körfu?

Útskýrðu fyrir mér hvaða spillingu þú ert að tala um og hvernig hún tengist fjármagnsflutningum? Ég er ekki að verja einkavæðingu bankanna og það vesen, heldur er ég einfaldlega að benda á að spilling og fjármagnsflutningar eru ótengd mál. Nema þú teljir spillinguna sjálfa felast í því að treysta ekki hagkerfinu sem búið er að sanna heldur betur sem óstöðugt.

Aliber, 5.12.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband